Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 14
HINRIK A. ÞÓRÐARSON:
PRESTUR I PISLARSTOL
Framhald
Einhvern veginn hefur það náð festu í hugum manna,
að séra X’aldimar hafi litið niður á séra Brynjólf, og
gert grín að honum. Bréf sem til eru og Valdimar
skrifaði sem prófastur um málefni Brynjólfs og ákærur
á hann, afsanna þetta með öllu. Auðséð er á þeim bréf-
um, að þeir hafa verið mjög góðir kunningjar. Pró-
fastur segir Brynjólf gáfaðan og fjölfróðan, góðan ræðu-
mann, sem geri öll prestsverk lýtalaust. Vitað er að þeir
skiptust á ræðum, en það mun hafa verið algengt á þeim
tíma hjá nágrannaprestum, þar sem gott var í milli.
En séra Valdimar var allra manna lagnastur, með við-
ræðum sínum við séra Brynjólf, að ná út úr honum
þeim snjöllu tilsvörum sem hann var frægastur fyrir.
En það var nokkuð sem skáldið kunni vel að meta, og
sparaði ekki að segja frá.
Eitt sinn var séra Valdimar á leið heim til sín frá
Reykjavík. Kom hann þá við á Ólafsvöllum, því leiðin
lá þar ekki fjarri garði. Þetta var á þeim tíma, sem Al-
þingi stóð yfir. Sér Brynjólfur spurði strax frétta og
gekk fast eftir. Segir þá Valdimar með þungum
áhyggjusvip, að sums staðar í útlöndum sé búið að setja
það í lög, að drekkja öllum pokaprestum. Og nú ætli
þeir hér á Alþingi að apa þetta eftir. Liggi fyrir þinginu
frumvarp um þetta efni, og þurfi ekki að efa að það
verði samþykkt.
Brynjólfur varð alvarlegur við þessi tíðindi, en sagði
þó í huggunartón: „Vertu óhræddur séra Valdimar,
þeir taka þig ekki. Þú ert hreint ekkert verri en ég.“
Fyrir kom það, að séra Valdimar messaði á Ólafsvöll-
um, og tók þá stundum til altaris séra Brynjólf og aðra
þá er trúðu, eða þóttust trúa á þann viðurgerning.
Einu sinni þegar Valdimar hafði lokið messu á Ólafs-
völlum, gekk Brynjólfur til hans og spurði með óræðum
svip: „Óaði þér ekki að segja ,Drottinn sé með yður‘
yfir þessum skríl? (Sumir segja: yfir Skeiðamönnum).
Prófasti varð svara fátt og þagði. Þá sagði Brynjólfur,
svo sem eins og við sjálfan sig: „Þögn er sama og sam-
þykki. Jú, honum óar, honum óar.“
Séra Pétur, tvíburabróðir Brynjólfs, var lengi prestur
á Kálfafellsstað í Öræfum. Á vorin tók hann sér stund-
um ferð á hendur til Reykjavíkur. Er það löng leið og
vötn .11 yfir að fara. Á þeim ferðum kom hann við á
Ólafsvöllum, því það var lítið úrleiðis, og dvaldi hann
þar jafnan nokkra daga.
Eitt sinn var Pétur á slíkri ferðareisu og dvaldi þá um
tíma á Ólafsvöllum. Þeim bræðrunum kom þá saman
um það, að nota tækifærið og Pétur messaði í Ólafs-
vallakirkju, meðan hann hefði viðdvöl á staðnum. Boð-
uðu þeir til messu á næsta sunnudegi, en með fremur
litlum fyrirvara.
Laugardaginn næsta á undan lentu svo prestarnir báð-
ir í gleðskap nokkrum, sem stóð langt fram á kvöld.
Hafði Pétur orð á því við bróður sinn, að hann mætti
ekki vera að þessu. Sagðist þurfa að semja ræðu fyrir
morgundaginn. Brynjólfur tók dauft í það og sagði:
„Blessaður góði, hafðu engar áhyggjur. Ég á nóg af
ræðum handa þér.“ Lét Pétur sér það vel líka.
Morguninn eftir kom Brynjólfur með stóran bunka
af ræðum, og lagði á borðið hjá bróður sínum. Tók
séra Pétur efstu ræðuna í bunkanum til flutnings, án
þess að skoða nokkuð innihaldið. Fjöldi fólks kom til
kirkju, því marga rak forvitnin til að sjá og heyra séra
Pétur.
Er svo frá sagt, að þegar prédikun hófst, hafi séra
Brynjólfur ókyrrzt nokkuð í sætinu og hvimað augum
um kirkjuna, svo sem til þess að athuga hvemig fólkið
tæki ræðunni. Sást þar ekkert óvenjulegt og kyrrðist
hann þá aftur.
Eftir messu spurði hann Ólöfu hvernig henni hefði
fallið ræðan. Lét hún vel yfir og taldi mikinn mun á
prestsskap þeirra bræðra. Þá brosti Brynjólfur og sagði:
„Ræðan var nú eftir mig, og það var páskaræða. Og
fyrst að þú tókst ekki eftir því, þá hefur enginn gert
það. En til hvers er að vera að messa yfir svona fólki?“
Aftur messaði séra Pétur á Ólafsvöllum þegar hann
var þar á ferð, og varð ekkert sögulegt við það, nema
Brynjólfur brá ekki venju sinni og spurði Ólöfu hvern-
ig henni hefði fallið ræðan. Ólöf hrósaði séra Pétri og
taldi hann miklu skörulegri og betri prest en Brynjólf.
Varð þá presti að orði: „Ógurlegur kjáni! Sjónin ekki
betri en heyrnin.“ Ætlaði hann að segja eitthvað meira,
en hvarf frá því og gekk hlæjandi burtu.
Ekki er vitað hvað það var, sem Brynjólfur hætti við
að segja. En einhvern veginn barst það út, að af svari
hans til Ólafar mætti ráða, að séra Pétur hefði ekki
messað á Ólafsvöllum daginn þann. Vel mátti það vera,
Framh. á bls. 400
598 Heima er bezt