Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 5

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 5
Séra Sigtryggur og Hjaltlína kona hans. einsdæmi á Vestfjörðum um þetta leyti. Að minnsta kosti man ég ekki eftir neinu öðru en prjónanærfötum, og þannig klæddust allir sem ég þekkti, nema faðir minn. Þá var kambagerðin ekki síður nýstárleg. Þeir stunduðu hana heilmikið, pabbi og Kristinn bróðir hans, á meðan þeir áttu heima fyrir norðan, en ekki eftir að þeir fluttust vestur. — Faðir þinn skráði eina bernskuminningu, frásögn- ina um Gráa-Bola. Þar kemur fram, að faðir hans hefur kallað hann Tryggva. Minnist þú þess, að faðir þinn væri kallaður svo, eftir að þú ferð að muna eftir þér? — Nei, ég heyrði hann aldrei kallaðan annað en Sig- trygg eða séra Sigtrygg. Hins vegar átti bróðir pabba son, sem hét Sigtryggur, og hann var alltaf kallaður Tryggvi, og auðvitað var þeim bræðrum, pabba og Kristni, kunn sú stytting þessa nafns. — f greininni, sem þú skrifaðir um föður þinn, og sem kom út i bók á síðastliðnu hausti, hefur þú á einum stað eftir honum ummæli í þá átt, að honum hafi oft fundizt eins og að lífi hans væri stjórnað og jafnvel eins og tekið væri fram fyrir hendur hans. Þú segir enn fremur eitthvað á þá leið, að sjálfur hafi hann talið, að allt hafi verið bezt, eins og það varð. Leit hann þá á þetta sem guðlega forsjón og handleiðslu, eða heldur þú að hann hafi búið yfir einhverjum anga af forlagatrú? — Hann leit áreiðanlega á þetta sem forsjón en ekki forlög, enda finnst mér sú skýring líka nærtækari, og um handleiðslu Drottins efaðist faðir minn aldrei, alla ævi sína. Hann ræddi þetta einhvern tíma við okkur, nokkur fermingarbörn, við spurningar, og þá sagði hann það beinlínis, að þar hafi handieiðsla Guðs verið að verki, þegar líf hans sjálfs tók einhverja nýja og óvænta stefnu. — Næst langar mig að minnast á móður þína. Halldór Kristjánsson segir í bók sinni, að föður þínum hafi verið mjög annt um, að starf hennar væri metið að verðleikum. Og var það ekki líka svo? Sat hún nokkurn tíma „í skugga“ bónda síns? — Nei, það held ég að hún hafi aldrei gert. Enda er hún þeirrar gerðar, að hún hefði aldrei látið það verða svo, — og pabbi hefði heldur ekki látið það viðgangast. Það sem mér er minnisstæðast um móður mína frá bernskuárum mínum, — og það sem fylgir henni enn þann dag í dag, þar sem hún dvelst háöldruð hér í Reykjavík, — er hin frábæra natni hennar og vandvirkni, hvað sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort heldur það er smátt eða stórt. Hún var mikil garðyrkjukona á meðan henni entist þrek til þeirra starfa, og hún sá að verulegu leyti um Skrúð um langt skeið. Auk þess saumaði hún mjög mikið og gerði þar marga ágæta hluti. Þannig bar allt sem hún snerti á vott um dæmafáa vandvirkni og smekkvísi. — Það hlýtur að skapa hverri konu aukið álag og erfiði að vera húsfreyja á stóru skólasetri, þótt hún annist ekki mötuneyti nemenda eða hafi af þeim bein afskipti. — Já, það er áreiðanlegt, og reyndar tók móðir mín beinan þátt í skólastarfinu, þótt hún annaðist aldrei mötuneyti nemenda. Hún kenndi mjög lengi handavinnu í skólanum, og þar að auki varð heimilislíf foreldra minna með öðrum hætti en það hefði orðið, ef skólinn hefði ekki verið. Ég minnist þess frá barnsárum mínum, á meðan pabbi var enn skólastjóri Núpsskóla, að þá borðaði hann alltaf með skólafólkinu á veturna, en ekki með okkur, fjölskyldunni. Þannig mun þetta hafa verið alla hans skólastjóratíð, en annars var meginhluti hennar fyrir mitt minni, því að pabbi stofnaði Núpsskóla árið 1906, en ég fæddist ekki fyrr en 1921. — En fleira kom til. Þegar nemendur veiktust, sem auðvitað bar alloft við, kom það ekki sjaldan í hlut móður minnar að hjúkra hinum sjúku og veita ýmsa aðra aðstoð. — Þá er líklega mál til komið að víkja talinu að sjálfum Heima er bezt 325

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.