Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 10
Sólskinsmœlir í veðurathugunarstöðinni á Hveravöllum. ef til vill sé skýringin sú, að Ijóst kvenhár sé jafnara í sér, og kannski fíngerðara en annað hár. En það er einungis ágizkun mín — ég veit þetta ekki. — Lumar veðurfræðin á fleiri svona skemmtilegum hlutum, eins og þessu með kvenhárið? — Ekki vil ég fullyrða það, — það er eftir því hvað hverjum finnst. Á þessari vísindagrein eru margir fletir, sem veðurfræðingum þykja hinir skemmtilegustu, en eru þess eðlis, að þeir höfða varla allir til almennings. — Nú eru íslendingar mjög háðir veðri, eins og eðlilegt er um landbúnaðar- og fiskveiðaþjóð, en búa jafnframt við óstöðugt veðurfar. Hvemig telur þú að íslenzkir veð- urfræðingar verði að haga störfum sínum í meginatriðum, svo að þau verði þjóð okkar, og jafnframt vísindunum að sem mestum notum? — Þau hljóta að verða í stórum dráttum svipuð og að undanfömu, að nota þær framfarir, sem verða í veður- fræðinni, til gagns fyrir þjóðina og atvinnuvegi hennar, foma og nýja, og laga þær nýjungar, sem nota má, að íslenzkum aðstæðum. Til þess að þetta sé hægt, þurfa veðurfræðingamir að geta stundað sjálfstæðar rannsóknir á hugðarefnum sínum. Með því móti geta þeir einnig lagt sinn skerf til vísindagreinarinnar á alþjóðavettvangi. Þessar rannsóknir þyrftu ekki endilega að fara eingöngu fram á Veðurstofunni, háskólar eða aðrar vísindastofn- anir gætu verið jafn heppilegur vettvangur. Val verkefna getur verið margskonar. En ég held, að rannsóknir til að skýra langvarandi veðurfarsbreytingar verði að vera veigamikill þáttur í starfinu. Velferð þjóð- arinnar er svo nátengd veðurfarinu. — Mig langar að ljúka þessu spjalli með því að víkja örlítið að sjálfum þér á ný: Hvað gerir þú, þegar embætt- isönnum sleppir? Varst þú kannski svo heppinn að hljóta í arf tónlistargáfur föður þíns? 330 Heima er bezt — Ja,... já, sjálfsagt að einhverju, en þó ekki öllu, leyti. Ég hef reynt að starfa í karlakór, að minnsta kosti alltaf annað slagið. Ég var í Karlakór Reykjavíkur, áður en ég fór til Keflavíkurflugvallar, en ég var deildarstjóri Veðurstofu íslands þar, frá 1952-1963. Á meðan ég var í Karlakór Reykjavíkur, held ég að ég hafi stundað æfingar nokkuð samvizkusamlega, þótt það legðist að sjálfsögðu niður, þegar ég fluttist um set. Eftir að ég settist að í Reykjavík aftur, söng ég með Stúdentakórnum, en hann hætti störfum, eins og kunnugt er. Nokkrir gamlir félagar mínir úr Karlakór Reykjavíkur, sem ekki eru lengur í aðalkómum, halda hópinn og syngja saman. Þar er ég í sveit, og syng með þessum félögum mínum, þegar ég fæ því við komið. — En leikur þú ekki á hljóðfæri? — Nei, ekki vil ég segja að ég geri það. í gamla daga var ég ofurlítið að fást við að leika á mandólín, en ég get ekki sagt að ég hafi snert á því síðan ég kom heim frá Ameríku. Tónlistariðkun mín er þannig ekki svo mikil, að hún nægi mér sem tómstundavinna. Ég hef reynt að hreyfa mig úti í náttúrunni, þegar ég hef getað, og ég hef mikla ánægju af því. Oftast er þá myndavélin með í för- inni, og þá festi ég á filmu það sem mér þykir athyglis- verðast í formi og litum. — Nú, og svo les ég líka mikið, sögulegt efni, engu síður en skáldskap. Mér hefur alltaf þótt gaman af öllu sögulegu. — Ég veit, að þú ert enn svo ungur maður, Hlynur, að lokaspuming mín er alls ekki tímabær, en ég ætla samt að láta hana flakka: Hvað heldur þú að þú myndir helzt vilja fást við, ef þér ættu eftir að gefast mörg góð ár, eftir að embættisferli væri lokið? — Það gæti nú verið sitt af hverju. Ég myndi vafalaust stunda meira þau áhugamál mín, sem ég minntist á áðan, söng og útiveru, en þar fyrir utan finnst mér ekki ólíklegt að ég myndi reyna að guggta eitthvað við rannsóknir á náttúrufræði, veðurfræði og skyldum efnum. i Veðurbauja á leið til hafs.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.