Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 27
um vinn ég afrek í bardaga, en stundum er þátttaka mín gráthlægileg. Mér er enn í fersku minni, þegar ég sá Hörð Hólm- verjakappa í hans síðasta bardaga, er Kjartan Hölluson ginnti hann og aðra Hólmverja í land. Mikið fannst mér Hörður fimur maður, hann stökk hvað eftir annað yfir herfjöturinn, sem óvinir hans umluktu hann með, og litlu munaði að hann slyppi. Ég ætlaði mér að veita honum lið, var stökkvandi um í námunda við bardaga- garpana; en þetta var eins konar prívat stökk hjá mér, því enginn maður var í kringum mig. Ég reyndi hvað ég gat að komast í bardagann, en í hvert skipti sem mér ætlaði að takast það, var mér kippt harkalega til baka. — Sterkur grunur leikur á því, að þar hafi draummaður verið að verki. Að lokum varð ég svo sár og gramur yfir getuleysi mínu, að ég henti mér örmagna niður á jörðina og grét, en þá fannst mér, að bardagamennirnir gerðu hlé á bardaganum og litu stein- hissa á mig. Feginn varð ég þegar ég vaknaði í það skiptið. Ég er búinn að vera svo oft viðstaddur Njálsbrennu, að um tíma fannst mér það vera orðin atvinna mín að horfa á hana. Stundum var ég hætt kominn, en alltaf slapp ég á sama hátt og Kári Sölmundarson, með því að stökkva fram af þekju brennandi bæjarins. Hans há- göfgi virtist þó alls ekki veita mér neina athygli, þótt við svifum þarna hlið við hlið í loftinu; ég var þó hinn vígalegasti, með nakinn brandinn í hendinni og sviðið hár og skegg. Svo var mér farið að leiðast að horfa á þessa sögufrægu brennu, að ég fór að velta því fyrir mér, hvort ekki væri unnt að fjarlægja arfasátuna, sem brennumenn notuðu til íkveikjunnar. Ég þóttist vera sniðugur, þegar ég fékk Sæunni kerlingu í lið með mér til verksins. Þeir, sem lesið hafa Njálssögu vita, að þessi kerling var alltaf að nauða um það, að arfasátuna þyrfti að fjarlægja. Orðlengi ég ekki frásögnina, nema hvað það stóðst rétt á endum, að við Sæunn höfðum komið skrælþurru arfaruslinu í burtu, er brennumenn bar að. Mér fannst ég vera á gægjum í öruggum stað, og það hlakkaði í mér að sjá, hvað Flosi og aðrir brennumenn tækju nú til bragðs. En viti menn, eldurinn kviknaði samt. Eftir þetta steinhætti ég að freista þess að hafa áhrif á gang sögunnar. Ég hef líka verið í fylgd með Agli gamla Skallagríms- syni. Það var svo afskaplega gaman að virða hann fyrir sér, hann var nefnilega svo forljótur, að mér var star- sýnt á hann. Fégræðgi karlsins var líka alveg makalaus. Hann var hreinn meistari í því að gúkna yfir fé, sem hans nánustu var líka ætlað, t. d. fébótunum, sem Aðal- steinn konungur lét honum í té eftir fall Þórólfs bróður hans. Eða andlits-leikfimi karlsins í höllu Aðalsteins! Þar lét hann aðra augabrúnina vera upp í hársrótum en hina niðri á kinn. Draummaður hefur sannfært mig um, að áfengis- vandamál ungmenna eru ekki ný á íslandi, þau byrjuðu með Agli. Skalla-Grímur faðir hans vildi ekki lofa hon- um að fara í boð til Ingvars afa, af því honum fannst strákur alveg nógu fyrirferðarmikill þó hann drykki sig ekki fullan. Egill var þá þriggja ára. Strákur kom þó sínu fram og komst í boðið, og þar orti hann snjallar vísur og líkingaauðugar. Síðan hrakaði skáld- skapargáfunni, og sjö ára orti hann hálf barnalegar vís- ur svo sem „Það mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa fley og fagrar árar, halda á brott með víkingum“. Með aldrinum náði Egill sér þó aftur á strik í skáldskapn- um, og fékk fyllilega þann þroska, sem hann hafði í afa-veizlunni góðu. Draummaður virðist hafa mikla unun af því að ganga fram af mér. Um daginn heyrði ég mikinn músíkmann vestur á fjörðum halda því fram í útvarpinu, að forn- kvæðin hefðu verið sungin þegar þau voru flutt. Nótt- ina eftir var ég kominn í veizlu mikla í kóngsgarði úti í Noregi. Einhver skeggjaður í skrautlegum klæðum var að flytja konungi drápu, og kvæðamaður söng hana við popp-Iag. — Nei, nei, fannst mér ég segja, — þetta er ekki hægt. Hvað á það að þýða að blanda saman poppi og forn- sögum? — O, þetta er nú skylt. — Skylt? — Já, hefurðu aldrei hugleitt það? Fornmenn fluttu út lofsöngva um konunga og frægðarmenn til að afla sér fjár og frama, rétt eins og poppararnir okkar ætla sér með plötuútgáfu sinni. Fornsögur voru upphaflega settar saman fólki til skemmtunar, svo er og með poppið. — Jahá, segi ég. — Mér finnst þó dálítið skrítið að blanda þessu saman. Mér hefur verið kennt, að fornsög- umar séu undirstaða þjóðlegs menntalífs okkar og eini skerfurinn, sem okkur hefur auðnazt að leggja til heims- menningarinnar. Erlend stórskáld eiga. að hafa sótt þangað hugmyndir í beztu verk sín, en mér finnst popp- ið oft gráthlægilegt og jaðrar stundum við hreint buull. — Hefurðu þá áttað þig á því, að poppið er á góðri leið með að vinna sér sess í menningunni? — í menningunni? Ég hef nú bara htið á þetta sem einn þátt skemmtanaiðnaðarins nú á dögum. — Ja, það getur verið. En mjög margt í þessari svo- kölluðu menningu hefur upphaflega átt rætur í skemmt- unaratriðum, svo er um ýmiskonar söngva og dansa, já, svo og fornsögurnar eins og ég sagði áðan. Einn góðan veðmrdag tilheyrir það svo liðinni tíð og er orðinn hluti af þessari margumtöluðu arfleifð. Poppið er ekki ís- lenzkt, en þú mátt ekki horfa fram hjá því, að íslend- ingar hafa alltaf verið opnir fyrir menningarstraumum erlendis frá, fyrst og fremst Norður-Evrópu og Frakk- landi. Riddarasögur, rímur og fleira, sem þjóðlegast er talið, hefur fengið lífsandann frá þessum slóðum. I dag Mllffll RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.