Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 28

Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 28
I Vonbrigði Hrafnhildar litlu og draumur Stórhýsið glæsilega stendur í miðju hjarta höfuðborg- arinnar umgirt fallegum skrúðgarði. Samherjarnir, Eið- ur og Ingvi, eiga húsið saman og búa þar með fjölskyld- um sínum. Eiður á efri hæð hússins, en Ingvi niðri. Þeir eru báðir kvæntir og eiga sína dótturina hvor, jafngaml- ar. Eiður og Ingvi eru æskuvinir. Sameiginlega eiga þeir stórt iðnfyrirtæki í borginni og starfa báðir að rekstri þess. Er Eiður aðalforstjóri þess, en Ingvi skrifstofu- stjóri. Þeir stofnuðu ungir þetta fyrirtæki sitt, sem stöð- ugt hefir vaxið og þróazt í höndum þeirra. Þeir kvænt- ust báðir um svipað leyti og reistu þá saman stórt og ný- tízkulegt íbúðarhús með öllum tækjum og þægindum nútímans. Konur þeirra beggja voru dætur borgarinnar og líkar um margt, svo þær hafa einnig átt vel saman. Þessar tvær fjölskyldur njóta því ríkulega lystisemda borgar- lífsins við auð off allsnægtir. Litlu dætur þeirra, sem nú eru átta ára að aldri, eru einnig leiksystur. Báðar hafa þær átt mjög svipuð upp- eldisskilyrði og sama umhverfið, en eru annars gerólík börn. Nú er kyrrlátt haustkvöld. Borgin er sem eitt ljóshaf, og yfir henni hvelfist heiðblár himinninn með blikandi norðurljósum og tindrandi stjörnum. Hvílík fegurð! getur nokkur skuggi leynzt í slíkri ljósadýrð? Hrafnhildur litla, dóttir Eiðs forstjóra, er nýháttuð inni í svefnherbergi foreldra sinna og hvílir á skrautsaum- uðum svæfli í fallega barnarúminu sínu. Hár hennar, mikið og ljósgullið, liðast um svæfilinn og myndar eins konar geislabaug umhverfis svipbjart og engilhreint and- lit litlu stúlkunnar, sem er mjög frítt barn. Hrafnhildur litla bíður þess, að móðir hennar lcomi inn til hennar og lesi með henni kvöldversin, áður en hún sofnar. En það hafði mamma lofað að gera, þegar Hrafnhildur fór inn í svefnherbergið rétt áðan. Kvöldversin, sem Hrafhildi eru svo kær, hafði hún lært hjá föðurömmu sinni, sem einnig býr í borginni. En hjá henni dvaldi litla stúlkan eitt sinn mánaðartíma, á meðan foreldrar hennar fóru í skemmtiferð til út- landa. Fallegu kvöldversin hennar ömmu hrifu þá hrein- an og barnslegan huga Hrafnhildar litlu svo djúpt, að síðan hefur hún aldrei sofnað á kvöldin án þess að hafa lesið þau áður. En þá þarf hún alltaf að fá mömmu sína eða pabba til að halda í litlu höndina sína, meðan hún les versin sín, því það hafði amma alltaf gert, og enn vill Hrafnhildur litla hafa þetta þannig. Nú eru foreldrar Hrafnhildar litlu að búa sig í sam- kvæmi úti í bæ, og hefir báðum fjölskyldunum verið boðið þangað. Frú Lísa, móðir Hrafnhildar, hefir feng- ið unglingsstúlku til að annast barnagæzlu bæði fyrir sig og frú Gerði á neðri hæðinni, í fjarveru foreldranna. Hrafnhildur litla er orðin þessu vön og sættir sig við það, enda sofnar hún venjulega strax, er hún hefir lesið kvöldbænirnar sínar, og vaknar ekki aftur fyrr en nýr dagur rís, bjartur og fagur. Og þá eru foreldrar hennar ætíð komin heim, þótt þau hafi farið út að kvöldi dags. kru Lísa hefir klæðzt íburðarmiklum samkvæmiskjól af nýjustu tízku og skreytt háls og arma dýru skarti, sem fellur mjög vel við glæsilegan kjólinn. Andlit henn- ar er snyrt sterkum litum og smyrslum og hárið fagur- lega liðað samkvæmt fullkomnustu tækni nútímans. Hún er stor kona og glæsileg, kát og aðlaðandi í samkvæmis- lífinu, enda vekur hún óskipta athygli fjöldans. Eiður forstjóri hefir einnig lokið við að búast sam- kvæmisfötum, og hjónin eiga aðeins eftir að klæðast yfirhöfnum sínum, áður en þau ganga út til bifreiðar sinnar, er stendur albúin fyrir utan og á að flytja hvort tveggja hjónin til samkvæmisins. En nú minnist frú Lísa þess á síðustu stundu, sem 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.