Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 10
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Ferb abók Eggerts og Bjarna 7 ueggja alda minning NIÐURLAG Þegar kemur að hinni eiginlegu jarðfræði og skýr- ingum á myndun landsins, verður margt að vonum harðla ónákvæmt og úrelt samkvæmt nútímaþekkingu, enda var jarðfræðin þá mjög í bernsku, og einkum skorti mjög á, að menn gerðu sér grein fyrir eðli eld- gosa eða raunverulegum mun á gosbergi og molabergi. Að þeirra tíma hætti kallar Eggert eldgosin jarðelda og telur að eldur sá brenni bergið, en ekki að hraun- straumar falli fram og storkni síðar. Fjöllum skiptir hann eftir myndun þeirra í regluleg og óregluleg fjöll, eru basaltfjöllin hin fyrrnefndu en móbergs- og líparít- fjöll óregluleg. Er þetta í raun réttri góð skipting, eins og þá var háttað þekkingu manna á fjöllum og bergi. Þeir lýsa fyrstir manna grágrýtinu í nágrenni Reykja- víkur og sýna fram á að þar sé um gosberg að ræða, sem þeir að vísu kalla brunninn sandstein. Líparít telja þeir til orðið við áhrif sjóðandi vatns, líkt og hvera- hrúðtur. Og í lýsingum Eggerts á Baulu kemur fram merkileg skoðun, hann telur hana eins og önnur líparít- fjöll vera orðna til úr einskonar hveragrjóti og líkir myndun hennar við hrúðurhóla þá er verða til um- hverfis hveri nú á dögum, og bætir við, að það sem vér sjáum gerast nú, muni hafa gerzt áður þótt í stórfelld- ari stíl væri. Kemur þar fram það sem síðar varð grund- vallarskoðun í jarðfræðinni. Margt fundu þeir nýtt, en merkast var þó fundur steingervinganna hjá Brjánslæk, sem nú er lýst í fyrsta sinn. Sýndu þeir fram á að þeir væru leifar stórskóga, sem hér hefðu vaxið. Surtarbrand könnuðu þeir víða og lýsa honum. Þá sönnuðu þeir, að sjór hefði fyrrum staðið miklu hærra en nú, með skeljaleifum, er fundust hatt yfir núverandi sjávarmáli. m. a. á Tjömesi. Leiddu þeir fyrstir athygli manna að þeim merkisstað. Þá lýstu þeir einnig fjömmó, og sýndu fram á, að hann hefði orðið til þegar landið var hærra en nú, og sjór þá geng- ið á það eftir að mórinn myndaðist. Þannig er margt á jarðfræðiathugunum þeirra að græða, þótt jarðfræðin megi teljast veikasti þáttur bókarinnar af náttúrufræði hennar. Eins og fyrr var getið þekktu þeir ekki hreyf- ingar jökla, né höfðu hugmynd um, að þeir hefðu hulið landið fyrr. Verður því dálítið hjákátleg skýring þeirra á Grettistökunum á Þingmanna- og Trékyllis- heiði. Þeim er vitanlega fullljóst, að sögnin um það, að Grettir einn hefði bifað þeim og lyft, er fjarstæða, en til þess að fá einhverja skýringu þess, að þau standa á öðrum steinum, telja þeir trúlegast, að fornmenn hafi safnast saman margir og lyft björgunum sér til skemmt- unar, svo að seinni tíma menn mættu halda, að forfeður þeirra hefðu verið stærri og sterkari en þeir sjálfir. Margt er um gróður í Ferðabókinni, en minna þó en mátt hefði vænta, enda talið, að Eggert hafi ætlað sér að skrifa sérstakt rit um það efni. Getið er þar rúmlega 150 plöntutegunda, æðri og lægri, en þeir söfnuðu all- miklu fleiri tegundum. Þess skal hér getið, að plöntu- skrá sú, sem er aftan við Ferðabókina er eftir danskan grasafræðing, König að nafni, sem ferðaðist hér og safnaði plöntum 1765. Plöntuheiti Ferðabókarinnar eru flest eftir Linné, mörgum hinna sjaldgæfari plantna er lýst að nokkru, og þar fylgt lýsingarformi Linnés. Víða er getið fundarstaða sjaldgæfra plantna, og hafa þær upplýsingar reynzt furðu réttar. Og ekki mundi ég treysta mér til að bera fullar brigður á frásögn þeirra um fundarstaði, enda þótt plantan hafi ekki fundizt síðar á þeim stað. Má í því sambandi nefna sandlæðing- inn, smávaxna fitjaplöntu, er vex vestur á Mýrum. Þeir fundu hann í Leirárey. Nú er planta þessi torfundin, ef hún er ekki í blómi, og fann enginn hana á þeim stað fram að síðustu aldamótum, og því tók Stefán Stefáns- son hana ekki upp í fyrstu útgáfu Flóru íslands. En nokkru síðar hitti dr. Helgi Jónsson hana á þessum stað, og yarð þá ekki lengur efast um, að sögn þeirra félaga var rétt. Mætti ef til vill svo fara víðar. Rækilega er gerð grein fyrir öllu, er snertir not einstakra teg- unda, hvort heldur var til manneldis, lækninga eða lit- unar. Ýmislegt er þar um skóga, og rækilega er skýrt frá tilraunum þeim í garðyrkju og akuryrkju, sem þá voru nýlega hafnar, og leitað skýringa á hversvegna til- raunir hefðu misheppnast. Allvíða er getið um blómg- unar- og fræþroskunartíma plantna. Dýraríki landsins eru gerð góð skil, og að öllu sam- töldu mun sá þáttur náttújrufræðinnar vera fyllstur og standast bezt tímans tönn. Þar er lýst nær öllum teg- undum sela og hvala, sem við landið eru, auk hinna fáu landspendýra. Getið er um 60 fuglategunda og 43 fiska- 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.