Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 29
Ég mun hafa verið stráklingur þegar ég fyrst heyrði talað um öfugmælavísur eða ýkjukvæðin svonefndu. Og það fylgdi með að dauðadæmdur maður hefði átt þess kost að leysa líf sitt ef hann orti svo og svo margar vísur sem engin setning væri sönn í. Fannst mér mikið til um þetta. En með tíð og tíma fannst mér þjóðsaga þessi bera vott um að húmor manna hefði þó fleygt svolítið fram frá þeim tíma að Egill frændi minn Skallagrímsson var neyddur til að bjarga haus sínum með því að mæla þvert um hug og hæla argasta óvini sínum. Þjóðsagan um dauðamanninn bendir líka til þess að nokkur þraut hafi þótt að yrkja svona, því mikið skyldi til mikils vinna. Ekki veit ég hvað öfugmælavísurnar eru gamlar í þjóð- lífi. Eða hvort þær eru íslensk uppfinning eða eftiröpun eftir einhverju erlendu svo sem margt annað. En það undrar mig að þær skuli hafa lifað af þá tíma þegar klerkdómur bannaði mönnum að hlæja, því þær hljóta að hafa skoðast sem afskræming á sköpunarverkinu sam- kvæmt kirkjufræðilegum formúlum þessa myrka tímabils þjóðarsögunnar og því versta guðlast í augum steinrunn- inna klerka 18. aldar. Kannske hefur fólki þótt við hæfi að svara fáránleikanum í sömu mynt? Landinn hefur löng- um seigur verið og uppfinningasamur í vörn gegn þeim boðum og bönnum sem stríddu mót heilbrigðri dóm- greind. En hljótt hefur þurft að fara með vísu sem þessa: Séð hefi’ ég skötuna skrýdda kjól, skrifandi ýsu henni hjá, hámerina stíga’ í stól, steinbít syngja gloríá. Eða þá þessa: „bleika pardusinn" í staðinn. Þó hélt ég á tímabili að öfugmælavísan væri að vinna sér sess i dægurlagasöng nútímans þegar langömmu „heitinni" var boðið til veislu vestur í Búðardal og höfundurinn varð landsfrægur fyrir. En sú skemmtun rauk út í veður og vind þegar það upp- lýstist að hún stafaði af misheyrn. Freistandi væri að bregða hér upp nokkrum ýkju- kvæðum. En þar sem erfitt er að velja úr þeim aragrúa sem Ólafur Davíðsson birtir í umræddri bók sinni, fresta ég því um sinn. En til þess að mæta óskum lesenda verður þó birt ein gerð ýkjukvæða og það er í stíl að geta þess að lagið er eftir Eirík Eiríksson. GEIRLAUGARSJÓNIN Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom; sýndist henni kýr sín gliðna á svelli. Þá var þetta fýsisveppur fastur í velli. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom; heyrðist henni helgi maður hringja klukku. Þá var þetta trítill sem hristi brók sína. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. Æpti hún Geirlaug þá út i tún kom; sýndist henni Ój ifur kóngur að garði ríða. Þá var þetta tittlingur í torfuköggli. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom; sýndist henni kaupskip koma að landi. Þá var þetta krákuskel og kurraði að sandi. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. Æpti hún Geirlaug þá út í tún kom; sýndist henni Breiðifjörður allur í loga. Þá var þetta maurildi í mykjuhlassi. Svo var hún heimsk sem heyrast mátti. Hrútinn sá ég hringja í kór, hestinn gráa albrúnann, laxinn flá af blautan bjór, bitran ljá úr spýtu fann. Þess skal þó getið að í íslenskum gátum og skemmtun- um, þar sem mýgrút er að finna af þessum kveðskap, eignar Ólafur Davíðsson Bjarna nokkrum skálda fjöldann allan af öfugmælavísum. En Bjarni þessi var 17. aldar maður. Ólafur telur þó að margar vísurnar sem honum eru eignaðar séu miklu yngri og „sumt jafnvel frá okkar döguni", þ.e. frá 19. öld. Aldrei hef ég heyrt þess getið að 20. aldarmenn hafi ort öfugmælavísur, en við fengum „prúðuleikarana” og Eins og vant er hef ég fengið mörg bréf frá lesendum sem ég er þakklátur fyrir. Og tækifærið vil ég nota og færa Guðjóni E. Jónssyni, Reykjavík, þakkir fyrir hlýyrði og uppörvun. Ég mun áreiðanlega koma aftur inná þýdd ljóð eftir því sem þekking mín og geta eykst, því varla má ég fara með fleipur þegar meðal lesenda eru menn sem Guðjón sem auðsýnilega er afar vel heima í þessum efn- um. Kristján S. Jósepsson hefur sent þættinum eftirfarandi ljóð með fyrirspurn um höfund. Ekki kannast ég við hann og þvi sný ég mér til lesenda. Kannast einhver þeirra við þetta: Heima er bezl 349

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.