Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 29
fj _ (y r l b ! mSk& BMGURLAGA^ áttiwtbut W W*w: „Dísa í Strandasýslu“ hefur skrifað þættinum tvö bréf og beðið um texta, sem sungnir hafa verið nýlega inn á hljómplötur. Ég hefði feginn viljað verða hið fyrsta við óskum „Dísu“ (eins og reyndar annarra), en hér er við vandkvæði að etja. Hljómplötuútgefendur hafa oftast einkarétt á textunum, a. m. k. fyrst í stað, á meðan þeir vonast eftir sölu á plötunni. Þeir vilja því ógjarna fram- selja þann rétt. Það getur því orðið nokkur bið á því, að fá þannig tilkomna texta til birtingar, og hætt er við, að þá verði lagið gleymt og tröllum gefið. — Um textann Við gefumst aldrei upp þótt rnóti blási er það aftur að segja, að hann birtist í nóvemberblaði HEB 1970 og þar áður í nóvemberblaðinu 1960, svo að segja má, að þessi texti sé nokkuð vel geymdur í þessu blaði. En þrátt fyrir þetta bið ég „Dísu“ að hafa biðlund, menn eru dyntóttir eins og veðrið, hljómplötuútgefendur líka, og það getur stytt upp. Þegar ég er að setja saman þennan þátt, hefur hlýnað í veðri eftir kuldakastið að undanförnu, og ég er að vona að blessað vorið sé nú loksins komið fyrir alvöru, alhr tala um einhverja völvu, sem því hafi spáð og ég óska að sú spá rætist. Mér finnst því alveg tilvalið að hafa uppi örlitla vorstemningu í þessum þætti. Og fyrsti text- inn er gamalkunnur, sunginn við rúmbulag. Ég veit ekki nafn höfundar, honum hefur bara þóknast að setja lítið „r“ undir smíði sína. Textinn varð geysivinsæll á sínum tíma. Ó, VOR Ó, vor, ó, vor, ó, vor, kom fljótt til mín, því faðmlög þín ég alein þrái. Ó, vor, ó, vor, ó, vor, þú ljósa nótt, þú ljúfi blær og særinn blái! Ó, færðu mér hann á ný, sem hugurinn ann, já, heillaðu skip hans, ó, þú gefur mér hann! Þú veizt hversu kossinn hans á vörum mér brann, er vatt hann upp segl og lagði’ á haf. Ó, vor, ó, vor, ó, vor, nú bið ég hljótt um bjarta nótt í bliki þínu. Ó, vor, ó, vor, ó, vor, ber skip hans heim á höndum tveim að hjarta mínu. Texti, sem Ragnheiður Bergmundsdóttir bað um á sínum tíma, hefur bögglast talsvert fyrir mér. Ragn- heiður telur niðurlagið vera svona: Heim, heim, ég þrái heim; mín eina ósk er löngum alltaf þessi: heim. — % hef komizt yfir töluvert safn gamalla og vinsælla texta, en ekki hef ég rekist á þennan þar. Þrautalendingin er því sú að leita hjálpar lesenda. Kannast einhver þeirra við þetta? Á meðan beðið er, getum við sungið annan texta um heimþrána. Hann var eitt sinn danslag kvölds- ins í útvarpinu, sem þá hét bara útvarp, en nú hljóð- varp. Textahöfundur er S. A. B. HEIMÞRÁ Meðan sólir sitra silfri, og bárur glitra, leitar minn hugur heim. Meðan húmið hljóða hjúpar jarðargróða leitar minn hugur heim. Heim, þangað, sem hljómgrunn líf mitt á. Heima þar ég elska sérhvert strá. Hvar sem leiðin liggur, ljúfur, glaður, hryggur, leitar minn hugur heim. Revíusöngvar þykja alltaf skemmtilegir. Næsti texti er úr revíunni Halló Ameríka og þykir smellinn. Nafn- laus verður sá sem um hann bað. GÚSTI í HRUNA Hann Gústi í Hruna með harmóníkuna, hann var sem funi sá sveinn. Hann spilaði valsa með spriklandi galsa og í splæs var hann alls ekki seinn. Og enga ég veit um þar vestur í sveitum, sem vildi h’onum neita um dans. Þær unnu h’onum einum þó oft væri í meinum og læddust í leynum til hans. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást. Klammaríi hann kom af stað hvar sem hægt var að upprífa það. Það var karl, sem kunni að kyssa, drekka og slást. Enda ságði hann það oft: það er ánægjan mín ástir, slagsmál og vín. Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.