Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 28
dálitla öfga með litina sína. Einu sinni málaði hann borðið sitt rautt, og það kom líka fyrir að hann reyndi að lífga upp á herbergið sitt með skærum litaklessum hér og þar á veggina. En það eru hlutir sem maður fyrirgefur, ekki síst af því að þeir eru gerðir í bestu meiningu — í þeim tilgangi að fegra umhverfið. Á sumrin kemur hann oft að utan með fallega blómvendi og gefur okkur heimilisfólkinu. Sumir virðast halda að vangefnir séu aðeins íil trafala. Ef rétt er að farið, held ég að þetta sé fjarstæða. Ölli hefur með tímanum lært ýmis verk sem hann vinnur af vand- virkni og samviskusemi. Hann léttir undir með pabba við útiverkin og hann kann líka að taka til hendinni við heimilisverkin. Hann er afskaplega stoltur og metnaðar- gjarn við störf sín, og á það til að fara í fýlu ef einhver gerir eitthvað sem hann hefur tileinkað sínu verksviði. Til dæmis má enginn sópa fjárhúsin og fjósið nema hann. Sú skoðun er alltof útbreidd að ómögulegt sé að um- gangast vangefna á eðlilegan hátt, að þetta séu algerir fávitar sem gangi berserksgang um hús og hýbýii. Þetta er vitleysa. Auðvitað þarf oft þolinmæði og stillingu til að ná góðu samstarfi, en það tekst ef viljinn er fyrir hendi. Og uppskeran er ánægjuleg. Fólk fyllist líka oft óhugnaði ef það þarf að umgangast vangefna. Ég skil það svo sem ósköp vel, því þannig leið mér fyrst þegar Ölli kom heim. En hann er mesta snyrtimenni. Og þegar maður kynnist honum nánar, sér maður að í rauninni er hann bara reglulega myndarlegur ungur maður. Það er ekkert ógeðslegt við vangefna. Af hverju heldur fólk það? Ég hugsa mikið um ölla þessa dagana. Fyrir skömmu kom bréf frá einhverjum samtökum þar sem spurst var fyrir um ölla, fræðslu eða þjálfun og fleira þessháttar. Mamma svaraði bréfinu. Fyrir nokkrum dögum kom svo maður í heimsókn, maður með langt og gáfulegt starfs- heiti sem ég man ekki einu sinni hvert var. Hann talaði lengi við mömmu og pabba um nauðsyn þess að Ölli fengi einhverja menntun við sitt hæfi. En hann talaði ekkert við ölla sjálfan. Nú er ákveðið að ölli fari á einhverja stofnun í Reykjavík, þar sem hann nýtur umönnunar sérþjálfaðs fólks um óákveðinn tima. Ég á eftir að sakna hans hræði- lega. Hann er besti og tryggasti vinur sem ég hef nokkru sinni átt. Auðvitað vil ég að hann fái menntun og að- hlynningu sem hjálpar honum á lífsleiðinni. En tilhugs- unin um ölla á einhverri steinsteyptri stofnun í höfuð- borginni finnst mér nöturleg. Ég vil að hann sé úti meðal fólks, sé þátttakandi í hinu daglega lífi. Já, eins og mamma hans sagði, innan um elsku lömbin og grasið, því þar á hann heima — rétt eins og við hin. Landnýting — landspjöll... Framhald aj bls. 323 j Þannig standa sakir nú. Gróður landsins er í hættu vegna ofbeitar. Enda þótt rannsóknir séu enn ekki langt á veg komnar, sýna þær ótvírætt hvert stefnir. Þeir, sem neita að beygja sig fyrir þessum staðreyndum, vinna því málstað landbúnaðarins tjón, og sannast þar hið forn- kveðna: Varðveittu mig fyrir vinum mínum. St. Std. 348 Heima er bezl Athugasemdir við grein Oddnýjar Sigurrósu Sigurðardóttur, Enginn ræður sínum næturstað, sem birtist í septemberblaði þ.