Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 30
Kvöldsett var nokkuð er kom ég heim, við kviarnar æmar láu. Frá bænum í logninu lagði upp eim í loftsalatjöldin háu. Hestinn minn batt ég við hestastein og heilsaði pabba mínum. Hann brosti — en ég sá að sorgin skein svo sárfögur og hrein, úr augunum bláu og ennis línum. Tvo fallega jóa ég söðlaða sá þar saman í tröðunum standa. Mér varð litið föður minn aftur á, það var eins og hann kæmist í vanda. Er nokkur á ferð hérna, faðir minn? Fyrst varð hann dapur og hljóður. Já, svo er það, sonur minn góður. Ég sótti í morgun læknirinn. Hvað er að? Þá táraðist öldungs bráin. Hún unnusta þín er dáin. Ég greip í steinvegg að styðja mig við, sú stunga var sár. Hún var dáin. — Það er auðvelt að vera vitur eftirá má víst æði oft um mig segja. í aprílblaðinu í ár birti ég ljóð sem nefndist „Fangasöngurinn“ og í septemberblaði annað, „Söng fangans". í báðum tilvikum fór ég eftir trúverðugum uppskriftum. Nú hefur það runnið upp fyrir mér að sennilega er þetta eitt og sama ljóðið þótt handrit mín gæfu annað til kynna. Það var bréf frá gömlum velunnara þessa þáttar, Jónbjörgu Eyjólfsdóttur, sem varpaði þessari glætu í kollinn á mér. Hún hafði ritað mér það í enduðum júní í sumar, en ég, einhverra hluta vegna, lagt það til hliðar og ekki hugsað um það fyrr en nú og fór þá að naga mig í handarbökin. Af fyrri skrifum Jónbjargar ætti ég þó að þekkja hversu nákvæm og vönduð hún er í meðferð ljóða. Hún vefengdi þó ekki á nokkurn hátt „Fangasöng- inn“ í aprílblaðinu en saknaði þar vísna sem þá hafa komið í leitirnar í „Söng fangans“ í septemberblaðinu. Til gamans lét Jónbjörg fylgja með bréfi sínu uppskrift Ijóðsins eins og hún taldi sig hafa lært það. Og einhvern- veginn finnst mér að þannig hljóti þetta Ijóð að hafa verið frá hendi höfundarins (hver sem hann hefur verið), þótt ekki verði neitt fullyrt um það. Mig langar því til að birta þessa uppskrift Jónbjargar um leið og ég færi henni þakkir fyrir ábendinguna og alla velvild fyrr og síðar. SÖNGURFANGANS Ég vildi ég ætti mér ástvin, sem ég elskaði falslaust og heitt. Ég þrái svo sárlega samúð, því sál min er örmagna og þreytt. 350 Heima er bezt Ég verð færður í fangelsi að morgm. Á í framtíð að búa þar einn. í kringum mig járngrindur kaldar og koddi minn hrufóttur steinn. Þegar rökkvaði fundumst við forðum og fylgdust um kunnugan stíg, þar sem ástir og ævintýr hjala, en aðeins um mig og um þig. Margoft gengum við götuna leyndu í góðviðri um miðnæturstund. Tókum undir með líðandi lindum, sem liðast um döggvota grund. f heiðmánans hálfbjarta ríki var hvíslað um ástir og dyggð, og í kossanna ljúfsælli leiðslu fólst loforð um eilífa tryggð. Þegar rökkvaði fundumst við forðum, þá foldin var náttblómum skreytt. Þú hvíslaðir aftur og aftur hvað ástin fær hjartanu veitt. Yfir höfin vill hugurinn sveima og heim til þín, ljúfasta mær. Nú er sárast að sjá þig ei framar, af söknuði hjarta mitt slær. Þó að hafdjúpin meini okkur munað, þú mannst samt þinn elskandi vin. Og ég veit að þú vendir heim aftur þegar vorblærinn andar á hlyn. Kannast nokkur lesenda við ljóð sem heitir „Bærinn á nesinu"? Er þetta upphafserindið: Við nesið drynur dag og nótt hjá dröngum úfinn sær. Með stafnþil hvít við ströndu lágt þar stendur hvítur bær. Kannast einhver við ljóð sem heitir „Nóttin eftir skips- skaðann“? Þetta mun vera upphafserindið: Máninn um lofthvelið líður, ljósgeisla varpar á hrönn, er fölur frá skýbakka skríður, sig skælir og glottir um tönn. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.