Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 10
Eiginkona Sigurðar, Sigríður Sigurðardóttir. horn í síðu útvarpsins eins og best sést hvernig þeir fara með tekjulindir þess, s.s. afnotagjöldin.“ — Nota ekki stjórnmálamennirnir mörg ráð til að kom- ast í útvarpið með sín sjónarmið? „Þeir nota ýmis brögð, sérstaklega eftir að sjónvarpið kom líka, þá eiga þeir til að hringja til okkar og segja: „Sjónvarpið er búið að biðja um viðtal við mig í kvöld, viljið þið ekki líka fá viðtal?“ Stundum hefur þetta hrifið og það hefur komið fyrir að sami maður hafi hringt á báða staði með þessum hætti. Svona klæki hefur maður orðið var við, en ekki beinlínis að þeir heimti að fá að komast að með eitthvað tiltekið efni, nema tilefni hafi gefist í útvarpsfrétt- um og þá er ekkert sjálfsagðara.“ — Hvernig líkar þér svo lífið nú þegar þú ert að mestu hættur hjá útvarpinu? „Mér líkar það óskaplega vel. Ég var þarna í 37 ár og er auðvitað orðinn ansi þreyttur á þvarginu. Annars má það vel koma fram að mér finnst fyrirkomulagið á þessum „öldrunarmálum“ óttalega vitlaust. Ég hefði kosið að hafa þetta eins og er hjá sumum stéttum, að eftir því sem árin færast yfir þá minnki vinnuskyldan. Fyrir marga sem hafa engin áhugamál að hverfa að er þetta allt of mikið stökk, að hætta bara einn góðan veðurdag að vinna. Þetta verður andlegt áfall.“ — Hvað með þín áhugamál? „Ég er nú ennþá með annan fótinn niður í útvarpi, ég gat ekki hugsað mér að slíta tengslin algjörlega við fyrrum samstarfsmenn mína og sé því um að útbúa leiðara lands- málablaðanna til lesturs á mánudagsmorgnum. En ég hef nóg áhugamál að halla mér að, ég hlusta mikið á tónlist og les allt milli himins og jarðar.“ — Þú hefur kannski tekið fiðluna fram aftur? „Nei, ég hef nú ekki ennþá tekið hana upp, mér hrýs hálfpartinn hugur við því, ég hef ekki snert hana í um þrjátíu ár. Hver veit nema það sé samt næsta mál á dagskrá. Fiðlan er erfitt hljóðfæri og það tæki mig eitt til tvö ár að ná upp þeirri kunnáttu sem ég hafði með því að vera duglegur. Og þegar maður er kominn á þennan aldur þá bætir maður nú ekki miklu við sig í árangri.“ Síðan bætir Sigurður við hlæjandi: „Annars er það upplagt fyrir þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur að detta bara í það,“ en bætir síðan við alvarlegri í bragði: „Nei, maður hefur nú séð nógu mikið af góðum drengjum verða brennivíninu að bráð og maður er eiginlega hissa á sjálfum sér að hafa verið með í þeim leik. Áður fyrr tíðkaðist það mikið að það var ekki haldinn blaðamannafundur án þess að þar væri haft áfengi um hönd, helst svo mikið að menn færu moldfullir. Þetta hefur sem betur fer breyst mjög til hins betra hin síðari ár og fer fram með meiri virðuleikablæ og án áfengis. Þetta var orðið svo slæmt á tímabili að blaðamennirnir sumir gátu ekkert skrifað um það sem fram fór.“ — Hefur þú fengið þennan svokallaða „míkrófón skrekk“? „Já, já. Ég féll einu sinni saman framan við hljóðnemann í miðjum íþróttaþætti. Ég var með vandað handrit og fékk því tíma til að hugsa um eitthvað annað. Það greip mig einhver skelfing og hjartað fór að taka aukaslög, ég streittist við að halda áfram þangað til leið yfir mig. Það hafði enginn varað mig við þessu, því þetta er tilfinning sem kemur yfir flesta einhvern tímann sem hafa atvinnu sína af því að tala í útvarp. Menn eiga bara að hætta að tala og slaka svolítið á en ekki að streitast á móti. Þetta var ægileg lífsreynsla.“ Eiginkona Sigurðar Sigurðssonar er Sigríður Sigurðar- dóttir ættuð frá Vestmannaeyjum og sennilega best þekkt sem „Sissa í Isafold“, en hún var lengi verslunarstjóri í bókaversluninni ísafold, en er núna verslunarstjóri í bóka- deild Pennans. Þau eiga þrjú börn: Sigurð, Ingibjörgu og Hrafnhildi. „Ég gifti mig árið 1944, þá var maður búinn að aura fyrir innbúinu og við byrjuðum að búa á hanabjálka að Lauga- vegi 44. Það var óskaplega erfitt að fá íbúð á þessum árúm og það var eitt af góðverkum Jónasar Þorbergssonar að hann tók tvær hæðir á leigu við Klapparstíg sem hann leigðu svo nokkrum starfsmönnum útvarpsins. Jónas hugsaði vel um sitt fólk.“ Ég þakka Sigurði fyrir skemmtilegt samtal og geng út i Reykjavíkurrigninguna. 194 Heima er be:l

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.