Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.11.1965, Blaðsíða 33
Heyrum í fjarska,langt frá strönd um laut og tún — lagið okkar beggja hljóma þá. Þriðja ljóðið er Frostrósir. Haukur Morthens hefur sungið ljóðið á hljómplötu. FROSTRÓSIR Þú komst til að kveðja í gær. Þú kvaddir og allt varð svo hljótt. Á glugganum frostrósin grær. Ég gat ekkert sofið í nótt. Hvert andvarp frá einmana sál, hvert orð, sem var myndað án hljóms, nú greinist í gaddfreðið mál í gervi hins lífvana blóms. Er stormgnýrinn brýzt inn í bæ með brimhljóð frá klettóttri strönd, — en reiðum og rjúkandi sæ hann réttir oft ögrandi hönd. — Ég krýp hér og bæn mína bið, þá bæn, sem í hjartanu er skráð: „Ó, þyrmd’ ’onum, gefð’ ’onum grið! “ Hver gæti mér orð þessi láð. Þá kemur hér síðast: Æskan skemmtir sér. Haukur Morthens hefur sungið þetta ljóð. ÆSKAN SKEMMTIR SÉR Komdu hingað Kalli, komdu Sigga mín, Pétur, Gunnar Palli, Petra, Sigurlín, Auður, Kristín, Anna, Óðinn, Þór og Freyr. Helga, Beta, Hanna, Hermann, Jón og Geir. Nú skulum við syngja saman, syngja og dansa — tralla, lalla, Ialla, lalla. Allir hafa af því gaman, ekki að stanza — ha, ha, ha, ha! Hér er engu illu að leyna, allir mcð hreinan skjöld. Fjöldi meyja, fjöldi sveina fagna stöðugt þessu eina: Dynjandi dansi í kvöld! Bakkus er hér ekki. Allt hans fylgdarlið, ramma reykjarmekki, róstur, drykkjumið forðumst við og flýjum. — Feigðin á þar skjól. — Dugum degi nýjum djörf í morgunsól. En nú skulum við syngja saman, syngja og dansa — tralla, lalla, lalla, lalla. Allir hafa af því gaman, ekki að stanza — ha, ha, ha, ha! Hér er engu illu að leyna, allir með hreinan skjöld. Öllum þeim, sem ennþá bíða og okkar reglum vilja hlýða, bjóðum við á ball í kvöld. Umbeðin ljóð, sem mér hefur ekki tekizt enn að finna, koma vonandi bráðum í leitirnar. Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135. BREFASKIPTI Jóna K. Sigurðardóttir, Hjartarstöðum II, Eiðaþinghá, Suður- Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 17—18 ára. Vna Þ. Steinþórsdóttir, Hjartarstöðum I, Eiðaþinghá, Suður- Múlasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt á aldrinum 15—16 ára. Páll Jólmnnsson, Eirikur Kristjánsson, Birgir Stefánsson, Páll Þórðarson, Benedikt Steingrimsson, Friðbjörn Guðmundsson, Jón Gissurarson, Sigurður Ingþórsson og Bragi Kristinsson, allir í Bændaskólanum að Hólum í Hjaltadal, óska eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Guðrún Katrin Konráðsdóttir, Haukagili.Vatnsdal, Austur-Hún., óskar cftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Ásta M. Sigfiísdóttir, Húnabraut 3, Blönduósi, Austur-Hún., óskar cftir bréfaskiptuin við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—16 ára. Erla Hafliðadóttir, Ögri, Ögurhreppi, Norður-ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinura 24—25 ára. Sigrún Ólafsdóttir og Hildur Ása Benediktsdóttir, báðar á Hér- aðsskólanum á Laugum, Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu, óska eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—18 ára. Ingólfur Friðbjömsson, ísólfsstöðum, Tjörnesi, Suður-Þingeyjar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 26—32 ára. Sigriður Bjömsdóttir, Ytra-Hóli, Austur-Húnavatnssýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 15—16 ára. rratldór Gislason, Grund, Súðavík, Norður-ísafjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—17 ára. .Eskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.