Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 14
THEÓDÓR GUNNLAUGSSON FRÁ BJARMALANDI: Labbaé á milli lanclshorna Fimmtán daga ferðalag (FRAMHALD) Á sama augnabliki er hurðin opnuð og inn kemur hús- móðirin, sem við þóttumst fá sannanir fyrir þarna í stofunni, eftir svipuðum leiðum og leynilögreglumenn. Og enn var hún létt og kvik í spori þótt hún bæri stærð- ar bakka með brauðfati, bollapörum, sykri og rjóma, og rósóttri kaffikönnu svo óvenju spengilegri, að það beint sópaði af henni eins og einni stórglæsilegri skip- stjórafrú, sem ég sá í Reykjavík. En til allrar hamingju höfðum við ekki ráðizt í það stórræði sem okkur flaug í hug til að losna við vatnið úr skónum, heldur röðuðum við þeim kyrfilega fram við dyr eftir að hafa troðið öllu, sem þeim átti að fylgja á kaf niður í þá. Og jafn- skjótt og kaffið var komið á stofuborðið og frúin hafði sagt okkur að gjöra svo vel, varaði Mundi bróðir hana við vatnsílátunum fram við dyrnar. Því svaraði hún með brosi, sem ég tók vel eftir. Sennilega hafði hún sjaldan kynnzt svona spaugilegum ferðalöngum. Þegar ég hafði drukkið kaffið með ósviknum skammti af brauðinu, sem var handa mörgum, reis ég á fætur og fann nú áberandi til einhvers stirðleika um mjaðmirnar. Ég mundi hreint ekki eftir að hafa kynnzt því fyrr. Það liðkaðist þó fljótt, sem betur fór og í stólnum mínum í horninu var bezt að vera. Þar fékk kaffið næði til að skola burtu þessari bölvuðu ólund í mjöðmunum. Það stóð heldur ekki á því. Á svipstundu streymdi um mig þessi himneska ró, frá höfði niður í tær. Og ég ber held- ur ekkert á móti því að hafa dottað. Það síðasta, sem ég man eftir var að Mundi bróðir stóð enn við bókaskáp- inn, greip þar bók og sagði um leið: „N-e-ei. Þú ert þá þarna. Það er orðið langt síðan ég hef handleildð þig.“ Eftir litla stund er handfangi hurðarinnar snúið enn og hún er opnuð hægt en ákveðið. Ég heyri að það er ekki frúin. Þrekvaxinn, fremur lágur maður en festu- legur kemur inn og býður gott kvöld. Mér sýnist hann dökkhærður og dökkbrýndur í rökkrinu, og þegar hann horfir til okkar móti birtunni sýnist mér augun líka tinnudökk og frá þeim stafa óvenju bjartir glampar. Mér flýgur í hug að á bak við þessi augu búi án efa leyni- straumar, á sama hátt og á bak við rúður bókaskápsins er stendur þarna út við vegginn. Þetta er húsbóndinn, Gunnar Þórðarson, á að gizka um þrítugt. Hann tekur sér sæti gegnt Munda bróður og þeir fara strax að tala saman. Gunnar spyr um ferðalag okkar og ferðaáætlun. Mundi bróðir aftur á móti um heilsufar manna á liðnum vetri, hvernig menn væru almennt staddir með hey o. fl. Og ekki leið á löngu þar til bókaskápurinn barst í tal. Lét Mundi bróðir í ljós undrun sína yfir því, hvað þar væru margar ágætar bækur. Gunnar virtist á hina hlið furða sig á því, hve gaumgæfilega hann hafði farið í gegnum þær á svo skammri stund. Mest af spjalli þeirra fór inn um annað eyrað á mér og út um hitt, því það breiddist um mig einhver blessuð værð. Ég var víst farinn að skjótast inn í draumalöndín, svona öðru hverju. í öllu falh sá ég þar einu sinni — fyrir víst — voða golþorsk í loftköstum kringum lítið gat á snæviþöktum ís. Já, Þarna kom það. Auðvitað var þetta Hrútafjörðurinn. En á því furðaði mig þó meira, að við gatið kraup maður með annan fótinn upp að hné niðri í því. Þetta sá ég að var snjallræði, því með þessu einfalda bragði var útilokað að þorskurinn kæmist aftur til heimkynna sinna. Aftur botnaði ég ekkert í því, að hann var svo fallega svarhöttóttur og kjafturinn afar stór með eintómum vígtönnum, að ég hafði aldrei séð neitt svipað áður. Og nú fór víst að koma líf í tuskurn- ar, því ég heyri bresti í stólnum eða var það allt í mjöðmunum? Þá heyri ég að Gunnar er að segja eitt- hvað, og það leynir sér ekki að það sem hann segir hefur áður verið gaumgæfilega athugað. Svo hverfur þetta skyndilega, en í stað þess heyri ég að einhver öskrar: „Ertu vitlaus maður. Ætlarðu að fara að vaða upp í hákarlinn?“ Við þetta svar glaðvakna ég. Auðvitað hafði þetta verið hákarl en ekki þorskur, þessi höttótti skratti sem ég sá í loftköstum áðan á ísnum. Og nú vaknaði ég til fulls. Þá er Gunnar farinn að spyrja Munda bróður eftir för hans til Oxford og hvernig þar sé hagað kennslu barna. Ég hefði fremur kosið að mega hafa frið við hákarlaveiðarnar. Ef til vill fengi ég að kynnast þeim á morgun, því út með Hrútafirðinum að austan lá víst leið okkar. En hvað langt hafði ég ekki hugmynd um. Og 194 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.