Heima er bezt - 01.11.1970, Page 11

Heima er bezt - 01.11.1970, Page 11
hreiðri sátu þær báðar, duggöndin og hávellan, og í þvi voru egg beggja tegundanna, en þau eru ólík að lit, lög- un og stærð og því auðgreind í sundur. Dúnninn í há- velluhreiðrunum er litlu lakari en æðardúnn. Næsta eyja, sem við komum í, var hrauneyja. Þar urpu aðallega toppönd (Mergus serrator) og húsönd (Clangula islandica). Báðar þessar tegundir verpa í gjót- um og sprungum, oft svo djúpum, að ekki var unnt að ná til eggjanna. Við sáum, að báðar þessar endur lifðu sams konar félagslífi og duggöndin og hávellan. í topp- andarhreiðri, sem við sáum fuglinn fljúga af, voru fjög- ur egg, sem ekki heyrðu henni til. En munur á eggjum þessara tveggja tegunda er jafnvel meiri en á eggjurn duggandar og hávellu. Hrafnsönd (Oedimia nigra) verp- ir einnig í hrauninu, en ekki er margt af henni, og þar sem hún er mjög stygg komumst við sjaldan nálægt henni. Við fundum hreiður, sem við hugðum að hrafns- önd ætti, og lögðumst í leyni og biðum þess að fuglinn kæmi aftur, en þegar öndin kom skríðandi að hreiðrinu, svo að sem minnst bæri á henni, köstuðum við fuglaneti yfir hana og gjótuna, og festist hún í því. Við höfðum þá staðfest tegundina, svo að við slepptum öndinni en tókum eggin. Netið varð okkur að miklu gagni, enda notuðum við það óspart. í sumum eyjunum verpti fjöldi óðinshana (Phalaropus hyperboreus). Ungarnir, pínu- litlir hnoðrar, eru mjog fallegir. Fullorðnu fuglarnir voru mjög gæfir, svo að við gátum gripið þá í netið líkt og fiðrildi, bæði þegar þeir voru á flögri kringum okkur, og eins þar sem þeir sátu við fætur okkar. Litla gráönd (Anas strepera), stokkönd (Anas boscas) og urtönd (Anas crecca) eru ekki félagslyndir fuglar og verpa hingað og þangað um mýrar og móa, sem fáfarið er um, í grennd við vatnið eða á eyjum, sem fjöldinn sneiðir hjá. í þeirra flokki má telja rauðhöfðaöndina (Anas penelope), sem er meðal sjaldgæfari tegundanna við Mývatn. Af henni fengum við aðeins einn fugl og fundum eitt hreiður. Stundum sáum við einn eða tvo rauðhöfða, en þeir voru ljónstyggir er við nálguðumst þá. Ef til vill á styggð þeirra rætur að rekja til vetrar- dvalar þeirra í Bretlandi. Ókleift er að gera sér í hugar- lund, hve margt er af þeim við Mývatn. Eins og getið var, náðum við aðeins einum fugli og hreiðri, en á nótt- unni heyrðum við hið hvella kvak þeirra við og við gegnum samsöng allra hinna andanna af kvaki og rabbi. Við sáum allmikið af grafönd (Anas acuta), en tor- velt reyndist að finna hreiður þeirra, því að þær verpa í gjótum í hraunum, grónum kjarri og grasi, oft alllangt frá vatninu. En bæði þessar tegundir og nokkrar fleiri geta verið algengari við suður- og vesturströnd vatnsins en að norðanverðu, en þangað gafst okkur ekki tími til að fara. Straumöndin (Histronicus torquatus) heldur sig eingöngu við Laxá og verpir í holum í árbökkunum. Við sáum margt af henni á Vestfjörðum, og hún heldur sig alltaf við straumharðar ár. Gestgjafi okkar var mjög kunnugur fuglunum, en fór þó mjög villur vegar um endur og steggi. Hann sagði okkur, að þar væru fimm tegundir af