Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 15
í huganum var ég stxax þotinn.út á ísinn, þar sem þeir
voru ef til vill að togast á við einn stóran? Ekki skyldi
standa á mér að toga í helið með þeim. Og allt í einu
hvítmataði fyrir þessum stóra kjafti niðri í vökinni, svo
mér þótti nóg um tennurnar. Nú var það aftur að verða
spennandi. Þetta er voða dreki stór og eftir því sterkur.
Hann ætlar að draga kaðalinn úr lúkunum á okkur. Ha!
Stofudyrnar opnast og nú heyri ég hver kemur inn.
Með óvenju skjótum og liðlegum handtökum fer frúin
að leggja á borðið. Það leynir sér ekki skerpan, myndar-
skapurinn og öryggið. Þessum störfum er hún sýnilega
vön, enda koma hér áreiðanlega margir og sumir verr
leiknir en við, þó ekki sé af hákarlaveiðum. Þegar ég
svo uppgötva að súrsaður hvalur er á einum diskinum —
eða ekki sé ég betur — fór munnvatnið að segja til sín.
Og það ruddist fram með svipuðum krafti og skrúfað
hefði verið frá vatnshana niður við Lækjargötu. Á sömu
stundu voru allar hugleiðingar um þorska og hákarla-
veiðar farnar til fjandans. Sæti þeirra tóku nú eignar-
námi þær systurnar tvær: ílöngun og eigingirni. Og
faðir þeirra — sulturinn — eggjaði þær lögeggjan að láta
nú hendur standa fram úr ermum. I þessu tilfelli var það
samt hreinasti óþarfi, enda var þá mamma gamla lystin
komin til skjalanna og mælti með talsverðu þjósti:
„O-o-o, sei, sei. Það er víst hreinn óþarfi að eggja þær.
Þær væru þá heldur ekki dætur þínar.“
Allt þetta og ýmislegt fleira þaut um hug minn, bæði
í svefni og vöku, þar sem ég þurfti ekkert annað að gera
en glápa og bíða eftir hinu langþráða augnabliki, sem
bráðum skaut upp brosandi snjáídrinu. Þó var eitt, sem
þær systurnar voru ekki vel ánægðar með. Það var að
hafa húsbóndann sjálfan fyrir áhorfanda. Það sáu þær
um leið og lausu diskarnir komu á borðið. Og þó var
það léttbært hjá öðru meira, eins og t. d. að sýna nekt
sína framan við nefið á, — ja — við getum sagt presti
eða sýslumanni. Það myndi alveg eyðileggja hina lang-
þráðu kvöldmáltíð.
Nú er stundin að renna upp. Allt er tilbúið. „Gjörið
þið svo vel,“ segir frúin. Ég þakka henni fyrir af hóg-
værð og innileik um leið og ég rís á fætur. Það var svo
sem ekki neinn hörgull á kurteisinni, kominn beint úr
höfuðborginni. Samt langaði mig til að taka „startið“
svona hér um bil eins og Finnbjörn og þeir Clausens-
bræður gerðu síðar meir. En — þá skeði nokkuð, sem ég
hef aldrei komizt í kynni við. Ég gat alls ekki rétt úr
mér. Bæði hnén og þó sérstaklega mjaðmirnar neituðu
að hlýða fyrirskipuninni. Þar virtist ekkert lát á nema
að vissu marki, hvernig sem ég rykkti og hnykkti til
rassinum. Þetta stóð þó ekki lengi, til allrar blessunar.
En fyrstu sporin vantaði þó ekki nema spönn á tærnar
til að ég væri líkastur tvöföldu vaffi, sem væri að steyp-
ast yfir sig. En það sem átti mestan þátt í því að úr þessu
rættist, var frúin sjálf. Hún hafði numið staðar á gólf-
inu og tók bersýnilega eftir þessu. Mildin, sem brá fyrir
í augum hennar er hún leit til mín, var m é r — í öllu
falli — næg sönnun þess að hún skildi hvað þarna hafði
gerzt. Án efa þekkti hún slík fyrirbæri áður og þá senni-
legast hjá þeim, sem komið höfðu vfir langa heiðarvegi
í ófærð. Ef til vill hafði hún líka sjálf kynnzt því?
Þegar við höfðum setzt við borðið hvarf hún út úr
stofunni. iVlér létti stórlega, því ekki gat ég séð að
Mundi bróðir eða Gunnar tækju nokkuð eftir tvöfalda
vaffinu. Hvort tveggja var, að þeir voru með allan hug-
ann við umræðuefnin er skutu upp kollinum eins
skyndilega og vöðuselir í kjórugöngu. Svo sé ég heldur
ekki betur en þeir renndu hýru auga til réttanna, sem á
borðið komu, alveg eins og ég. En — eitt er víst. Aldrei
á ævi minni hef ég komizt í eins náin kynni við það,
sem við nefnum h a r ð-sperrur og í stofunni á Grænu-
mýrartungu þetta kvöld. Og það er sú rammstaðasta
meri, sem ég hef kynnzt um dagana.
5. KAFLI
Morguninn eftir er kominn norðaustan strekkingur
með talsverðu hríðarfjúki. Það sést lítið út á fjörðinn.
Um nóttina hefur loftvog fallið ískyggilega mikið. Það
er útlit fyrir að veður versni með deginum. Þennan
dag hafði Mundi bróðir þó ákveðið að komast helzt að
Lækjamóti. Þar bjó einn vinur hans, sem hann hafði
miklar mætur á. Það var Jakob H. Líndal, sem verið
hafði aðal leiðbeinandi á námskeiði, sem haldið var í
Gróðrarstöðinni á Akureyri, að vorlagi, fyrir nokkrum
árum, en þar var Mundi bróðir einn af nemendunum.
Frá Grænumýrartungu að Lækjamóti var víst tals-
verð dagleið, eða allt að 40 km. Við fórum því snemma
af stað, ánægðir og endurnærðir frá þeim blessuðu hjón-
um, sem þar bjuggu og orðin voru okkur svo kær, eftir
þessi stuttu kynni.
Þegar við gengum út með Hrútafirðínum að austan,
man ég glöggt, að við sáum annað slagið nokkra menn,
sem voru á stjái á ísnum, norður á firðinum og stund-
um hlupu þeir saman í hóp. Þá ímyndaði ég mér, að nú
hefði einhver hrotti tekið hraustlega á móti. Þetta sá
ég þó lakar en ég vildi, því hríðin fór vaxandi og vind-
ur einnig af norðaustri. Það var eitthvað annað en vet-
urinn væri á undanhaldi. Þvert á móti varð ekki annað
séð, en hann hefði nægan viðbúnað til að senda blind-
stórhríð fyrir byggðir norðurlands. Vonandi hefðum
við okkur samt að Lækjamóti í kvöld. Þar var okkur
sagt, að væri stórmyndarlegt heimili og mikil rausn,
enda legðu þar um margir leið sína og ættu þangað
erindi. Það yrði ekki amalegt að vera þar hríðtepptur
einn dag. Óskandi væri þó, að ekki yrði svo bölvað,
að til þess kæmi.
Við fórum heim á einhvern bæinn, austan við Hrúta-
fjörðinn, til að fá okkur hressingu og einnig leiðsögn
kunnugra, því veðrið fór ört versnandi. Ekkert man
ég hvað bærinn hét, en þar var reisuleg viðbygging
við gamla bæinn — úr timbri — og sneru dyr að firð-
Heima er bezt 195