Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 23
Mynd úr Fjörunni. Sennilega tekin um 1910. Ókunnugt er um nafn Ijósmynd- ara. Af þessari mynd er greinilegt að farið er að fylla upp fyrir íbúðarhúsum, t.d. þeim sem sjást bera í austurgafl kirkjunnar, neðan Aðalstrætis. Eign Minjasafnsins á Akureyri. kaupum af þáverandi eiganda jarðar- innar Nausta, Jóni Jakobssyni, sýslu- manni. Þegar handiðnaðarmennirnir og tómthúsmennirnir voru að flytja til bæjarins uppúr 1840 var varla not- hæfur lóðarskiki eftir í sjálfum versl- unarstaðnum. Þessir menn þurftu því að nýta annan kost. Fyrir innan Akureyri var mjó und- irlendisræma með sjó fram, sumstað- ar ekkert nema sandur, enda var hún kölluð Fjaran. Allra nyrsti hluti þess- arar undirlendisræmu mun hafa til- heyrt hinni löggiltu verslunarlóð frá upphafi, en vegna annmarka á búsetu þar byggðist hún síðar en ætla hefði mátt. Einhversstaðar á þessu svæði hafði verið hin foma viðskiptaaðstaða norðlenska kirkjuveldisins sem minnst var á hér að framan. Mikið vatn hafði runnið til sjávar síðan hún hét og var og allar aðstæður á þessu svæði breyst verslun í óhag, svo sem síðar verður vikið að. Syðsti hluti Fjörusvæðisins, og langstærstur hluti hennar, hafði verið Akureyrar beinlínis fyrir þrifum, svo sem þegar þeir komu í veg fyrir áformin um byggð á Oddeyri sem siðar verður vikið að. Lóðahrams danskra kaupmanna á fyrstu árum „fríheitanna“ var þeim mun bagalegra þar sem Akureyri í þrengstu merkingu var til þess að gera lítill landskiki sunnan Búðarlækjar þar sem dönsku verslunarhúsin stóðu í ólögulegri þyrpingu og tóku upp meira pláss en nauðsynlegt var. Lengi vel var þráast við að byggja norðan Lækjarins. Mönnum leist ekki meira en svo á hann þegar hann ruddist fram ljótur og úfinn, einkum í leys- ingum á vorin og olli skemmdum á mannvirkjum. Eigi að síður var ráðist til atlögu við hann og hann sveigður meir norðurávið til að koma fyrir ör- fáum byggingarstæðum til viðbótar á hinni löggiitu kaupstaðarlóð. Með tímanum risu svo upp nokkur hús norðan hans. En því fylgdi kostnað- Akureyri. Ljósmynd Ónnu Schiöth. Velflestar myndir hennar, sem varð- veittar eru, eru afburða vel teknar, greinilegar og vel unnar. Virðist ekkert lát á þeim þótt sumar hverjar séu rúm- lega aldar gamlar. Er fyllsta ástœða til að halda þessu verki Önnu á lofti því allar myndir hennar hafa menningar- sögulegt gildi, ekki einungis fyrir sögu Akureyrar heldur og fyrir það tímabil sem þœr eru teknar á. Eign Minja- safnsins á Akureyri. arauki með lóðakaupum af Eyrar- landsbónda, sem átti þær byggingar- hæfustu, svo og með smíði brúa sem lítt var vandað til, eftir því sem heim- ildir herma, og stórhættulegar einum manni hvað þá fleirum. Þótt vöxtur Akureyrar væri afar hægur í rúmlega hálfa öld eftir að kaupstaðatilskipunin komst á, var lóðaskorturinn eigi að síður mikið vandamál. Danska valdstjórnin stóð engan vegin við fyrirheitin um ókeypis lóðir til þeirra fáu íslendinga sem urðu sér úti um réttinn til að ger- ast kaupstaðarbúar. Nokkra úrlausn veitti hún þó árið 1793 með lóða- Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.