Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 17
JÓN GUÐMUNDSSON, SKÁLDSSTÖÐUM:
ásö^u
(Framhald)
HOFSSTAÐIR
Með úlfi skjálga kom út maður sá, er Hallur
hét, ættstór og mikilhæfur. Hann bjó á Hofs-
stöðum og reisti þar hof mikið. Sonur hans
hét Rauður og bjó í Rauðsdal á milli Hofs-
staða og Berufjarðar. Sá dalur heitir nú Stekkjadalur og
er á Hofsstaðahálsi, skammt fyrir ofan Hofsstaði, sér
þar glöggt fyrir bæjarstæði, en í þeim Rauðsdal, sem
nú heitir og liggur að norðanverðu inn í Hofsstaðaháls,
er ekkert bæjarstæði og hefur aldrei bær þar verið.
Á milli Kinnarstaða og Hofsstaða er kelda sú er Gull-
kelda heitir. Þar á Gull-Þórir að hafa sökkt kistum
sínum í er hann fann í Valshelli. Keldan er mjög
djúp og hefur aldrei verið kannað hvort gullkistur
Þóris væru á botni hennar eður ei.
Eins og fyrri segir var hof á Hofsstöðum í heiðnum
sið. Á miðöldum var þar reist bænhús frá Staðarkirkju
Hofsstaðir.
og hefur það staðið á hóli þeim í túninu, þar er Bæn-
húshóll heitir.
Það hörmulega slys vildi til á Hofsstöðum 17. júlí
1863, að bóndinn þar, Illugi Björnsson, drukknaði við
að synda hestum í vogi þar skammt frá er Hofstaðavog-
ur heitir. Nánari atvik voru þau, að Illugi ætlaði að
synda hestum sínum út yfir voginn úr nesi því er Kross-
nes heitir. Lagði hann beizli við fjögra vetra hryssu, er
hann átti, grip af úrvalskyni, og ætlaði að ríða henni
á eftir hestunum yfir voginn. Háflæði var og mikið í
voginum. Hafði hryssan ekki þrek til að synda yfir vog-
inn og létu þau þar bæði líf sitt. Illugi var 36 ára er hann
lézt.
Þrettán árum síðar, 6. apríl 1876, drukknaði sonur
hans, Kristmundur að nafni, í brimlendingu á Hjalla-
sandi, hann var háseti Snæbjarnar í Hergilsey og átti þá
heima í Svefneyjum. Maður á bezta aldri.
5. marz 1882 varð úti á Þorskafjarðarheiði Björn
Magnússon sonur Magnúsar Björnssonar bónda á Hofs-
stöðum. Björn var um tvítugt er hann lézt (sjá Múla).
Heirna er bezt 401