Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.10.1978, Blaðsíða 21
Höfuðból Eyjafjarðar 2 „Bærinn“ Með tilskipuninni um „fríheit“ kaup- staðanna á Islandi 17. nóv. 1786 og innreið fríhöndlunarinnar svonefndu sem fylgdi i kjölfarið (1787) var í fyrsta skipti í sögu íslands reynt að teygja menn til að setjast að í kaup- stöðum og skapa þar borgaralega lífshætti. Hverjum þeim sem þetta vildi þiggja var heitið mörgum fríð- indum og sérréttindum. Sá sem æskti borgararéttar átti að fá hann, sverja trúnað við kónginn (borgaraeiðurinn) og fá síðan sitt bréf ókeypis. Eftir það mátti hann stunda verslun í þeim héruðum sem lágu undir hvern kaup- stað. En þeir voru tilnefndir 6 sam- kvæmt tilskipuninni. Handiðnaðar- mönnum var einnig heitið ýmsum náðarveitingum ef þeir vildu setjast að í kaupstað. Þeir höfðu rétt til að gerast meistarar og selja smíðisgripi sína og vinnu á sama hátt og kaup- menn, en ekki máttu þeir hafa aðra kaupverslun. Byggingarstæðum skyldi úthlutað til borgaranna ókeypis á þann hátt að þau yrðu eigi of náin hvert öðru og skyldi hverjum hús- grunni fylgja garðstæði. Og fleiri fríðindi fylgdu sem nýjabragð var að, svo sem trúarbragðafrelsi og tíma- bundin skattfríðindi o.fl. En kaupstaður þótti varla standa undir nafni nema þar byggju aðrir menn en þeir sem verslun og hand- iðnir stunduðu. Annar vinnukraftur þótti og nauðsynlegur. Því má með töluverðum rétti segja að með þessari nýju skipan hafi gömul „vandræða- böm“ bændaþjóðfélagsins, lausa- menn og húsmenn, öðlast nýtt gildi í tilverunni þótt um þá væru látnar gilda aðrar og strangari reglur en um aðra kaupstaðarbúa og tálmanir væru settar fyrir aðstreymi þeirra. Raunverulega boðuðu þessar nýju stéttir kaupstaðanna, borgarar, hand- iðnaðarmennirnir og tómthúsmenn- imir, nýja verkaskiptingu hjá þjóð- inni. En svo að segja allt fram að þessu timabili hafði saga hennar streymt fram í farvegi stétta sem skiptust í bændur og vinnuhjú. Margur jarðar- eigandinn hafði þó gránað í vöngum yfir þeim losarabrag sem fyrir löngu var farinn að setja mark sitt á þessa stéttagreiningu. Það er augljóst að rausnarlegum „fríheitum“ kaupstaðatilskipunarinn- ar og fríhöndluninni var ætlað að renna stoðum undir framfarir og vel- megun á fslandi. En hér fór öðruvísi en bestu menn þjóðarinnar væntu. íslendingar voru gjörsamlega van- búnir og kunnu lítt til verka til þess að geta hagnýtt sér þessi fríðindi fyrst í stað. Lærðir íslenskir iðnaðarmenn voru fáir. Og þeir íslendingar sem hugðu á kaupskap fengu úrgang verslunarhafnanna um að velja. Það voru því danskir, norskir og sles- víkskir þegnar danakóngs sem fleyttu rjómann ofan af þessari framfaravið- leitni. En þrátt fyrir þetta varð tilskipunin um „fríheit“ kaupstaðanna á íslandi upphaf að miklum aldaskiptum í sögu íslensku þjóðarinnar. Akureyri var einn þeirra se\ versl- unarstaða sem veitt var kaupstaðar- réttindi með þessari nýju tilskipun. Kaupsvið hennar náði yfir fjórar norðursýslumar: Húnavatns-, Skaga- fjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslu. Þetta var stórt verslunarsvæði sem hefði getað orðið vettvangur at- Heima er bezt 341

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.