Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 9
hefði dottið það í hug í alvöru, held ég að ég hefði verið lengur í skólanum og lært meira. Strax og ég hafði lokið magistersprófi í veðurfræði, var farið að spyrjast fyrir um það héðan að heiman, hvort ég væri nú ekki á heimleið. íslenzka ríkið, sem hafði styrkt mig til náms, vildi auðvitað njóta starfskrafta minna að námi loknu. — Þú hefur þá haldið heim, þegar magistersprófinu var lokið? — Já, og var þá meira að segja ekki búinn að eyða öllum styrknum, sem mér hafði verið veittur. Satt að segja sé ég hálfgert eftir því enn þann dag í dag, að hafa ekki verið lengur og notað styrkinn á meðan hann entist — hver svo sem námsárangurinn hefði orðið. — Svo varst þú líka við nám og rannsóknir í Svíþjóð? — Já, en það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, eða á árunum 1954 og 1955, að ég var rösklega eitt ár í Svíþjóð. Um þetta leyti var byrjað að gera veðurspár með tölvum, og sænskur prófessor, Carl Gustav Rosby hafði unnið að stærðfræðirannsóknum í sambandi við veður- spár. — Ég vann þarna við að búa til reiknilíkingar fyrir reiknaðar veðurspár, og síðan að aðlaga þessar líkingar tölvuvinnslu. Það unnu fleiri að þessu þarna en ég, og sumir þeirra höfðu hlotið meiri þjálfun en ég í því að fara með stærðfræðiformúlur yfirleitt, og þá einkum að aðlaga þær tölvuvinnslu. Nú, ég er ekki að segja að framlag mitt til þessara fræða hafi verið svo ýkja stórbrotið, en ég lærði ákaflega mikið á því að vera þarna. — Nú hefur þú verið starfandi veðurfræðingur hér á landi frá því að þú laukst námi. Er það ekki leiðinlegt starf til lengdar að vera sífellt að reikna út gang lægða og hæða? — Ég geri satt að segja lítið af því núorðið, en ef ég reyni að leysa úr þessari spurningu beint, þá verður svar mitt neitandi. Manni getur kannski fundizt þetta einstöku sinnum, til lengdar, en þó er nú svo, að það er eins og hvert veðurkort sé nýtt fyrir manninum sem býr það til. Sérhver úrlausn er með nokkrum hætti ný, þótt fyrirbærin séu hin sömu. — Lægðin getur komið úr sömu átt, hún getur valdið sama eða svipuðu veðri og næsta lægð á undan henni, en gerð veðurkortsins er óleyst verkefni þess veðurfræðings, sem um það á að fjalla. — Þetta ættu þeir að geta skilið, sem leggja stund á skriftir. Mér hefur skilizt, að það sé alltaf nýtt að skrifa grein eða yrkja kvæði, hversu oft sem það er endurtekið. — Um mig er það að segja, að ég hef hvorki fundið til þreytu né starfsleiða þar sem veðurfræðin er annars vegar. Það er miklu heldur að skrifstofuvinnan í sambandi við þetta þreyti mig. Hún er langtum dauðari en veðurfræðin. — Einhvem tíma hef ég heyrt, að raki lofts sé mældur með hári. Er það ekki rétt? — Jú, að vísu, en raki loftsins er líka mældur á ýmsan annan hátt. Sannleikurinn er sá, að mörg lífræn efni, eða efni sem einhvem tíma hafa verið lifandi, — til dæmis hár, jurtatrefjar og himnur ýmiss konar — breyta lögun sinni við raka. Hár skreppur saman í þurru, en lengist í raka. Snæri, aftur á móti, hagar sér þveröfugt. Ef mig ekki misminnir, þá urðu þvottasnúrumar heima stífar í rign- ingu, en slöptu niður í þurru. Rakamælir úr hári er þannig búinn til, að það er tekinn dálítill stubbur úr hári, nokk- urra sentimetra langur, og þessi bútur er svo strekktur ofurlítið, oftast með því að láta hárið vera lóðrétt og svo hangir örlítið lóð neðan í því. Síðan eru sérstakar „tilfær- ingar,“ sem stækka hreyfinguna, — og hárið heldur hátt- um sínum, styttist í þurrki, en lengist í raka. En það er ekki sama hvemig hárið er. Það verður að vera slétt, en ekki liðað, og því síður hrokkið. Kvenhár þykir bezt, og eink- um þó ef það er ljóst. Ekki kann ég neina skýringu á því, hvers vegna vísindamenn úti í hinum stóra heimi hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að einmitt Ijóst kvenhár sé næmari og öruggari rakamælir en allt annað hár, en staðreynd er það eigi að síður. Mér hefur dottið í hug, að Núpurinn, séður úr Skrúð. Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.