Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 21
GÍSLI HÖGNASON SKRÁÐI: Ætli þú skreppir þetta ekki... Þáttur af Vigfúsi Guðmundssyni, Aðalbóli Framhald úr síðasta blaði. Byggingameistarar voru Sigurður Bjargmundsson og Arinbjörn Þor- kelsson. Sigurður er dáinn fyrir nokkrum árum en Arinbjörn er lif- andi ennþá (1980). 6 Egill var þátttakandi að þessum byggingaframkvæmdum og áhuga- mál hans að fá vörurnar með skipum upp á Stokkseyri eða Eyrarbakka, flýttu augljóslega fyrir þessum fram- kvæmdum. Stytti flutningaleiðir og gerði allt auðveldara í framkVæmd. Þetta var fyrsti neistinn sem Egill tendraði, sem varð að stórum loga. 1 raun upphaf nýsköpunar, þó áð það orð væri ekki þekkt þá. Það voru að myndast veðraskil yfir Suðurlands- undirlendinu, og í vændum var betri tíð. Þegar ég er hjá Agli kaupmanni í Sigtúnum, þá er hans fasta starfslið Grímur faðir hans, einn vinnu- eða pakkhúsmaður og ég sem bílstjóri. Þetta var fasta liðið fyrir utan laus- ráðið fólk á lestum haust og vor, til dæmis við ullarmat. Þegar Egill selur svo nýstofnuðu félagi, Kaupfélagi Árnesinga, verslun sína, og gerist for- stjóri hins nýja félags, er tekur til starfa 1. jan. 1931, þá fer þetta fasta starfsfólk Egils með honum yfir til kaupfélagsins. Egill sem forstjóri, Grímur faðir hans aðalmaður í búð, ég sem bílstjóri og Júníus Ólafsson pakkhúsmaður, er síðar verður bíl- stjóri og starfsmaður kaupfélagsins til dauðadags. Sigurður bróðir Egils var starfsmaður hjá Agli um tíma, við pakkhússtörf, en vann stutt hjá kaupfélaginu, fór fljótlega til sjós. Vigfús Guðmundsson. Strax um þessi áramót er Helgi Ágústsson bóndi á Syðra-Seli ráðinn til kaupfélagsins og skráður verslun- arstjóri. Við stofnun kaupfélagsins breytast mín störf ekki, nema þá í það að ég hafði ennþá meira að gera. Hafði heimili mitt í Tryggvaskála, en var skrifaður í Sigtúnum. Aðalbreyt- ingin var sú að ég fékk meira kaup. Hjá Agli var miðað við 300 kr. á mánuði, en nú hafði ég sama kaup og verslunarstjórinn Helgi Ágústsson, eða 400 krónur á mánuði. Það þótti mikill peningur í þá daga, alveg rosa- legur peningur. Sjálfur hafði Egill eitt þúsund krónur á mánuði, það var ekkert leyndarmál. Við skulum ekki ganga framhjá því, og leitt ef það gleymdist, að sunn- lenskir bændur og allir sunnlendingar mega minnast þess, að hefði ekki slíkur maður sem Egill í Sigtúnum haft þetta unga fyrirtæki með hönd- um, hefði það farið í hundana: Hann lét ekki „helvítin fyrir sunnan", kúga sig. Gömlum mönnum sem líta til baka, hættir við að gleyma ýmsu, og líta einnig stundum á liðna tíð sem eins- konar frægðarsögu. En mér er dálítið kunnugt um þetta. Var víða viðstadd- ur og kom víða við sögu, þegar verið er að draga um barkann á Heklu sálugu, sem var á sínum tíma eitt af stærstu verslunarfyrirtækjum á ís- landi. Það mætti orða það svo að Kaupfélag Árnesinga sé stofnað á blóðvelli annars kaupfélags. Það voru ekki góðar spár og það kostaði mörg orð víða, að safna saman stofnendum til að geta stofnað Kaupfélag Árnes- inga, enda urðu stofnendurnir aldrei nema innanvið tuttugu talsins. Og að hugsa sér, það er eiginlega ekki búið að jarða annað kaupfélag, þegar hitt er stofnað, svo það var nú ekki spáð vel fyrir þessu. Og ég fullyrði, að það mátti enginn aukvisi standa fyrir þessu nýja kaupfélagi. Um það get ég dæmt af eigin reynd. Undir eins eftir áramótin þegar kaupfélagið var tekið til starfa, er ég sendur til Reykjavíkur til að gera innkaup, ná í vörur og koma þeim austur. Viðtökurnar sem ég fékk hjá heildsölunum þá, þar sem ég bað um vörurnar, eru mér alveg ógleyman- legar. Ja, þeir hristu bara hausinn og spurðu svo: „er þetta ekki allt á hausnum.“ Ég segi eitthvað á þá leið, nú hvað er þetta, Egill í Sigtúnum stendur fyrir þessu. Hjá þessum mönnum var ég búinn að fá vörur fyrir Egil. Þá sögðust þeir hafa haldið að ég væri sendur frá einhverju Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.