Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 2
Hjálpandi Kendur
Fyrir nokkru las ég í blaði um merkilega starfsemi
ungs fólks í stórborgum Englands. Skipulagðir hópar
þess fara og heimsækja gamalt einstæðingsfólk og ör-
yrkja og hjálpa þeim á ýmsa lund, gera húsin hrein,
laga íbúðir og herbergi, jafnvel mála þau, fara í sendi-
ferðir, taka gamla fólkið út með sér, elda handa því
máltíðir o. s. frv. Hvarvetna voru þessi ungmenni au-
fúsugestir gamla fólksins. Það var ekki einungis, að þau
færðu kærkomna hjálp, heldur var hitt jafnvel enn meira
virði að þau rufu múr einstæðingsskaparins og sýndu
þessum öryrkjum, er þau heimsóttu, að til væri fólk,
sem ekki hafði gleymt þeim, og enn væru þeir þáttur
í þjóðfélaginu. En einstæðingsskapurinn, tilhugsunin um
að vera gleymdur öllum, var jafnvel enn sárara en þótt
skortur væri ýmissa lífsnauðsynja. Heimsóknir ung-
mennanna urðu sem sólargeisli í hinni daglegu skugga-
tilveru.
Enda þótt starfsemi sem þessi, sé ef til vill ekki jafn-
brýn hér á landi og í þéttbýli stórborganna, þá er þörf-
in samt fyrir hendi. Og þörfin er ekki eingöngu þeirra,
sem hjálparinnar þurfa að njóta, hún er ekki síður
þeirra, sem hjálpina veita.
Mikið er nú rætt um óró æskulýðsins, og glapstigu
þá, sem æskan leiðist út á, allt frá venjulegum ærslum
til eiturlyfjanautnar. Það er fásinna að stinga höfðinu
í sandinn gagnvart þessum viðfangsefnum. Hér er eitt-
hvað að, þótt það sé ef til vill minna meðal vor en í
stóru löndunum. Engum hefir tekizt að svara til fulls
spurningunni um hverjar séu orsakir þessa, og ekki ætla
ég mér þá dul að geta það öðrum fremur. Og svo lengi,
sem vér ekki finnum sjúkdómsvaldinn er lækningin tor-
veld. Eitt vildi ég þó benda á, og það er vöntun verk-
efna, sem fullnægi athafnaþrá unglinganna. Þeir sjá að
vísu, að margt mætti betur fara í þjóðfélögunum, en
annað tveggja af rangsnúinni uppreisnarfýsn eða þó
öllu heldur vegna áróðurs óhlutvandra manna, sem hafa
það eitt að markmiði að steypa þjóðfélagi vestrænna
landa í rústir, leitar æskan inn á óheillabrautir uppþota
og skemmdarverka eða fleygir sér í faðm eiturnautn-
anna. Ef ekkert mark er framundan annað en að rífa
niður, þá er ekki á góðu von. í hugum fólksins þróast
andúð og illvilji til alls og allra, og þó einkum þeirra,
sem leitast við að halda uppi lögum og reglu. Um allt
þetta eru dæmin deginum ljósari hvarvetna um heim.
En hvað kemur þetta við hjálparstarfsemi unga fólks-
ins í Bretlandi, mun einhver segja.
Meðal sjálfra vor og um heim allan er þörf marghátt-
aðrar hjálpar og aðstoðar. Mjög er á dagskrá aðstoð við
vanþróuðu löndin, og skal þörf hennar ekld dregin í
efa. En ekki fæ ég varizt þeirri hugsun, að þeir, sem
mest tala og hæst í þeim efnum, ættu einnig að líta sér
nær og rétta hjálpandi hönd í sínu eigin nágrenni, og
skipuleggja það starf. Og vert er að muna, að þótt
þjóðin í heild leggi fram einhvem skerf í fjarlægan
hjálparsjóð, þá verða einstaklingarnir hvorki betri né
þroskaðri af þeim sökum. Vér höfum með því einungis
innt af hendi þjóðfélagsskyldu með almennri skatt-
greiðslu, en ég held fáir vaxi að góðleika eða manndómi,
þótt þeir greiði skatta sína refjalaust. Maðurinn verður
þá fyrst stærri af að hjálpa, ef hjálpinni fylgir nokkur
fórn, þó einkum ef eitthvert persónulegt framlag fylgir
þar með. Mér dylst ekki, að unglingarnir ensku, sem
heimsækja gamla fólkið, auðgast á því andlega, vaxa að
manndómi og þroska, sem þeir vart mundu gera, þótt
þeir legðu nokkra shillinga í samskotasjóð. Þeir hafa í
starfi sínu eignazt markmið til að keppa að, og hin per-
sónulegu kynni af þeim, sem hjálpað er, opna augu
þeirra fyrir mannlegu böli en kenna þeim um leið,
hversu lítið þarf oft til að mýkja sársaukann og bægja
bölinu til hliðar.
En það eru fleiri en gamalmenni, sem þarfnast aðstoð-
ar og persónulegrar hlýju frá umhverfi sínu. Fjöldi
manns í þjóðfélaginu hafa orðið olnbogabörn þess á
einhvern hátt. Sumir frá fæðingu vegna einhverrar
D D
vöntunar, andlegrar eða líkamlegrar, aðrir síðar á ævinni
vegna sjúkdóma, óhappa eða ills umhverfis. Að vísu
hefir tryggingakerfi þjóðfélagsins unnið ómetanlegt
stórvirki til hjálpar þessum olnbogabörnum, svo að heita
má, að þjóðfélagið hafi umskapazt af þeim sökum, en
tryggingar og peningar koma aldrei nema að nokkru
leyti til móts við þörfina. Þar er oft ekkert sem dugir,
nema hin persónulega hjálp, ef á annað borð það er
nokkuð, sem mýkt getur bölið. í þessu sambandi verð-
ur mér hugsað til drykkjusjúklinga. Þótt mikið megi
hjálpa þeim með læknismeðferð, sem raunar er vanrækt
um of í þjóðfélaginu, þá mun samt hin persónulega
hjálp, veitt af samúð og skilningi, verða oft það, sem
úrslitum ræður.
Alltaf er um það rætt að stytta vinnutíma, slíkt er
eðlileg afleiðing vélvæðingar og tækni. En um leið lengj-
ast tómstundirnar og sumum verður áhyggjuefni, hvern-
ig með þær sé farið. Þær eru ætlaðar til blessunar ung-
386 Heima. er bezt