Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 35
aðallega að vera upp á punt hjá okkur og heiðursgestur líka og þó. — Viltu grípa í árina hjá mér? — Velkomið, ansaði hún. Hann stakk hendinni undir þóftuna. — Þarna ertu, vinkona. Hann dró fram nikkuna sína. Hann settist í stefnið og spilaði algeng lög sem allir kunnu. Kvöldblíðan lognværan kyssir hvem reit, komið er sumar og hýrt er í sveit o.s.frv. Þau sungu af lífi og sál og söngurinn hljómaði í kvöldkyrrðinni. — Jafn indælan dag og þennan hef ég sjaldan lifað, sagði Leifur. — Ég kem á hverju vori eins og farfuglarnir, ef ég má og get.. — Vertu velkominn vinur, ansaði Þorsteinn. Séra Halldór var kominn með kerru og hest. Hann varð undrandi, þegar hann frétti hver skaut selinn. Hún er heldur engin venjuleg stúlka á neinn hátt, hugsaði hann. Þau báru eggin heim, því fátt er brothættara. Fólkið var þreytt eftir ferðina og fór snemma að hátta. 22. KAFLI Næstu daga var unnið sleitulaust og lögðu allir sig fram. Stúlkurnar bökuðu og brösuðu þvi nóg þurfti að vera til um hvítasunnuhelgina. Þá var búist við fjölmenni til messu og öllum var gefið kaffi. Hannes lét í ljósi að hann vildi ekki vera smali lengur, heldur vinna með piltunum. — Ég er ekki að verða neitt barn lengur, sagði hann. — Ég veit um einn sem hægt er að fá til að sitja ærnar. Það er Nonni á Felli. Það var næsti bær við Hraun. Honum leiddist í Hlíð í fyrra, fékk ekki í sig hálfan og annað eftir því. Presturinn samþykkti þetta og Hannes var sendur til að fala Nonna í embættið og var það auðsótt mál. Daginn eftir kom snáðinn með pokann sinn. Hann var 11 ára, pasturslítill að sjá, en það var seigla í svipnum og upplitið ákveðið. Dísa átti að vinna inni alla vikuna og sætti sig við það. Piltarnir unnu við að stinga út úr húsunum og luku við ávinnsluna og mógröftinn. Bæði Símon og Leifur gengu að allri vinnu með hinum, kærðu sig ekkert um að vera ómagar. Á kvöldin skruppu ungu mennirnir á sjó og varð vel til fanga. Tíminn flaug áfram og fyrr en varði rann hvítasunnu- helgin upp. í Hvammi var allt undirbúið og hátíðablær kominn á allt og alla á laugardagskvöldið og fólkið „slappaði af“. Valgerður var sest að og prestshjónin hvíldu sig í hjónahúsinu. Flest fólkið var í eldhúsinu og gerði að gamni sínu. Þóra hitaði aukasopa og bar fram hátíðabrauð með, eins og hver vildi. Sumir fengu sér brennivínslögg útí. Hannes hló dátt, þegar Kristján tók utan um konu sína og kyssti hana rembingskoss fyrir kaffið, aldrei þessu vant. — Kristján þó, sagði Þóra og fór hálfvegis hjá sér. — Ertu orðinn fullur, eða hvað? Framhald í næsta blaði. Þar munaði mjóu . . . Framhaldaf bls. 340 Það virtist sem enginn hefði kjark til að heyra sjálfan sig tala um þetta viðkvæmnismál. Ég held meira að segja, að við Lolla höfum verið næstum fulltíða, þegar við fengum okkur til að rifja upp hina reynsluríku bernskuminningu. Hér lýkur frásögn Soffíu. Mér er ekki grunlaust um, að hún hafi oftar komizt í hann krappann, þó fleira verði hér ekki tilfært. Þjófaleitarmenn í Bólu ... Fmmhaidaf bis. 337 sölum á 1/8 hluta jarðarinnar, á móti Jónatan Þorfinns- syni. Þar bjó Pétur í þrjú ár við batnandi hag. Vorið 1844 tók Pétur Fremri Kot til ábúðar, hafði bóndinn þar flutt burtu úr hreppnum, en að Uppsölum flutti þá Sigurður sonur Jónatans og tók mestan hluta jarðarinnar til ábúðar, en Jónatan var eftir það aðeins á þeim 1/8 er Pétur hafði búið á. Pétur bjó á Fremri Kotum 1844-1861, virðist hann öll þau ár vera góður bjargálna bóndi. Kristín kona hans dó 16. júní 1860. Þá bjó á Úlfsstöðum Guðrún Sigurðardóttir með mörg börn og flest ung, ekkja Kristjáns Þorsteins- sonar frá Stokkahlöðum (Kristján dó 1859); hafði hann búið á Úlfsstöðum. Pétur hefir víst ekki neitt verið að hugsa um að hætta búskap, þó hann missti Kristínu konu sína. Vorið 1861 flytur hann að Úlfsstöðum til Guðrúnar og kvæntist henni um haustið (31. okt.). Þá hefir hann verið nálægt því að vera hálfsjötugur, en brúðurin nokkuð á fimmtugs- aldri. Á Úlfsstöðum bjó Pétur svo til dauðadags, við sæmilegan efnahag, en síðasta árið minnkaði hann við sig og bjó á þriðjungi jarðarinnar. Hann lézt á Úlfsstöðum 3. júlí 1870, þá sagður 75 ára. Eins og sést hér af framanrituðu var Pétur búandi maður árin 1832-1836 ekki mjög langt frá Hjálmari skáldi, en árin 1836-41 í nágrenni við hann til beggja hliða flest árin, en þau ár öll í vinnumennsku. Ekki er kunnugt um nein viðskipti þeirra. Pétur hafði verið friðsemdarmaður, vel skýr og mun hafa stundað vel hag húsbænda sinna og sinn eiginn, þá er hann var við búskap. Pétur á Tyrfingsstöðum, faðir hans, var sonur Péturs bónda á Molastöðum í Fljótum (f. 1734 - d. 1816), en hann var albróðir Jóns Péturssonar fjórðungslæknis í Viðvík. Pétur á Fremri Kotum og Kristín kona hans áttu tvo sonu, Jón og Pétur, var Jón átta árum eldri. Afdrif Jóns voru hörmuleg. Hann hrapaði til dauða í Valagili, framan við Fremri Kot 19. nóv. 1856, 22 ára. Hinn sonurinn, Pétur, fór með föður sínum að Úlfsstöðum. Flutti hann síðar burtu úr héraðinu. Varð hann að síðustu búsettur í Reykjavík og bæjargjaldkeri þar 1884-1909. Greindar- maður og menntaðist nokkuð. Eitt af börnum hans var hinn merki gáfu- og vísindamaður dr. Helgi Péturss. Með seinni konunni, Guðrúnu Sigurðardóttur átti Pét- ur eina dóttur Kristínu að nafni. Hún giftist, en skildi við manninn og fór til Vesturheims. Nokkrir niðjar hennar eru þó hér á landi. Heimaerbezt 355

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.