Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 32
til 1965 eða í 37 ár. Á þessum árum hafa fjórir menn
haft með höndum stjórn skólans. Fyrsta skólaárið 1928
til 1929 var skólastjóri sr. Jakob Ó. Lárusson, þá tekur
við skólastjórn Bjarni Bjarnason skólastjóri, sem stjórn-
aði skólanum um þrjá áratugi með sterkum, hlýjum tök-
um. Frá 1. janúar 1959 til 1. september sama ár, var
skólastjóri hinn frægi íþrótta-snillingur Vilhjálmur Ein-
arsson, en skólaárið 1959 til 1960 tók við skólastjórn
Benedikt Sigvaldason, sem kennt hafði áður við skól-
ann. Hefur hann verið skólastjóri frá hausti 1959 til
þessa dags. Hefur skólastjórn hans reynzt farsæl og
traust.
Vík ég þá aftur að staðar-valinu, sem mestar deilur
stóðu um. Má það teljast mikil gæfa fyrir Suðurlands-
undirlendið og landið allt, að Laugarvatn varð fyrir val-
inu sem skólasetur. Vígðalaug, sem fornmenn voru
skýrðir í, er ef til vill hamingjutákn staðarins. — Laug-
arvatn, hið forna óðalssetur, með skólana fimm, íþrótta-
hús, sundlaug, gufubað og nýgert, víðlent íþróttasvæði,
er einstæður staður á íslandi. Og gæti þetta fagra skóla-
hverfi hvergi átt betri aðstöðu. Þarna styður allt reisn
og fjölbreytni staðarins. Þarna er nægur jarðhiti, fagurt
umhverfi og Laugarvatn vel í sveit sett bæði að fornu
og nýju.
Laugarvatn á væntanlega mikla framtíð.
Á liðnu sumri hélt æskulýður íslands fjölmennt
íþróttamót og héraðshátíð að Laugarvatni. Flygg ég,
að enginn, sem þetta mót sótti, gleymi nokkurn tíma
Laugarvatni. Veðurblíðan var einstök, og framkoma
mótsgesta og íþróttafólks í ágætu samræmi við fegurð
og helgi staðarins.
Stefán Jónsson.
Einn vinsælasti höfundur dægurlaga og dægurljóða,
varð sjötugur nýlega. En hann er líka þekktur málari og
hafði fyrir skömmu málverkasýningu í Rcykjavík og
V'estmannaeyjum. Seldust mörg málverk á sýningunum.
Þessi velþekkti málari, skáld og tónlagasmiður er
Freymóður Jóhannsson, starfsmaður á Hagstofunni. f
sambandi við ljóð og lög nefnir hann sig 12. september.
í sambandi við sjötugs-afmæli hans, fékk ég lcyfi
hans, til að birta í nóvemberblaði Heima er bezt, dægur-
ljóð við dægurlög eftir skáldið, og aðeins eftir hann
einan í þetta skiptið. Mörg falleg Ijóð eftir Freymóð
hafa áður birzt í þessum þætti. Ég hef valið þessi ljóð til
birtingar úr bæklingi, sem heitir: Textar við lög eftir
12. september.
Fyrsta ljóðið, sem birtist hér heitir Heimþrá. Erla
Þorsteinsdóttir hefur sungið ljóðið inn á hljómplötu.
HEIMÞRÁ
Mig dreymir heim um dimmar, kaldar nætur,
mig dreymir heim til þín, ó móðir kær,
er hjarta þreytt í húmi dapurt grætur
og hníga tár, sem þú ein skilið fær.
Og þegar blessuð sólin, gegnum glugga,
með geislum sínum strýkur vanga minn,
mér finnst það vera hönd þín mig að hugga
— og hjartað öðlast ró við barminn þinn.
Er sunnangestir sumarlandsins berast
á söngvavængjum norður bjartan geim,
og vinir fagna, — vorsins undur gerast, —
þá verður yndislegt að koma heim.
Þá kemur næst ljóðið: Blikancii haf. Þetta ljóð hefur
verið sungið á hljómplötu af Sigurveigu Hjaltested og
Sigurði Ólafssyni.
BLIKANDI HAF
Hann: En hvað það er dásamlegt að dansa hér,
dansa við þig einmitt þetta lag.
Endurminningarnar streyma móti mér.
Hún: íManstu forðum þennan sama dag,
Bæði: er við stóðum frjáls og glöð á Bláteigsbrún.
Blikandi hafið seiddi okkar þrá.
Gáruðu fliit þess léttskreið fley með ljós við hún.
Lagið okkar beggja fæddist þá.
Hún: Þetta kvöld var ógleymanleg unaðsstund,
er við nutum bæði, — ég og þú.
Ljósaskiptin breiddu frið um fjöll og sund.
Hann: Flýtum okkur, — hverfum þangað nú!
Bæði: Lokum augum, svífum út á Bláteigsbrún,
blikandi hafið svalar okkar þrá. —
416 Heima er beit