Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 31
Snæbjöm og Dóra horfðu á ókunnuga fólkið sem komið hafði. Baldur læknir var að tala við Gísla á Hóli. Hjá þeim stóðu ungur maður og stúlka með töluverðan farangur. Það var stúlkan sem vakti óskipta athygli þeirra. — Sérðu stúlkuna þama hjá Gísla, mamma, spurði Snæbjöm. — Líklega eru þau að fara að Hóli. Mér finnst ég kannist við svipinn á henni, en átta mig ekki á því hverjum hún líkist, sagði frúin. Nú leit stúlkan til þeirra, stórum dökkbláum augum. Hún var berhöfðuð, hárið mikið með gullnum blæ. Óstýrilátur lokkur leitaði í sífellu fram á ennið og hún strauk hann frá með langri grannri hendi. Frú Herborg starði enn fastar á hana, en var jafn nær. — Finnst ykkur hún ekki falleg? spurði Snæbjörn með aðdáun. — Hún er mjög snotur, sagði Dóra, — af kaupakonu að vera, bætti hún við. Frúin gaf Dóru auga. Ekki mátti nú mikið. Henni hló hugur í brjósti. — Þið komið öll heim með okkur og fáið ykkur eitt- hvert snarl, áður en þið leggið á stað heim, sagði frú Valdís. „Snarlið “ hennar frú Valdísar sveik engan, það vissu þau best. Verslunin var höfð opin frameftir. Dóra og Hákon unnu við afgreiðsluna með föður sínum. Hvammsfólkið verslaði aðeins smávegis í þetta sinn. Dóra kallaði á Snæbjöm inn á „kontórinn“. — Þetta vil ég að þú eigir, sagði hún óvenju alvarleg. Hún rétti honum umslag. Hún lagði handleggina um háls hans og hann laut niður og kyssti hana. — Þú mannst eftir mér, sagði hún. — Alltaf. Já, Dóra. Ég gleymi þér aldrei. Þó ég sé ungur þá veit ég hvað ég vil. Hvammsfólkið bjóst til ferðar og kvaddi kaupmanns- fjölskylduna með þökkum fyrir góðar viðtökur og glaðan dag. — Getið þið ekki komið á Hvítasunnudag, sagði séra Halldór að skilnaði. — Þá verður guðsþjónusta í Hvammi. — Það væri gaman, þakka ykkur fyrir, sagði frú Valdís. — Við komum að öllu forfallalausu. Þau fóru hægt yfir landið. Kvöldið var dásamlega fag- urt. Ilmur af döggvotum gróðri fyllti loftið. Sólin varpaði síðustu geislunum á hafið. Hún varð eins og rauðleit hálfkúla og smáhvarf bak við sjóndeildarhringinn. — En hvað allt heilsar okkur fallega hér norðan fjalla, varð Brandi að orði. Þau áðu í fagurgrænum lautarbolla á leiðinni. Nestið, sem Dóra og Þrúða áttu heiðurinn af að útbúa var snætt með bestu lyst. Leifur naut ferðalagsins. — Hér er fagurt og blómlegt byggðarlag, mælti hann. — Gaman væri að eiga heima héma. — Hvað ert þú að „stúdera"? spurði presturinn. — Ég er í lögfræðinni og á eftir að sigla til framhalds- náms. Þetta tekur allt of langan tíma. — „Mikið skal til mikils vinna“, sagði presturinn. — Það borgar sig seinna. Þrúða sat hjá Brandi, þau hlóu hjartanlega annað slag- ið. Hún skipti sér lítið af sínum „verri“ helmingi. Hún var að venja sig við að önnur ætti meira í honum en hún. — Ég er feginn að vera kominn heim, sagði Brandur. — Mig klæjar í finguma eftir að gera eitthvað. Vinna, rækta landið, búskapurinn á hug minn allan og bóndi ætla ég að verða hvað sem hver segir. — Ég vissi það og ég er líka viss um að þú átt eftir að verða stórbóndi, vantar bara duglega konu, sagði Þrúða. — Það er nú vandinn, sagði hann. Ég hef lítið kynnst kvenfólki, aldrei orðið „skotinn“ hvað þá meira. Þú veist Þrúða, að það er ekki nóg að hún sé dugleg. Ég þrái annað sem er ennþá mikilvægara. — Já, ég skil þig, því ég hugsa líka mest um ástina. Kannski piprum við bæði og þá skal ég verða ráðskona hjá þér. — Ég þakka, en þú piprar nú varla, sagði hann, en ég er. ... Hann komst ekki lengra, því Þrúða greip fram í. — Brandur, talaðu ekki svona. Þú ert svo góður og indæll að ef ég væri ekki systir þín þá yrðir þú ekki lengi einn. Hann gat ekki annað en hlegið og hún líka. Þorsteinn tók upp vasapela og bauð. Tviburamir sátu hjá. — Þorsteinn, veistu hvað stúlkan heitir, sem er að fara að Hóli? — Hún heitir Hulda og er dóttir skipstjóra á einhverju Heimaerbezt 351

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.