á. Höfundur greinarinnar er fædd á sama bæ og undirritaður, en er liðlega fjórum árum eldri. Ég man lítið eftir henni, en bróðir hennar, Rafn Alexander Sigurðsson, var á líkum aldri og ég, hann var fæddur á Sæbóli 11.8 1894 og þekktumst við vel á yngri árum okkar og svo seinna á lífsleiðinni. Rafn var merkismaður og farsæll skipstjóri, sem var lífsstarf hans. Hann andaðist um borð í skipi sínu m.s. Kötlu 12.9. 1960. Missagnir eru í greininni, t.d. er Marin Oddsdóttir talin kona Odds Gíslasonar á Sæbóli, en kona Odds var Jónína Jónsdóttir, dóttir Jóns Jónssonar prests á Gerðhömrum í Dýrafirði og síðar á Stað á Reykjanesi og konu hans Hólmfríðar Guðmundsdóttur úr Húnaþingi. En Marin Oddsdóttir var aftur á móti móðir Odds á Sæbóli og foreldrar hennar voru Oddur Gíslason f. 30.11. 1804, bóndi í Lokinhömrum og kona hans Guðrún Brynjólfsdóttir frá Mýrum í Dýrafirði, dáin 8.8. 1881. Hún minnist á móðurbróðir sinn, en nefnir hann ekki, hér mun vera átt við Guðmund Ólaf Jónsson, f. 5.10. 1861, d. 20.5. 1909, en hann var kvæntur Sigríði dóttur Sighvats Gr. Borg- firðings, bónda og fræðimanns að Höfða í Dýrafirði. Átta ára er hún lánuð í vist til kaupmannshjóna á Flateyri, til þess m.a. að gæta þriggja barna hjónanna, en getur þeirra ekki að öðru en að frúin hafi verið Ijósmóðir og haft margt að gera utan heimilis, og að maður hennar hafi haft konuríki. Verzlun var ein á Flateyri í eigu Á. G. Ásgeirssonar í Kaupmannahöfn. Verzlunarstjórinn var danskur að nafni Sophus Henrik Holm. kvæntur Sophie Nielsen, dóttir Sophus Nielsen, Isafirði. Hún stundaði aldrei Ijósmóðurstörf, en ljósmóðir var á þess- umárum Margrét Magnúsdóttir, f. 11.2. 1870, d. 1949, kona Jens A. Guðmundssonar bókara við Ásgeirsverzlun á Flateyri. Þau fluttust 1906 til Þingeyrar. Jensvarfæddur27.2. 1864, drukknaði af bát í Þingeyrarhöfn 26.5. 1920. Það eru alger öfugmæli að faktorinn hafi búið við konuríki, gæti verið á hinn veginn, eftir því sem mér er bezt kunnugt af nærfelt tuttugu ára nábýli við þau hjón og fjölskyldu þeirra. Hún getur ekki um nöfn presthjónanna í Holti, en segir ann- ars sitt af hverju um það heimili og fólkið þar. Prestur var þá Páll Stephensen f. 9.5. 1862, d. 6.11. 1935 í Kaupmannahöfn, kvæntur Helgu f.15.5. 1871, dóttur Þorvalds læknis á ísafirði, Jónssonar. Börn þeirra prestshjónanna í Holti tekur hún vera sex, en þau voru fimm: Þorvaldur, Þórunn, Stefán, Guðrún og Anna. Ekki eru þessar línur ritaðar til þess að dæma ritsmíð frúar- innar, hins vegar er ekki nema eðlilegt að farið sé að fenna í minni manns á níræðisaldri, og er þá vitanlega réttara að afla sér upplýsinga um nöfn og fleira, ef tiltækt er, svo að þeirsem siðar kynnu að vilja byggja á slíku sem heimild, endurtaki ekki vill- urnar. Guójón E. Jónsson.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.