Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 16
inum, ef ég man rétt. Þaðan sást líka vel að Borðeyri,
handan við fjörðinn, í norðvestri. En bezt sáust þó
mennirnir á ísnum, öðru hverju, þar skammt fram-
undan.
Mundi bróðir spurðist þarna fyrir um helztu leiðar-
merki að Lækjamóti og minnir mig, að honum væri
sagt, að einhverjar vörður ættu að vera yfir einhvern
háls, sem yrði að fara yfir, að Víðidalstungu og Lækja-
móti, en yfir þennan háls væri fremur villugjarnt í
dimmviðri. Annað man ég þó betur, og það var um
Miðfjarðarána. Hún myndi nú vera undir ís og snjó,
en þó væru sennilega í hana nokkrir álar og göt, þar sem
straumsveipar væru mestir. Annars væri það allt of
mikil áhætta að fara yfir ána, í svona veðri, nema þá í
fylgd með kunnugum. Með þetta vinsamlega veganesti
lögðum við af stað. Mér flaug í hug, að ef til vill væri
þessi Miðfjarðará eitthvað í líkingu við Jöklu gömlu
heima, nema hvað hún hlyti að vera miklu minni og
lygnari. Hitt vissi ég, að hver sem lenti í Jökulsá, niður
um ís, þyrfti ekki að kemba hærurnar. Ég hafði oftar
en einu sinni heyrt frá því sagt, að hestar hefðu lent út
á veikan ís, sem brotnað hafði undan þeim, á Jökulsá
á Fjöllum, við svonefndar Norðmelseyrar, og þeir
'hefðu óðara sogast undir skörina og horfið á næsta
augnabliki. Eftir það var sú mynd óafmáanleg í hug
mínum af hestunum, sem með útflenntar nasir blésu
vatninu í freyðandi skúm um leið og straumurinn hreif
þá með heljarafli, og þeir hurfu til heimkynna dauðans.
I hvert sinn, er ég minntist slíkra slysfara, fór um mig
einhver beygur við þetta kalda og skollitaða jökulvatn,
í hvert sinn, sem ég þurfti að fara yfir Jökulsá. En
hvað var þó að horfa á hesta hverfa undir ísinn hjá
því sem menn? Það var áreiðanlega hyggilegra að fara
varlega. Og ég sá, að félli maður niður um snjóhuldu
eða veikan ís, þar sem straumur væri að ráði, þá var úti-
lokað að komast upp í sama gatið aftur. Þá var sennilega
öllu lokið. Og mér fannst hríðarstrokan, sem þaut fram-
hjá, hvæsa hlakkandi í eyru mér: „Ja-ha-há, já,“--------
Svo kom að því, að við Mundi bróðir þóttumst vera
komnir á grunsamlegan sléttan snjó, þar sem ekki sást
á dökkan díl. Verið gat, að þarna rynni Miðfjarðaráin.
Versta meinið var, að nú rak á ofsabyl með hríðinni,
svo við sáum naumast ofan fyrir fæturna á okkur, þar
sem líka var á móti að sækja. Jú. Þarna var svell. Senni-
lega var áin ekki langt undan. Og nú hægðum við á
okkur. Ég gekk tvo til þrjá faðma á eftir Munda bróð-
ur. Skyndilega lækkar undir fæti og sökkvum við djúpt
í snjódyngjuna. Hér mun farvegurinn vera. Við sóp-
um snjónum frá með fótunum, og Mundi bróðir finn-
ur, að undir er sandeyri en ekki svell. Að líkindum renn-
ur áin hér úálum og getur því verið talsverð vegalengd
yfir hana. Mundi bróðir kannar með stafnum og nú
snardýpkar snjórinn. Hann segir, að hér muni vera
svell undir, en svo stanzar hann skyndilega. Þá glórir
talsvert og ég sé í eitthvað dökkt framan við hann,
niðri í djúpri kvos. Það skyldi þó aldrei vera vatn? Jú,
jú. Hann stingur prikinu niður, skammt frá því, þétt-
ingsfast. Það flýgur niður. Engin mótstaða. Og þarna
sprakk snjóstykki. Það lækkar og hverfur í svelginn.
