Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 31
og sá hann þá, að hann var kominn að bæ þeim er Tunga hét, og var í sömu sveit og Hamar, en þó nokkrar bæj- arleiðir á milli. í Tungu bjó ekkja sú, er Þuríður hét, með syni sínum. Jón barði að dyrum í Tungu og Þur- íður kom til dyra og bauð honum að koma inn, og lét hann fylgjast með sér inn í eldhús. En þegar hún kom auga á manninn, sem hann bar á herðum sér, hrópaði hún upp yfir sig af fögnuði, því að maðurinn, sem Jón var með á bakinu, og hafði bjargað frá dauða, var son- ur ekkjunnar. Hafði hann farið í kaupstaðinn um morg- uninn, og verið að sækja til jólanna eins og Jón. Hann hafði orðið seint fyrir og var orðinn uppgefinn. Hann var ekkert skaddaður en mjög máttfarinn. Þuríður gaf þeim heita mjólk að drekka og við það hresstust þeir. Jón gisti í Tungu um nóttina, en fór svo heim til sín daginn eftir, því að þá var komið gott veður. Jóni var vel fagnað heima, því að fólkið var orðið hrætt um hann. Hélt að hann hefði orðið úti og ætlaði að fara að leita dauðaleit að honum. Jólin, sem fóru í hönd, voru einhver þau skemmti- legustu, sem Jón hafði lifað, því að hann fann með sjálfum sér, að honum hafði lánast að ynna af höndum dásamlegt kraftaverk, sem guð hafði hjálpað honum til að framkvæma. Lokaorð. Þessi sýnishorn af ritsmíðum nemenda Laugarvatns- skóla verða ekki fleiri að sinni. En ekki fer hjá því, þeg- ar litið er yfir ritgerðir nemenda um þriggja áratuga skeið, að þess verði ekki vart, að frásagnarform og efn- isval sé allt mjög ólíkt. A þessum síðastliðnu áratugum hafa lífskjör unglinga tekið miklum breytingum og kröfur ungmenna til lífsins mjög aukizt. En þrátt fyrir þetta eru þessir þættir skólaæskunnar líkir um margt. Æskulýður allra áratuga á ætíð margt sameiginlegt, og það mun koma í ljós þegar þessir þættir eru lesnir, þótt sumir séu skrifaðir á árunum 1930 til 1931 og aðrir á árunum 1944 til 1945 og enn aðrir á árunum 1963 til 1964. En allt sem skólaæskan skrifar hefur á sér blæ hreinleika og hlýrra tilfinninga. En það virðist sérstak- lega einkenna skrif æskulýðs síðustu ára, að hafa sam- úð með dýrunum og tala máli þeirra og styðja líka mál- stað lítilmagnans. Og aldrei, í öllum ærslum nútíma æskufólks, kemur það fyrir að stjakað sé við fötluðum ungmennum eða þeim ungmennum, sem vanheil eru á einhvern hátt. Ég gat þess í upphafi þessa þáttar, að í apríl í vor hefði ég verið gestur Laugarvatnsskólans og átti ég þar við héraðsskólann. Morguninn síðasta talaði ég við alla nemendur skólans í einum sal, en þeir voru 123. Það var mjög ánægjulegt fyrir mig að ræða við þennan prúða hóp ungmenna. Þessi ungmenni voru ágætir áheyrend- ur. Færi ég þeim þakkir fyrir þessa ánægjulegu morg- unstund. Ekki er því að leyna, og það þekkja allir, sem eitt- hvað hafa kynnzt þessum fjölmennu skólaheimilum, að stjórn þeirra er mikið vandaverk. Sú stjórn byggist meira á traustum, hlýjum tökum, en löngum reglugerð- um og refsingum. Þetta aldursskeið er viðkvæmt og vandsetið. En takist skólastjórum og kennurum að öðl- ast traust nemenda og hlýhug, þá er engin hætta á ferð- um, þótt smá árekstrar verði í dagsins önn og erfiði. Við héraðsskólana í strjálbýlinu á íslandi hafa yfir- leitt starfað úrvalsmenn. En þótt mestur vandinn í stjórn og umsjón hvíli á skólastjórunum, þá eykur það traust- ið og styrkir stjórn skólans, ef samvinnan er góð. Laugarvatnsskólinn hefur nú starfað frá hausti 1928 Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.