Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 11
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Hlaðir í Hörgárdal Norðlenskt sveitaheimili í byrjun 20. aldar Framhald. c. F j ó s i ð. Mjólkandi kýr voru ýmist 4 eða 5, en auk þeirra var venjulega naut og oft ungviði. Nautin voru sjaldan látin verða eldri en 2-3 vetra, en alltaf var alið í skarðið. Innangengt var í fjósið úr gamla eldhúsinu, en fjós- hlaðan var sérstæð, og alla mykju þurfti að bera úr fjósinu út í mykjuhús, sem var norðanundir fjóshlöðunni. Taðan handa kúnum var tekin í trémeisa, og átti hver kýr sína meisa, tvo að tölu bæði fyrir kvöld og morgungjöf, voru þeir greinilega merktir, svo að ekkert ruglaðist, Heyið var allt tekið á daginn, að loknum fjósverkum á morgnana, var meisunum raðað milli mála á fjósstéttina eða inn í göng. Var þetta gert til þess, að sem minnst þyrfti að ganga um útidyr fjóssins. Þó voru morgunmeisarnir oft ekki bomir inn fyrr en úr þeim var gefið. Flórinn var ekki tæmdur nema á morgnana, en á kvöldin var mykjunni mokað í annan enda hans. í flórinn var borin aska, afrak og rofmold, sem geymd var í haug austan undir fjósvegg, og stundum einnig svarðarmold. Mykjan var borin út í handbörum, sem tveir báru. Voru þær grunnt trog sem kjálkar voru festir við. Kúm var brynnt í bæði mál. Var áma mikil á fjósstéttinni, sem vatn var borið í einu sinni á dag. Trérenna var gegnum fjósvegginn, sem vatninu var hellt gegnum ofan í tunnuna. Sá karlmanna, sem fjósið hirti, annaðist einnig vatnsburð í bæinn. Stúlkur mjólkuðu ætíð, enginn pilta kunni að mjólka. Mjaltakonan annaðist oft gjöfina með fjósamanni og bar út með honum mykjuna. Venjulega mjólkaði Margrét húsfreyja eina kú, sem hún þá hafði sérstakt eftirlæti á. Á sumrin önnuðust hún og mamma allar mjaltir. Mig minnir, að kýmar væru látnar bera á öllum tímum árs, nema sjaldan um hásumarið, ef það bar við, var það fyrir einhver mistök. Þegar þær nálguðust burð var ætíð vitjað um þær á nóttunni, og jafnvel vakað yfir þeim, ef þær voru búnar að hafa yfir, eða þær þættu burðarlegar. Þótti það hirðuleysislegt, ef kýr bar í flórinn, enda var það sjaldgæft. Æfinlega var vakað yfir kúm, þangað til þær urðu heilar, ef þær báru seint að kveldi. Þeim, sem vakti, var gefið eitthvert góðgæti í vökubita. Þegar kýrnar höfðu karað kálfinn, var hann tekinn og ýmis látinn í kálfsbás, sem var á stéttinni eða inn í gamla eldhús. Þegar kálfum var slátrað var það oftast gert 4 dögum til viku eftir að þeir voru bomir. Kálfsketið var oftast selt til Akureyrar. Það var eftirsótt nýmeti á vetrum, og því betra, sem kálfurinn var lengur alinn. Annars féll Stefáni alltaf illa að aflífa kálfa, og hann gat helst ekki borðað kálfsket. Ætíð var þess gætt, að sem minnstur umgangur væri um fjósið milli mála. Kýmar þurfa að hafa ró, sagði gamla fólkið. d. Búfjársjúkdómar. Enda þótt búfjárkvillum gæti skotið upp á öllum tímum árs, tel ég rétt að geta þeirra hér, því að mest varð vart við þá á vetrum sem vænta mátti, þegar allar skepnur voru í húsi. Helstu sauðfjárkvillamir voru höfuðsótt og bráðapest. Máttu þeir báðir þó heita úr sögunni seinni árin, sem hér er fjallað um. Bólusetningin útrýmdi bráðapestinni. Var bólusett á hverju hausti, öll líflömb og veturgamalt fé. Gerði Jón bóndi í Dunhaga það fyrri árin, en síðar lærðu þeir bræður það, og bólusetti Halldór Stefánsson oftast, einnig stundum fyrir nágrannana. Fyrir kom að eitt og eitt lamb drapst úr bráðapest á haustin áður en bólusett var, og jafnvel einstöku veturgömul kind, en fjarri fór því, að slíkt gerðist árlega. Helst þótti pestarhætt á haustin, ef langvinn frost gengu áður en fé væri tekið í hús, en jörð auð og héluð. Höfuðsótt var einnig sárasjaldgæf, og eftir 1910, að ég fór að fylgjast með fé, efast ég um að meira en 1-2 kindur hafi drepist úr henni. Hundar voru hreinsaðir árlega, og eins og fyrr getur var mestu varfæmi gætt í meðferð sulla og sollinna líffæra á blóðvelli. Síðari árin bar dálítið á riðusótt. Kom hún upp á bæ einum í Öxnadal og virtist smita frá sér, ef kindur höfðu samgang við fé þaðan. Þannig fann hrútur einn að heiman upp á því að ganga þar í kvíám eitt sumarið. Varð að lóga honum vegna riðusóttar í vetrarbyrjun. Engin ráð voru til við henni. Stundum f engu ær og lömb skitu á vetrum. V ar þeim þá gefið tóbaksseyði og batnaði oftast við það, einnig var Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.