Heima er bezt - 01.11.1970, Page 31
— Hvað amar að þér, vina mín? spyr hann blíðlega.
— Getur þú ekki sofið?
— Ég er svo hrædd.
— Við hvað ertu hrædd?
— Við það, sem ég sá í stóra, ókunna húsinu áðan.
— Nú, þig hefir þá verið að dreyma einhverja vit-
leysu og orðið hrædd í svefninum.
— Það var engin vitleysa, pabbi. Ég sá þig og mömmu
í ókunna húsinu, og það var svo hræðilegt. Allir svörtu
skuggarnir ætluðu að taka mömmu og líka Gerði á neðri
hæðinni og hitt fólkið, sem sat við borðið, og var að
drekka úr glösum.
— Svona, svona, vina mín. Nú eru mamma og pabbi
komin heim til þín og ekkert að óttast. Nú skaltu sofna
aftur, og ég skal halda í höndina þína á meðan.
— En ég ætla samt að lesa kvöldversin mín, áður en
ég sofna, og biðja Guð og góðu englana hans að vaka
hjá mér, eins og amma gerði, svo að mig dreymi ekki
aftur svona ljótt.
— Já, það skaltu bara gera, vina mín.
Hrafnhildur litla ýtir sænginni til hliðar og réttir
pabba höndina. Hann er alltaf svo góður og skilnings-
ríkur. En þó er eitthvað óviðfelldið í bjarta svipnum
hans núna, sem hún vildi geta þurrkað burtu, hún vonar,
að það verði horfið þaðan á morgun. Síðan hefur hún
lestur á kvöldversunum sínum.
Frú Lísa er byrjuð að afklæðast við hjónarúmið.
Hendur hennar er óstyrkar og fálmandi, þegar hún
leggur frá sér samkvæmisklæðnaðinn, en svo leggst hún
til svefns án þess að yrða á mann sinn eða dóttur. Og
brátt er hún sofnuð þungum svefni.
Hrafnhildur litla hefir lokið bænalestrinum sínum, og
eftir örskamma stund er vitund hennar svifin inn á
björt og fögur draumalönd. Eiður forstjóri sér, að litla
stúlkan hans er sofnuð, og hann leggst þá einnig til
hvíldar, þreyttur eftir óhollar lystisemdir, sem hann
í raun og veru er ekkert sólginn í, en sem háttvís eigin-
maður og félagi verður hann að fylgjast með tízkunni.
Brátt hvílir öll fjölskyldan í djúpum svefni, og allt
er hljótt. En þessi nótt hefir marlcað þau spor í sál
Hrafnhildar litlu, sem aldrei framar mást þaðan....
II
Ólíkar leiksystur
Vordagurinn er bjartur og fagur. Sól skín í heiði, og
jörðin angar af ferskum gróðri. Leiksysturnar, Hrafn-
hildur og Lóa, dóttir hjónanna á neðri hæðinni, eru
tvær saman að leik úti í stórum garði umhverfis heimili
þeirra. Þeim er ætlað þar rúmgott, afgirt svæði til úti-
leikja sinna, og þar eru þær öruggar.
Frúrnar í húsinu, mæður þeirra, eru nýfarnar niður
í borgina í verzlunarerindum, en litlu stúlkurnar höfðu
lofað þeim því, að vera kyrrar heima og leika sér fall-
ega, á meðan þær væru fjarverandi.
Framhald.
BREFASKIPTI
Jóhanna Sigrún Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 19—21 árs.
Elva Thorarensen, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta og stúlkur á aldrnum 15—17 ára.
Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir, Gjögri, Strandasýslu, óskar eftir
bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 14—16 ára.
Ingibjörg Þórarinsdóttir, Straumi, Hróarstungu, N.-Múlasýslu,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—20 ára.
Þorsteinn Steingrimsson, Selá, Skaga (um Sauðárkrók) óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 30—35 ára. Mynd óskast með
fyrsta bréfi.
Helgi Þ. Friðjónsson, Rauðalæk 9, Reykjavík, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Frá bæjum í Reykhólasveit
Framhald af bls. 402 ---------------------------
um, að á hverju hausti kæmi karl einn frá fossinum í
Hlíðará og gengi í kringum hey sín og væri hann frem-
ur svipþungur ef vissi á harðan vetur, en væri hann með
glöðu bragði þá vissi það á góðan vetur, og kvaðst Árni
haga ásetning sínum eftir því.
Margar slíkar sagnir mætti segja frá Hlíð, því flestir
þeir bændur, sem hafa búið þar, telja sig hafa orðið
vara við álfa og huldufólk. Síðasta húsfreyjan í Hlíð,
Kristín Daníelsdóttir, sagði mér, að hún hefði oft séð
huldufólk í Hlíð. Og um yngri son sinn, Guðmund,
sagði hún mér eftirfarandi sögu: Það var að vetrarlagi
eitt sinn í rökkurbyrjun, er Guðmundur var ungur
drengur, að hann var staddur upp hjá fjárhúsum, er
stóðu á hjalla efst í túninu. Er hjalli sá kallaður Traðir
(þaðan er skammt að Hlíðará), sér Guðmundur þá að
til hans kemur maður, sem hann ber engin kennsl á.
Maður þessi kemur svo nálægt honum, að hann hyggst
heilsa honum. Réttir Guðmundur hönd sína að mann-
inum til kveðju, en þá bregður svo kynlega við, að
maðurinn hverfur og sér Guðmundur ekki meira eftir
af honum. Verður honum mjög bilt við og hleypur
sem skjótast til bæjar yfirkominn af hræðsíu og var
lengi að ná sér eftir þennan atburð. Engin skýring
fékkst á þessu atviki.
Jörðin Hlíð er metin samkv. síðasta fasteignamati
1957: Land á 6.800.00 kr.; hús á 5.200.00 kr. Alls á 12.
000.00 krónur. Tún sæmilegt. Hlíð fór í eyði haustið
1959, og má búast við að hún byggist ekld fyrst um
sinn. Framhald.
Heima er bezt 415