Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 24
var á ákvörðunarstað, leizt þeim hins vegar ekki á að
vinna neitt við skipið, þar sem mikill sandur var kom-
inn að því, þótt vel hefði verið gengið frá því árið áður,
og álitu því, að orðið væri of áliðið sumars til þess að
reyna að ná því út, er aðstæður reyndust þannig. Sneru
því aftur án viðstöðu.
Eitthvað yar skipið lekt, því að á hverju vori þurfti
að dæla það svo dögum skipti (með handdælu). Var
það jafnan gert áður en vinna hófst þar að öðru leyti,
og fékk jóhann oftast til þess menn frá Fagurhólsmýri
og Kvískerjum.
Sumarið 1923 var svo gerð lokatilraun til að ná skip-
inu út. Hófu þeir vinnu við skipið þegár um sumarmál.
Var því lyft upp úr sandinum enn að nýju, og fært út
að sjó á dráttarbraut, sem lögð var á sléttan sandinn, og
á þessum stað allfastur í sér og þéttur. Brautin var úr
eik, smurð blautsápu þá er skipið mjakaðist áleiðis. Stál-
bitar höfðu verið boltaðir lóðrétt á skippssíðurnar, tveir
á hvort borð, er námu nærri niður að brautinni hvorum
megin, en þar á milli hafðir eikarklossar. Akkeri voru
sett út í sjó, eins og gert hafði verið fyrsta sumarið,
með vír í skipið, og festur í skipsvinduna (gufuvind-
una). Voru sett á hana handföng eða sveifar og vind-
unni síðan snúið með handafli, (meðan skipið var á
þurru landi) og voru þá nokkrir menn við vindunna.
Þokaðist skipið þannig mjög hægt eftir brautinni, og
aðeins örstuttan spöl á dag; enda ætíð viðhöfð fyllsta
aðgætni. — Þegar nokkuð var liðið á sumar, var það
samt komið vel út að sjó, sem var þó dálítill spölur.
Ekki var búist við, að akkerin ein dyggðu til þess að
hægt væri að draga skipið á flot, eftir að brautinni
sleppti. Varð því að ráði, að fá björgunarskip Vest-
manneyinga Þór, til þess að draga togarann síðasta spöl-
inn. Það var um miðjan ágúst, að undirbúningi var lok-
ið, og allt tilbúið fyrir úrshtatilraun að ná honum út.
Daginn, sem Þór kom, var dálítill brimsúgur við
ströndina, en þó ekki til verulegrar hindrunar, og því
þegar hafizt handa um aðgerðir.
Er Þór fór að draga, þá er leið að háflóði, og skrúfa
togarans að sjálfsögðu einnig látin vinna með, virtist
allt ætla að ganga að óskum. Togarinn færðist úr stað
og skreið áfram, eða réttara sagt aftur á bak, því að
þannig lá hann í f jörunni. Flaut hann út í lón, en hafði
ekki langt farið er varð torfæra í vegi. Hinum megin
lónsins var sandrif eða eyri, sem togarinn komst ekki
yfir, og sat hann þar fastur. Sjaldan er ein báran stök,
og svo varð hér. Því að svo óheppilega vildi og til, að
vír flæktist í skrúfu togarans. Mun það ekki síður hafa
ráðið úrslitum hvernig fór.
Litlu munaði að vísu, að skipið kæmist á flot, en
frekari tilraunir voru áhtnar þýðingarlausar.
Þannig fór um tilraunir þessar, sem svo lengi höfðu
staðið, og gerðar höfðu verið af forsjá og dugnaði, að
strönd úthafsins bar hærra hlut. Jóhann Hansson, sem
verið hafði aðaldriff j öðrin í þessum framkvæmdum og
sjálfur séð um þær, var kunnur dugnaðarmaður og jafn-
framt gætinn og athugull. En fram á þá tíma, og raunar
lengur, mun það hafa verið mjög fátítt að tækist að ná
strönduðum skipum við sandana sunnlenzku, og raunar
ekki áður unnið að því af slíkri þrautseigju og hér
hafði verið gert, þó að ekki bæri árangur.
Fljótlega barst togarinn dálítið upp aftur, og var hann
rifinn að allmiklu leyti um sumarið, svo sem þilfarið,
íbúðarherbergin, timbur úr fiskilestinni, möstrin o. fl.
Ennfremur gufuvélin að talsverðu leyti.
Sumarið eftir sótti Jóhann hið helzta af því, ásamt
verkfærum og nokkru af timbrinu, sem notað hafði verið
við skipið, en annað er eftir var, síðan selt hingað í
sveitina að inestu. — Þá kom og járn úr skipinu að not-
um við smíði sumra rafstöðvanna í sveitinni, en það er
önnur saga.
imimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimmiiiiiiiiiimiimiiiiiiimimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
Helgi Gíslason, Hrappsstöðum:
| Bændahvöt |
Vor bændastofninn sterki
1 nú stattu vörðinn fast.
! Mót ljósi lyftu merki I
þótt löngum blási hvasst.
| Því móðurmoldin kallar
| þú mannshönd vinna skalt
i þér nauðsyn nytjar allar
það náttúran lætur falt.
| Vort merki má ei falla,
I þótt margt sé örðugt nú.
Nei, látum lúður gjalla
vor hfir bjargföst trú
| á framtíð frjálsrar stéttar
sem fólki veitir brauð.
Við verðum þokast þéttar
í þrenging vorri og nauð.
r 5
Og það við byggðum brúna
} til betra skipulags.
Já allt það uppskerst núna
við annir þessa dags.
Og því er vængjuð vonin,
sem vekur gleði og þrótt
vor móðir sérhvern soninn
| seður fæðis gnótt.
204 Heima er bezt