Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 18
Foss í Hlíðará.
Jörðin Hofsstaðir voru metnir á 16 hundruð að dýr-
leika. Sumarhagar góðir, kolaskógur nokkur (Garpdals-
kirkja átti um langan aldur skógarítak á Hofsstöðum).
Tún sæmilegt, en engjaheyskapur rýr.
Nú er jörðin metin samkv. fasteignamati 1956—57:
Land á 3.400.00 kr; hús á 1.400.00 kr. Alls á 4.800.00
krónur. Hýsing er léleg, en tún allgott, 6.77 ha, véltækt.
HLÍÐ
I~|r líðar er lítið getið í Þorskfirðingasögu, aðeins
---11 það, að Gull-Þórir hafi haft þar annað bú sitt.
í Landnámu segir, að Ingjaldur Hergilsson,
er bjó í Hergilsey og veitti Gísla Súrssyni,
fyrir hvað gerði Börkur hinn digri af honum eyjarnar,
en hann keypti þá Hlíð í Þorskafirði og bjó þar síðan.
Jörðin Hlíð var metin 24 hundruð að dýrleika, tún
sæmilega gott og útengjaslægjur víðlendar en ei að sama
skapi grasgefnar. Málnytjar voru þar í bezta lagi og úti-
gangur góður á vetrum þá eigi var harðæri.
Skammt fyrir innan túnið í Hlíð er gömul hjáleiga
er hét Hlíðarkot. Það fór í eyði 1784? Hefur þar verið
mun skemmtilegra bæjarstæði en heima í Hlíð.
Munnmæli segja, að einnig hafi verið býli á milli Hlíð-
ar og Laugarlands, á Hlíðahlíð, en á hvaða tíma er nú
eigi vitað.
Þann 28. janúar 1758 varð úti Jón Guðmundsson frá
Hlíð, 18 ára, nánari atvik eru ókunn.
Þann 2. september 1818 fannst rekinn Sveinn Þor-
leifsson. Drukknaði 15. ágúst það ár. Meinast fallinn af
hesti í sjóinn á ferð sinni inn með Þorskafirði, líklega
skammt frá Hlíð.
Árið 1882 lenti ungur maður frá Hlíð í hrakningum
á Þorskafjarðarheiði. Hann hét Daníel Júlíus Jónsson, en
þess er nánar getið í þættinum um Múla.
Á seinasta tug 19. aldar bjó í Hlíð sá maður, er hét
Daníel og var Daníelsson. Það bar svo til eitt sinn síðla
dags, um vetur, að Daníel skrapp fram að Kinnarstöð-
um einhverra erinda. Veður var vont, hríðarkóf og all-
mikill snjór á jörðu. Bar ekkert til tíðinda á leiðinni
fram eftir, en þá er hann hélt heimleiðis var komið nátt-
myrkur og hríðarveður, og það svo dimmt, að þegar
hann var kominn nær miðja vegu á milli Kinnarstaða
og Hofsstaða, treysti hann sér ekki til að rata lengur.
Hafðist hann við um nóttina í Krossnesinu og kól til
skemmda á öðrum fætinum. Gekk hann haltur æ síðan.
Allt frá því að menn sáu anda Gull-Þóris hverfa í
drekalíki inn í fjallið fyrir ofan bæinn í Hlíð, hafa verið
uppi ýmsar sagnir um að hulduverur ættu sér þar
byggðir og bú. Skammt fyrir innan bæinn í Hlíð er á,
er Hlíðará heitir, í henni er tvítugur foss, niður af hon-
um er svokallaður Árdalur, þar er brött brekka, sem
eigi mátti slá, því þá hlutust stór áföll af.
Á 18. öld bjó í Hlíð bóndi er Árni hét. Kona hans
hét Margrét. Er hún gekk með síðasta barn sitt dreymdi
hana að til sín kæmi álfkona, er Jaktþrúður hét, og bæði
hana að láta barnið, það er hún gengi með, bera nafn
sitt. Margrét vildi verða við bón hennar en Árni ekki.
\rar því barnið ekki látið bera heiti álfkonunnar. Segir
þjóðsagan að bæði konan og barnið yrðu skammlíf.
Á meðan Árni þessi bjó í Hlíð er það haft eftir hon-
Framh. á bls. 415
Hlið.
402 Heima er bezt