Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 9
Rauðgreni frá árunum 1954—55. Seinsprottnara en sitkagrenið, en hefur náð að mynda góða árssprota siðastliðið sumar. Myndirnar tók Guðmundur Gunnarsson á Laugum i júní 1973. mörg broshýr andlit, sem eiga brýnt erindi við ömmu og afa. Það er gleðiríkt að koma inn í stofuna þeirra Unnar og Tryggva í litla steinhúsinu, sem þau byggðu sér ung Þar eru blóm í urtapottum. Þar er fjöldi ágætra bóka, og þar er hljóðfærið góða. í viðræðum getur hvað eina borið á góma, sem varðar hið undursamlega fyrirbrigði, sem nefnt er líf. En mestri undrun veldur að koma upp í skógarreit- inn í brekkunni og sjá þann árangur, sem skógræktar- maðurinn Tryggvi Sigtryggsson hefur náð á nokkrum áratugum. Það er svo lærdómsríkt 'og sannfærandi, að jafnvel hinir vantrúuðu geta ekki annað en öðlast trú á möguleika til ræktunar nytjaskóga á íslandi, fyrir utan töfra þeirrar fegurðar, er við auga blasir. Ólíklegt er, að skáldið, Piet Hein, viti deili á rækt- unarmönnum á íslandi, og fæstir þeirra munu þekkja Ijóð það, sem vitnað var til í upphafi máls. En skap- andi vinna skáldsins og skógræktarmannsins spinna sam- hliða þætti í litríka voð mannlífsins. Hvort tveggja er af hinu góða. Tryggvi Sigtryggsson hefur ekki gróðursett eitt tré, heldur mörg. Þau vaxa og veita óbornu lífi skjól. Hann hefur ekki stigið aðeins eitt skref, heldur mörg, áleiðis hinn endalausa veg. Uppskera hans hefur ekki mettað einn munn, heldur marga. Hlutabréf hans í framtíðinni munu halda áfram að aukast að verðgildi og bæta við sig vöxtum og vaxta- vöxtum. Tryggvi i sitkagrenilundi, trén gróðursett á árunum 1954—55. Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.