Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 12
Fundarmennirnir eru frá vinstri talið: Steingrímur Jónsson, sýslumaður, Húsavík. Hann var mcettur fyrir Kaupfélag Þingey- inga, — og fundarstjóri. Benedikt Jónsson á Auðnum. Hann var fundarritari. Sigurður Jónsson í Yztafelli. Mættur fyrir Kaup- félag Þingeyinga. Pétur Jónsson á Gautlöndum. Mattur fyrir Kaupfélag Þingeyinga. Helgi Laxdal i Tungu á Svalbarðsströnd. Mœttur fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar. Arni Kristjánsson í Lóni i Kelduliverfi. Mcettur fyrir Kaupfélag Norður-Þingeyinga. Friðbjörn Bjarnarson á Grýtubakka. Mœttur fyrir Kaupfélag Svalbarðseyrar. Framkvcemdarstjófi Sambandsins var kosinn: Pét- ur Jónsson og til vara: Sigurður Jónsson. Jón hefur um allmörg síðustu ár fengið fræðimanns- styrk af fé því, sem Alþingi veitir úr ríkissjóði til fræði- iðkana og ritunar, en stjórn Menningarsjóðs úthlutar. Er hann vel að þeim fjármunum kominn. Jón hefur ritað fjölda greina í blöð og tímarit. Eru þær um hin óskyldustu efni, en allar — það er óhætt að fullyrða — með persónulegum einkennum höfundarins og lystugar til lesturs. Engin skrá er til um þær. Bækur hefur Jón einnig ritað. Út hafa komið: Bcendaförin 1910. (Kom út 1911. Sigurður Jónsson, 396 Heima er bezt skáld á Arnarvatni, var samverkamaður við ritun bók- arinnar). La?id og lýður. (Kom út 1933. Samin upp úr ferða- söguþáttum frá fyrirlestrarferðum um landið). Samvinnufélög í Norðurálfu. (Kom út 1945). Um daginn og veginn. (Útvarpserindi, flutt og óflutt. Kom út 1950). Helga Sörensdóttir. (Ævisaga. Kom út 1951). Bóndinn á Stóruvöllum. (Ævisaga. Kom út 1953). Héraðslýsing Suður-Þingeyjarsýslu. (Kom út 1954).

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.