Nú lýst mér á. Mundi bróðir færir sig til baka, rekur
stafinn þar niður og finnur svell, en rúmlega alin fram-
ar, rekur hann í gegn um það og kannar dýpið, án þess
að finna botn. „Færðu þig frá, ég ætla að athuga þetta
betur,“ segir Mundi. Hann krýpur niður og kannar
þetta betur. Prikið hverfur næstum alveg, en nú sé ég,
að hann kennir botns. Samt er þarna óstætt, eða sem
næst því, en enginn straumur í líkingu við hana Jöklu
heima. Nógu hvimleitt gat þó verið að lenda þarna nið-
ur, sérstaklega ef einn maður var þama á ferð. Sú för
myndi að líkindum ekki verða lengri.
Við sveigðum suður fyrir þetta og þar reyndi Mundi
bróðir fyrir sér í nokkrum stöðum. I einum stað virt-
ist honum álitlegt að reyna og þar skriðum við yfir á
þykkum snjóskafli. Báðum megin við okkur blánaði
fyrir krapi, í Iægðum, en undir því virtist þó talsvert
traust svell. Skömmu síðar komum við á eyri eða bakka,
sem bar nokkuð hærra. Ekkert grasstrá var þó sýnilegt,
svo líklega var ekki allt búið enn. En rétt á eftir sáum
við nokkur puntstrá, uppi á barði, sem stóð upp úr
snjónum, og rétt á eftir loðvíðikvisti. Að líkindum var
Miðfjarðará að baki okkar. Það var auðveldara en við
hugðum að komast yfir hana. Það var nú mikill léttir.
En nú virtist snjókoman hafa aukizt stórlega. Annars
tók ég ekkert eftir því, á meðan við vorum að paufast
yfir ána. Nú var þessi hálsskratti eftir, austur að Víði-
dalsánni, sem var víst oftast auð. Yfir hana þurftum
við víst að fara til að komast að Lækjamóti.
Mundi bróðir gekk alltaf á undan og var veðrið að
mestu í fangið, því við stefndum í norðaustur. Einhver
vörðubrot urðu þama á leið okkar, ef ég man rétt. Og
þar sem þau höfðu samliggjandi stefnu, þá hafði Mundi
bróðir smðning af þeim, þótt ekki glórði í þau, nema
með höppum og glöppum. Ég beitti skallanum, og gekk
fast á eftir honum. Þannig römbuðum við óratíma, að
mér fannst.
í hvað grillir nú þarna örskammt frá okkur, veður-
megin? Fjárhús svona skrítin í laginu? Það var nú betra.
Og ég bar hönd fyrir augu. Ha! Ég get ekki betur séð,
en að það sé undarlega stór gluggi á suðurstafni og hús-
in svona mjó. Eða, — hvaða stautur er þarna upp úr
þekjunni? Rör! Guði sé lof. Þetta er náttúrlega sælu-
hús á hálsskrattanum. Enginn hafði þó minnst á það.
„Ég sé ekki betur en þetta sé mannabústaður,“ segir
Mundi bróðir, svo hátt að ég heyri. Þetta datt mér ekki
í hug. Sjálfsagt verður hyggilegast fyrir okkur að setj-
ast hér að í svona veðri.
Við gengum að suðurstafni hússins og svo norður
með því að austan. Ég tók eftir því, að veggir, sem voru
úr torfi, voru mjög vel hlaðnir. Þegar kom norður fyrir
stafn þess, birtist langur veggur til vesturs, á viðbygg-
ingu, nokkru lægri, og þar á voru dyr, sem stormurinn
mæddi á. Og ekki leyndi sér á snjóskaflinum utan við,
að nýlega hafði verið gengið um þær. Mundi bróðir
ákveður því að berja þrjú högg, vel úti látin, á dymar.
196 Heima er bezt