Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 4
PÁLMI EYJÓLFSSON:
Fimmtíu ár á ferðal
um Suéurland
Ei hefur á landi okkar þótt hinn mesti heiður
að því að vera talinn góður ferðamaður, einkum
þó meðan enn var ferðazt fótgangandi eða á
hestum, enda reyndi þá bæði á hugrekki og
forsjálni. — Gömlu ferðamennirnir á íslandi voru og
líka veðurfræðingar og vatnamenn, og lærðu hvort
tveggja af eigin íhygli og arfgengri reynslu.
Allir litu upp til landpóstanna gömlu, enda völdust
í þá sveit einungis vaskir menn og traustir.
Guðlaugur Bjarnason og kona hans, Lára Sigurjónsdóttir, á
yngri árum.
Einn af þessum gömlu landpóstum, hann Guðlaugur
Bjarnason, bóndi að Giljum í Hvolhreppi, er enn við
allgóða heilsu þegar miðað er við áttatíu og eins árs
aldur, og margur yngri má öfunda hann af minninu.
Engan veit ég um, sem öllu lengur hefur ferðazt um
Arness- og Rangárvallasýslur en hann Guðlaug, en
ferðir hans um Suðurland hófust fyrir fimmtíu og
fjórum árum. — Býlið hans Guðlaugs og hennar Láru,
konunnar hans, Giljur, stendur rétt austan við Mos-
hvolsásinn í Hvolhreppi, vinalegur, lítill bustabær með
fríðri fjallasýn.
Guðlaugur Bjarnason er fæddur 11. ágúst 1889, og
kona hans, Lára Sigurjónsdóttir, er fædd 11. maí 1894.
Við settumst sitt hvoru megin við eldhúsborðið á
Giljum, ég og hann Guðlaugur, eina aftanstund í sum-
ar og létum hugann reika til löngu liðinnar tíðar, með-
an klukka landsins gekk enn hægt.
Það færðist hýruglampi í augun á þessum aldna
heiðursmanni þegar ég spurði hann um aðdragandann
að því, að hann réðist til Hans pósts Hannessonar, og
hann hóf frásögn sína lágri, yfirlætislausri röddu:
„Látum okkur nú sjá: — Þá er fyrst til að taka, að
vetrarvertíðina 1913 var ég háseti á skútu, sem hét
Björn Ólafsson frá Reykjavík, og endaði sú skútuvera
með því, að skipið strandaði við Örfirisey í rjóma-
sléttum sjó, en slæmu skyggni vegna snjómuggu. —
Skútunni varð ekki bjargað og upp úr þessu varð ég
atvinnulaus um tíma.
A góðviðrisdegi varð mér gengið upp Skólavörðu-
stiginn og yfir Skólavörðuholtið framhjá skólavörð-
unni, þar sem nú gnæfir Hallgrímsturn við himinn.
Ég tók stefnu á býlið hans Hans pósts, sem stóð þarna
eitt húsa í Holtinu, en nú mun þar standa hús, sem er
nr. 25 við Leifsgötu. Þarna á þessum slóðum var tekið
mikið uppfyllingarefni í Reykjavíkurhöfn, bæði grjót
og möl, og var gengið nærri Hanshúsi eins og það var
nefnt, og stóð það síðast eins og á háum hól. Grjótið
og mölin var flutt á þeirri einu járnbraut sem á íslandi
hefur gengið.
Þegar ég kom í fyrsta skipti til Hans pósts, var hann
að kemba hestum sínum inni í hesthúsi, og stóðu þar
388 Heima er bezt