Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 18
HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR, SAUÐÁRKRÓKI: BERNSKUMINNING SÁ atburður sem ég ætla hér að greina frá, stendur mér svo ljóslifandi fyrir hugarsjónum, að hon- um verður ekki auðvelt að gleyma, þótt rúmir 5 tugir ára séu liðnir síðan hann gerðist. Það var vorið 1916. Ég var 13 ára og átti að ljúka barnaskólaprófi, ásamt 6 telpum í hreppnum. Búið var að sækja um biskupsleyfi, svo að ég gæti orðið þeim samferða upp að altarinu á fermingardaginn, og hafði sóknarpresturinn gefið mér hin beztu meðmæli. Faðir minn hafði ávallt kennt okkur börnum sínum í heima- húsum og tel ég að það hafi verið okkur hollur skóli. Bernskuheimili mitt var að vísu fátækt af þessa heims gæðum, en þeim mun ríkara af þeim verðmætum, sem skapast við samhug góðra foreldra og annarra vanda- manna, í umhyggju fyrir uppeldi barnanna. Mitt kærasta yndi var í bernsku, að umgangast dýr- in. Tíkin Fjára og kötturinn Máni voru vinir mínir, kýrnar og kálfarnir í fjósinu, ærnar og hross í haga, lömb á vori, fuglar í mó. Öll áttu þau samúð mína og ekkert var skemmtilegra en annast þau. En nú vík ég aftur að deginum, eða réttara sagt dög- unum, sem gerðu mér þann óleik, að við lá að vonir mínar um próf og fermingu brygðust það vor. Dag nokkum í maí, hafði ég verið mikið úti við með föður mínum, farið upp í fjall til kinda, því senn nálgaðist sauðburður. Um kvöldið var ég eitthvað miður mín og leið ekki vel. Vinkona móður minnar hafði komið í heimsókn, og þegar hún fór fylgdi mamma henni á leið. Þrátt fyrir vanlíðan mína, vildi ég endilega fylgjast með þeim. Var mér leyft það. Veðrið var gott um dag- inn, logn en sólskinslaust. Um kvöldið var svalara, og þegar við komum ofan í brekkuna neðan við túnið, setti að mér ákafan hroll. Konan sá hvað mér leið og bað okkur blessaðar að fara ekki lengra, krakkinn væri far- inn að skjálfa af kulda. Engum hafði ég sagt frá las- leika mínum heima, svo móðir mín var fljót að kveðja konuna og við hröðuðum okkur heim. Þegar þangað kom, var ég drifin í rúmið, dúðuð eins og smábam til varnar skjálftanum. Móðir mín hitaði mjólk, sem ég drakk með hálfgerðri velgju, en þó ætla ég að eitthvað hafi dregið úr hrolhnum. Annars fór mest af henni sömu leið til baka, og líðanin var afleit. Ýmist settist kuldinn að mér, eða óeðlilegur hiti brann í líkama mín- um. Eitthvað mun ég þó hafa blundað um kvöldið, en snemma nætur vaknaði ég við sára verki hægra megin í kviðarholi, samfara ógleði. £g gat engan veginn snúið mér í rúminu vegna þrauta og beinverkja. Engin meðöl voru til á heimilinu nema kamfóra, sem mér var gefin í sykurmola og kransaugnadropar, sem voru aðallega notaðir handa skepnum. Þó mun fólk einstöku sinnum hafa tekið þá inn við magakveisu. Faðir minn aftók að gefa mér þá. Heitir bakstrar voru settir í handklæði og lagðir þar sem sársaukinn var, en ekki veit ég hvort þeir hafa komið að haldi. Hitamæhr var enginn til heima, en morguninn eftir sendi mamma unghng ofan á prestssetrið, sem var skammt frá heimili okkar til að fá hann léðan. Þegar ég hafði verið mæld, sýndi þessi litli og að mér fannst ósjálegi gripur, að ég var með 40 gráðu hita. Nokkur kvíði greip foreldra mína og annað heimilisfólk. Langt var til læknis að sækja, svo taka varð daginn snemma ef leita skyldi á fund hans og biðj- ast ásjár, annað hvort að fá meðöl eða biðja hann að koma frameftir að líta á sjúkhnginn. Ég ein var róleg og hafði ekki hugsun á, að hér væri hætta á ferðum. Annars mókti ég þegar þrautirnar voru þolanlegar. En nokkru síðar gerði ég mér það ljóst, að þetta var í fyrsta og síðasta sinn, sem ég hef staðið andspænis dauð- anum. Meðan á veikindunum stóð, hvarflaði það aldrei að mér. Dauðinn var mér fjarlægt hugtak, sem að vísu allir yrðu að mæta um síðir, en þó ekki fyrr en á gam- alsaldri þegar allar björtustu vonir manns hefðu rætst. Bernskunni virðast tíðum allar leiðir færar, svo innan við fermingu er hún farin að gera því skóna á hvaða mið framtíðin muni bera hana. Og ég sem var ákveðin að yrkja ljóð eins og Jónas og Þorsteinn, sem ég kunni næstum reiprennandi spjaldanna á milli. Því skyldi ég ekki geta það? Faðir minn var ágætur hagyrðingur og ekki var loku fyrir skotið að mamma gæti ort vísu líka, að minnsta kosti las hún kvæði með okkur börnunum og var furðu fljót að lesa í máhð, ef okkur brast minni á einni og einni hendingu. Ekkert varð af læknisvitjun þennan fyrsta legudag minn, og mun það hafa verið að fyrimælum sjálfrar mín. Ég man hve ég þrábað pabba að fara ekkx burtu — mér myndi batna. En hitinn var sá sami og verkirnir létu ekki staðar numið. Ég gat því sáralítið nærst, því ógleðin sagði til sín ef matur var framborinn. Hafra- seyði með rjóma útí varð mér heilladrýgst. Daginn eftir kom ljósmóðirin í heimsókn. Hún var mikill vinur foreldra minna og þar að auki kunni hún ýms ráð við sjúkdómum, sem komu einatt að góðu haldi, væru þeir ekki lífshættulegir. Mun það hafa verið hennar ráð að gefa mér hafraseyðið og rjómann fyrstu vikuna sem ég lá. Hún bauðst einnig til að láta 198 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.