gráöndum, sem þar kallast: stóra-, meðal-, litla-, langvíu- og rauða gráönd, og átti hann þar við stokkönd, rauðhöfðaönd, urtönd, grafönd og litlu grá- önd. Við vildum ekki samþykkja að kalla litlu gráönd rauðu gráönd, en okkur var sagt, að nafnið væri af því, að steggurinn væri með rauðan haus. Því neituðum við, og spruttu af því endalausar þrætur og útskýringar. Við fengum Ólaf í hð með okkur, en hann var dugandi í kappræðum. Að lokum skar andmælandi okkar umræð- urnar niður með þeirri sjálfumglöðu röksemd, að þar sem hann hefði dvalizt með þessum fuglum alla ævi, hlyti hann að vita meira um þá en við, Aðaldeilan var um, hvort rauðhöfðaönd eða rauðagráönd væri litla grá- önd. Gráandarkollan, sem við höfðum skotið var hart leikin í hita umræðnanna. Bóndinn hélt því fram, að steggurinn væri með rauðan haus, og því trúir hann enn. Sannleikurinn er, að hann hafði sjaldan séð steggi með gráandarkollunum, og hélt því að rauðhöfðastegg- irnir væru makar þeirra. Og þar sem rauðhöfðasteggirn- ir eru með rauðan haus, kallaði hann hinn ímyndaða maka þeirra rauðugráönd. Þar eð þetta er algengur mis- skilningur á þessum slóðum, er gott fyrir fuglafræðinga að vita þetta. Félaga mínum, hr. Fowle, tókst að skjóta litlugráand- arkollu, þar sem hún flaug af eggjunum. Þar með verður það ekki lengur dregið í efa, að hún verpi við Mývatn. Við eyddum nokkrum dögum við Mývatn og í eyjum þess og hólmum, og vorum hinir ánægðustu, þrátt fyrir sífellt ólundarveður, en svo mátti heita, að hríðar- eða slydduél væru á hverjum degi. Aðfaranótt hins 13. júlí var hitinn aðeins 31°F. Auk andategundanna er mesti fjöldi annarra fugla við Mývatn. Flórgoðar voru hvar- vetna á vatninu, og mesti grúi af kríum og stelkum. Ef farið var upp til fjallanna, mátti eiga víst að rekast á íslenzka fálka og margt var um smyrla. Himbrimar flugu fram og aftur yfir vatninu, og alltaf var hægt að skjóta rjúpur og lóur í hæðunum kringum það. Algeng- ustu tegundirnar eru duggönd og hávella, en á eftir þeim koma, nokkurn veginn í þessari röð: húsönd, topp- önd, grafönd, stokkönd, urtönd, straumönd, litlagráönd og rauðhöfðaönd. Við höfðum ætlað okkur að skoða Kröflu og Náma- fjall hinn 11. júlí, en þétt skæðadrífa, sem dansaði fyrir utan gluggann, meðan við sátum að morgunverði, fékk okkur til að hika við þá ferð. Nokkrir gestir komu, og litlu seinna kom Ólafur inn í stofu og sagði okkur að Sprengisandur væri „ekki góður“. Hann sagði okkur, að gestirnir kæmu frá íshóli, sem væri næsti bær norð- an við sandinn. Þeir höfðu sagt honum að bóndinn á íshóli hefði orðið að snúa við, þegar hann hefði reynt að fara suður Sprengisand fyrir skemmstu, vegna fanna og votviðra. Yfir sandinn mundi verða að minnsta kosti þriggja daga ferð, og flytja yrði fóður handa hestunum fyrir þann tíma. Þetta voru ískyggileg tíðindi. En þegar okkur varð hugsað til hvernig tíðarfarið hafði verið síðasta mánuðinn, var það raunar ekki annað en það, sem vænta mátti. En þar sem við vorum ráðnir í að afla okkur fullkominnar vitneskju um, hvernig sakir stæðu, Heima er bezt 395

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.