Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 34
FIMMTI HLUTI
— Ég fór líka snemma að sofa í gærkvöld.
— Já, elskan, þú varst góða barnið að sofna svona
snemma í gærkvöld, segir hann í örlítið glettnislegum
gælurómi.
— En fóruð þið Nanna seint að sofa? spyr Erla blátt
áfram og barnalega.
— Já, við tókum svefninn nokkuð seint. — En af
hverju spyrðu að því?
— Af því að þið vöknuðuð svo löngu á eftir mér.
— Hefur þú nokkuð fylgzt með því, hvenær við vökn-
uðum, fyrst þú hefur verið úti í morgun?
— Já, þegar ég kom að tjaldinu eftir morgungöng-
una, sváfuð þið, og svo vildi ég ekki gera ykkur ónæði,
og þess vegna lagðist ég hérna fyrir í sólbaði, meðan ég
beið eftir að þið skylduð vakna, — og héðan af hef ég
fylgzt með því, sem gerzt hefur inni í tjaldinu.
— Stelpan þín! segir Snorri brosandi í glöðum ávít-
unartón. — Svona hefur þú þá leikið á okkur.
Erla horfir einlæg og full trúnaðar á bróður sinn og
segir alvarlega:
— Ég segi engum frá því sem ég sá, Snorri minn.
— Jæja, Erla mín, þú máttir vita fyrst af öllum leynd-
armálið okkar Nönnu, ég veit að þú geymir það vel með
okkur, þangað til við gerum það sjálf opinbert.
— Já, því máttu trúa, ég skal aldrei bregðast ykkur,
mér þykir svo innilega vænt um ykkur bæði!
— Já, ég hefi alltaf vitað, að ég ætti góða systur. Og
nú skulum við fara inní tjaldið og vita hvað morgun-
kaffinu líður hjá Nönnu okkar.
— Já, það skulum við gera.
Síðan rísa þau bæði á fætur og fylgjast að inní tjaldið.
Nanna hefur heyrt samtal systkinanna fyrir utan tjald-
skörina, og hún treystir Erlu eins og góðri systur. Kaff-
ið er tilbúið, þegar systkinin koma inní tjaldið og ljúfan
ilm þess leggur á móti þeim.
— Góðan daginn, Nanna mín, segir Erla og brosir af
meiri innileik til stallsystur sinnar en nokkru sinni áður.
— Góðan daginn, vina mín. Mikið hlýtur þú að vera
orðin þurfandi fyrir hressingu.
— Já, nú langar mig verulega mikið í kaffi.
— Það er nú líka loksins tilbúið hjá mér. Gerið þið
svo vel.
Systkinin taka sér sæti, og Nanna rennir í bollana.
Síðan setzt hún einnig sjálf, og þau drekka öll morgun-
kaffið með mestu ánægju. En á meðan þau sitja að kaffi-
drykkjunni, segir Erla við bróður sinn:
— Hve lengi megum við vera í Þórsmörk að þessu
sinni, Snorri minn?
— Það er nú farið að styttast. Ég lofaði mömmu í
gær að heimsækja hana á sjúkrahúsið í seinni heimsókn-
artímanum í dag, og því má ég ekki bregðast. Við dvelj-
um hér framyfir hádegið, en strax upp úr því verðum
við að kveðja þessa jarðnesku paradís okkar að þessu
sinni.
— Við getum farið í svolitla gönguför fram að hádeg-
inu.
— Já, og það skulum við líka gera og njóta tímans vel.
Þegar þau hafa lokið við að drekka kaffið, leiðast þau
öll burt frá tjaldinu og njóta sumarmorgunsins bjarta
úti á víðáttum óbyggðanna. Hvert spor þeirra er sam-
stillt, og sólskin lífsins í hverju brosi. En stundin er
hraðfleyg og fljót að líða, og fyrr en varir er komið há-
degi.
Þau halda þá heim aftur í tjaldið, og hádegisverður er
snæddur. En strax að því loknu er farangurinn tekinn
saman til heimferðar. Éitla ævintýrahöllin hvíta hverf-
ur úr skógarjaðrinum, og unga fólkið stígur ferðbúið
uppí bifreiðina. Kvödd er Þórsmörk með ljúfsárum
trega, en ógleymanleg endurminningin lifir. Og bifreið-
in rennur af stað í áttina heim til borearinnar.
VII.
Þöglar ástir
Degi er tekið að halla. Snorri ekur heim að húsi for-
eldra sinna og stöðvar bifreiðina við garðshliðið. Magn-
ús lögmaður kemur þegar út og fagnar unga fólkinu
hlýtt og innilega. Feðgarnir hjálpast síðan að því að losa
farangurinn úr bifreiðinni, en stallsysturnar ganga sam-
418 Heima er bezt