Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 31
 INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR AUÐURÁ HEIÐI 5. HLUTI Ýmsar hugsanir taka nú að streyma fram í vitund Auðar, þar sem hún situr nú heimilislaus með börnin sín þrjú, og ósjálfrátt læðist eitt og eitt tár niður föla vanga hennar. Hún sér skýrt í huga bjartar svipmyndir frá þeim hamingjudögum, er hún átti á nýstofnuuðu heimili sínu hér fyrir fáum árum, og ber þær saman við svipmynd líðandi stundar. Og skýrari andstæður og skarpari mun varla hægt að finna. Ó, áfengisböl! Hversu þungt getur ægivald þitt orðið. Auður hrekkur skyndilega upp úr þessum döpru hugleiðingum sínum. Vingjarnleg kona stendur við hlið hennar og ávarpar hana glaðlega: — Góðan dag, segir konan. — Góðan dag, svarar Auður lágt og virðir konuna fyrir sér, og þekkir hana þegar. Þessi kona heitir Þóra og býr þar í nassta húsi. Auður hefir séð hana nokkrum sinnum áður og heyrt hana kallaða Þóru, en ekkert kynnzt henni fremur en öðrum í nágrenni sínu. — Ert þú að flytja héðan? spyr Þóra því næst hlý- lega' — Já, ég bíð hér bara eftir því, að maðurinn minn komi heim frá vinnu sinni, svarar Auður rólega, eins og sé þetta allt ofur eðlilegt. — Ert þú ekki konan hans Hreins Einarssonar? ~iú' — Eg kannast svo vel við hann. Við vorum skóla- systkin í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur hér fyrir eina tíð. Viltu ekki gera svo vel að koma inn til mín með bömin á meðan þú bíður eftir manni þínum? — Þakka þér fyrir, en það fer ágætlega um okkur hér úti í sólskininu ,svarar Auður og brosir dapur- lega. — Svo þori ég heldur ekki að skilja búslóðina mína hér eftir í reiðuleysi. — Það er ekki von ,en ég get bætt úr því. Við skul- um bera búslóðina inn í kjallarann hjá mér. Þar er nóg rúm fyrir hana, og þar má hún vera, þangað til þið takið hana. — Ég vil fara inn til þessarar konu, mamma, segir Bergþór htli og nemur staðar hjá móður sinni og Þóru. — Komdu líka, mamma! — Jæja, góði minn, gerðu svo vel, svarar Þóra bros- andi og strýkur blíðlega um ljósan koll drengsins. Ég hefði sannarlega ánægju af því að þið kæmuð inn til mín á meðan þið bíðið. Auður stenzt ekki lengur boð þessarar vingjamlegu konu, þó að hún væri búin að hugsa sér að bíða hér úti, þar til Hreinn kæmi heim, en það er líka betra fyrir bömin að vera inni, þegar kvölda tekur, og Auður segir því: — Eg þakka þér fyrir þetta góða boð og ætla að þiggjaþað. — Ég byrja á því að bera búslóðina þína inn í kjall- arann, segir Þóra glaðlega. — Við skulum gera það báðar, segir Auður og setur tvíburana niður á grasflötina, og síðan hjálpast þær að því að bera inn búslóðina. En að því loknu fer Auður með börn sín til Þóm. Og senn líður að kvöldi. Hreinn hefir lokið störfum dagsins og hraðar sér heim. Hann gengur rakleitt að íbúð sinni og ætlar þar inn að venju, en nú era dyrnar harðlæstar. Honúm bregður kynlega við. Hvert hefir Auður farið með bömin? Hún sem alltaf er vön að vera heima með þau, þegar hann kemur frá vinnu sinni. Hann stendur kyrr við dymar um stund og hugleiðir nánar þetta óvænta atvik. En brátt rennur það upp fyrir honum, að einmitt á þessum degi áttu þau að greiða húsaleig- una, og meira að segja tveggja mánaða skuld. En vitan- lega hefir Auður enga peninga haft til þess, og hann veit ,að hún tekur sér mjög nærri að standa í vanskilum. Og líklega hefir hún nú gripið til einhvers örþrifaráðs, þegar hún var búin að tala við húseigandann og segja honum, hvemig ástatt væri með greiðsluna. En hvert hefir hún svo farið með börnin? Sárt andvarp brýzt upp frá brjósti Hreins, og kvelj- andi samvizkubit gagntekur hann, því enn hafa hin Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.