Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 33
Og auðvitað hljóp ég strax út og losaði litla fótinn, og síðan fórum við að spjalla saman. Hann sagði mér hvað hann héti, hve gamall hann væri, og hvar hann ætti heima. Mér fannst strax þessi drengur koma mér eitt- hvað svo kunnuglega fyrir sjónir, en gat þó ekki áttað mig frekar á því. Ég spurði hann þá hvað mamma hans og pabbi hétu, og hann svaraði því fljótt og greiðlega: — Mamma mín heitir Auður og- pabbi minn heitir Hreinn. — Þá spurði ég hann hvort hann gæti sagt mér, hvers son pabbi hans væri, og enn stóð ekki á svari: — Já, sagði hann, — pabbi minn er sonur hans Einars afa og Bergþóru ömmu minnar. Og ég gat ekki annað en dáðst að því, hve drengurinn var skýr í svörum. Og nú var ég ekki í neinum vafa um það lengur, að hann væri sonur hans Hreins Einarssonar, gamla skólabróður míns. Og síðan kvöddumst við sem beztu kunningjar. Auður brosir að frásögn Þóru, og segir síðan: — Já, þess vegna hefir Bergþór sagt í dag, að hann vildi fara inn til þessarar konu. Hann hefir þekkt þig aftur, en hann er ekki vanur að vilja gefa sig að ókunn- ugu fólki. — Já, líklega, blessaður drengurinn. — Lízt þér vel á Þóru, Bergþór minn? spyr Hreinn örlítið glettinn og lítur fyrst á son sinn, en síðan á Þóru. — Já, pabbi, þetta er góð kona, svarar drengurinn í fullri alvöru og barnslegri einlægni, og bláu augun hans ljóma af sakleysi. — Það er gott að eiga slík meðmæli frá þér, Uth vinur minn, segir Þóra og strýkur blíðlega um Ijósan koll drengsins. — Þú ert elskulegur drengur, Bergþór minn. Kvöldverðinum er lokið og risið frá borðum. Hreinn fær lánaðan síma og hringir eftir leigubíl, og síðan kveð- ur f jölskyldan Þóru með innilegu þakklæti fyrir ógleym- anlegar móttökur. Og síðan er ekið af stað til Einars og Bergþóru. Og þannig lýkur þessum örlagaþrungna degi. X. FLUTT BÚFERLUM Snemma að morgni næsta dags vaknar Hreinn fyrstur fjölskyldunnar, hress og endurnærður eftir langa og draumværa nótt á vistlegu æskuheimili sínu og klæðist í skyndi. Hann gengur síðan hljóðlega fram í eldhúsið og kveikir undir morgunkaffinu, eins og hann var vanur að gera á skólaárum sínum, er hann þurfti að fara snemma að heiman, en lofaði móður sinni að sofa í næði. Og eins ætlar hann að gera nú. En hér í morgun- kyrrðinni, meðan hann bíður þess að kaffivatnið hitni, taka að streyma fram í huga hans ótal endurminningar liðinna bernsku og æskuára, og allar hugsjónir æsk- unnar, er hann þá bar í brjósti. Og síðan endurminn- ingarnar frá sumrunum á Heiði, er hann eignaðist Auði og með henni dýpstu hamingju lífsins .... En svo brast allt og brást. Hann villtist inn á brautir ógæfunnar og féll fyrir freistingum áfengisnautnar- innar. Og fall hans var stórt. Og af þeim sökum hefir hann nú gert f jölskyldu sína heimilislausa. Hreinn andvarpar þungt. Allt er þetta hans sök. Og Auði getur hann ekki ásakað um neitt. En nú skal hann, þrátt fyrir allt, reynast betri maður. Nú ætlar hann þegar niður í borgina og koma ekki heim aftur fyrr en hann hefir tryggt sér nýtt heimili handa sér og fjölskyldu sinni. Hann vill ekki íþyngja heimih aldr- aðra foreldra sinna með dvöl sinni lengur en nauð- syn ltrefur. Hann minnist þess með sárri sektarkennd, hve þau tóku honum og fjölskyldu hans opnum örmum í gærkvöld, er þau komu til þeirra heimihslaus. Og gömlu hjónin minntust ekki á það einu orði, hver ástæða væri fyrir því, að svo illa væri komið fyrir einkasyninum þeirra elskulega . . . Nú er kaffið orðið heitt, og Hreinn drekkur það við eldhúsborðið eins og í gamla daga. Síðan læðist hann in ntil konu sinnar og segir henni frá brottför sinni, og hraðar sér síðan ofan í borgina. Degi er tekið að haha, er Hreinn kemur loks aftur heim til fjölskyldu sinnar. Hann hefir þær fréttir að færa, að eftir mikla og víðtæka leit að íbúð handa þeim, hafi sér loks tekizt að festa leigu á htlum íbúðar- bragga í einu úthverfi borgarinnar, fyrir mjög vægt gjald á mánuði, og þangað megi þau flytja strax er þau vilja. Braggi þessi hafi staðið auður að undanförnu, en sé þó talinn íbúðarhæfur, og nú vih Hreinn flytja þangað, helzt strax á stundinni. Auður tekur þessum fréttum með mestu stilhngu og reynir að leyna þeim óhug, er ósjálfrátt vaknar hjá henni við þá hugsun að eiga að flytja með börnin í gamlan hermanna-bragga á fremur afskekktum stað, og búa þar um óráðna framtíð. En hví skyldi hún ekki verða hverju skýh fegin, úr því sem komið er. g það á varla fyrir henni að hggja fyrst um sinn að gista neinar hallir. Og örlögum sín- um ætlar hún að taka, eins og hún hefir heitið að gera, og bregðast aldrei manni sínum. Hreinn og Auður flytja nú búferlum á nýja heim- ihð. En heldur finnst Auði bragginn þröngur og óvist- legur. Hann er þó lýstur með rafmagni, en upphitaður með kolakynntri eldavél, sem orðin er shtin og léleg, og nútíma þægindi eru þar lítil og fá. En Auður kemur fátæklegu búslóðinni þeirra smekklega fyrir í þessari htlu vistarveru, og reynir að gera hana eins heimihs- lega og nokkur tök eru á. Að því loknu lítur Auður yfir þetta nýja heimih sitt, og ber það saman í huganum við það heimili, sem hún stofnaði með manni sínum, þá nýgift, fyrir fáum árum, og vissulega eru það tvenn ólík sjónarmið, sem þá mæta augum hennar. Þá fluttust þau í stóra og vist- Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.