Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 36
21. „Hver ert þú?“ — „Ben Gunn, — vesæll sjómaður, sem flakk-
að hefur um þessa eyju í þrjú ár.“ Ég skilcli þegar, að honum
hafði verið hegnt með því að setja hann á land á eyðilegum stað,
og því lengur, sem ég horfði á hann, féll hann mér betur í geð.
Hann spurði um nafn mitt. „Jim Hawkins“. — „Jim, vertu glaður
yfir því, að þú fannst mig fyrstur manna. Ég hef fundið fjár-
sjóð, sem getur gert okkur alla að ríkum mönnum — en það er
vonandi ekki skipið hans Flints, sem þú komst með?“ — „Nei,
Flint er löngu dauður!" — Meðan við töluðum heyrðist skyndi-
lega fallbyssuskot og skömmu síðar skot úr handvopnum. Ég
hljóp í spretti niður að akkerisstaðnum og Ben Gunn elti mig.
Það sem skeð hafði var þetta. Mennirnir um borð í skipinu höfðu
orðið ásáttir um að hefjast handa, og Livesey læknir, ásamt ein-
um þjóna Trelawnys, Hunter að nafni, ákváðu að róa í land og
hernema bjálkahúsið, sem samkvæmt teikningunni átti að vera á
eynni. Hann lenti góðan spöl frá bátunum tveimur, en gat ekki
komið í veg fyrir, að verðirnir við bátana sáu hann lenda. Og
með hlaðnar skammbyssur sté læknirinn á land.
22. Bjálkahúsið virtist vera ágætt virki umlukið stauragirðingu.
Þaðan var hægt að skjóta frá öllum hliðum, og lítil uppspretta
sá fyrir nægilegu vatni. Fáir menn gætu varist þarna her manns,
ef þeir hefðu næg skotfæri og matarbirgðir. — Meðan læknirinn
gerði athuganir sínar, kvað við hræðsluópið, sem Jim hafði
heyrt. Hann tók á sprett niður að bátnum, sem þeir Hunter
reru svo út að skipinu. Þar höfðu menn einnig heyrt ópið, og
allir voru hræddir um, að nú hefðu glæpamennirnir drepið Jim.
í snatri var ákveðið að fylla bátinn skotfærum, matvælum og
öðru sem þurfa þótti og sem báturinn gæti borið. Meðan á þessu
stóð, hélt Smollet skipstjóri sex uppreisnarmönnum í skefjum
með hlöðnum skammbyssum, til þess að þeir gætu ekki varað þá
við, sem í landi voru. Þegar léttbátuirinn hafði verið fermdur,
reru Livesy læknir, Hunter og Joyce bátnum í land. En nú stökk
einn af varðmönnunum við uppreisnarbátana á land og hljóp
til skógar.