Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 31
Heimurinn er betri en við höldum Krístján frá Djúpalæk: Píla Pína. Rvík 1980. örn og örlygur. Hér hefir Kristján sest niður til að segja börnum ævintýri um litla mús, ævi hennar og þroska. Er ævintýrið sagt á fögru máli, sem bömin skilja, og vonandi skynja þau einnig andann að baki orðanna, útþrána og þekkingarþorstann, og þau skynja að furðumargt er líkt með þroskasögu mannsbarnsins og músarbarnsins. Niður- lagserindi æfintýrsins er boðskapur þess í hnotskurn: Heimurinn er betri en við höldum. Hitt er flest af okkar sjálfra völdum, sem móti blæs og miður fer. Best er öllu böli því að gleyma, sem bætt við ekki fáum úr, og dreyma það eitt, sem fallegt er. Ef æfintýri Pílu Pínu gæti kennt börn- um þetta, mundi margt breytast til hins betra, og þá er ekki til einskis ort. Æfin- týrið er með myndum eftir Pétur Hall- dórsson og lög við Ijóðin eftir Heiðdísi Norðfjörð. Þingeyskur fróðleikur Árbók Þingeyinga 1979 Ritstjórar: Arnljótur Sigurjónsson, Kinnur Krístjánsson og Sigurður Gizurarson. Akureyri 1980. Nýlega kom 22. árgangur Árbókar Þing- eyinga út undir ritstjórn nýrra manna. Virðist sem þeim hafi tekist fullkomlega að halda uppi merki fyrirrennara sinna við ritstjórnina og er bók þessi eins og bækur fyrri ára full af fróðleik um þing- eysk málefni, bæði gömul og ný. Árbók Þingeyinga hóf útkomu árið 1958 og var aðalhvatamaður útgáfunnar Jóhann Skaptason fyrrv. sýslumaður. í ritsafni þessu er samankominn mikill fróðleikur sem safnast hefur saman í heftin undan- farin 22 ár, efni sem annars hefði e.t.v. farið forgörðum eða legið í skúffum eng- um til ánægju. Forsíðumynd Árbókar- innar er af Húsmæðraskólanum á Laug- um og er aðalgrein bókarinnar um Hús- mæðraskóla Þingeyinga fimmtíu ára eftir Pál. H. Jónsson sem hefur átt drjúgan þátt í ritun bókarinnar síðustu árin. Af öðru efni sem vakti sérstaka athygli mína var viðtal við Guðrúnu Þórðardóttur sem varð 100 ára 10. september 1979, og var við það tækifæri gerð að heiðursborgara Húsavíkur. Viðtalið er skráð af Ástu Jónsdóttur og þó það sé stutt, þá lýsir það þessari gömlu konu einkar vel. Margt fleira mætti nefna af efni úr Árbókinni, t.d. frásögn Teodórs Gunnlaugssonar á Bjarmalandi eða Æskuljóð Völundar Guðmundssonar, en hér skal þó látið staðar numið. Árbók Þingeyinga er heilsteypt verk og merkt framtak sem Þingeyingar geta verið stoltir af og er vonandi að bókin haldi áfram að koma út í framtíðinni í svipuðu formi og verið hefur. — GM. ísland á stríðsárunum Sólrún B. Jónsdóttir: ÍSLAND Á BRESKU YFIRRÁÐASVÆÐI. Rvík 1980. Menningarsjóður. Rit þetta er gefið út af sagnfræðistofnun Háskólans, og er að stofni til magister- prófritgerð höfundar við Lundarháskóla. Nær eingöngu er stuðst við óprentaðar heimildir, þ.e. skjöl geymd í ráðuneytum á íslandi, Bretlandi og í Danmörku. Er þar því margt, sem er lítt kunnugt almenningi og annað einungis mjög lauslega. Því að þetta er í fyrsta sinni, sem frumgögn í málinu birtast, enda þótt alkunnugt væri, að Bretar voru hér mjög umsvifamiklir á heimsstyrjaldarárunum fyrri, og margt misjafnt um það rætt. Margt er þarna nýstárlegt, t.d. það hve Bretar virðast hafa verið seinir á sér að skilja þýðingu Islands í styrjöldinni. Ljóst er af ritinu hversu mjög ísland var háð Bretum á þessum ár- um, og þótt vér hefðum óskað að margt væri öðruvísi gert, þá má samt sjá hver nauðsyn oss það var að njóta þó samskipta við vinveitta lýðræðisþjóð. Það er létt að hugsa sér. hver kjör vor hefðu orðið ef við einræðisstjórn hefði verið að etja. Margt má af bókinni læra og draga af henni lærdóma um framtíðina, þótt tímar séu breyttir, og hún þrátt fyrir allt að sýna oss, að vér erum hlekkur í samstarfi vestrænna þjóða, og okkur ekki síður en þeim nauðsyn að eiga við þær vinsamleg skipti. Að því leyti er góður fengur að bók þessari. Frá seið- og galdralögum Hallgrímur Helgason: ÍSLENSKAR TÓNMENNTIR. Rvík 1980. örn og örlygur. Bók þessi er doktorsritgerð höfundar og fjallar um elstu tónmenntir fslendinga, kvæðalögin og fornsögu þeirra allt frá seið og galdralögum. Er þetta fyrsta íslenskt músikvísindarit á háskólastigi og af því einu væri það metfé. Annars er það ekki á færi annarra en tónmenntaðra manna að dæma verkið, en viðurkenning sú sem höfundur hefir hlotið fyrir það hjá merk- um háskóla er trygging þess, að vel sé að unnið. Bókin er fallega útgefin. Erlendur maður skrifar íslenska unglingasögu Svend Ottos: HELGI FER í GÖNGUR. Rvík 1980. Almenna bókafélagið. Það er ekki algengt, að erlendir barna- bókahöfundar sæki efni til ísiands, en það hefir þessi höfundur gert, og segir hann þar sögu af skagfirskum strák, sem fær að fara í göngur, en lendir þar í allmiklum háska, en allt fer vel að lokúm. Höfundur hefir dvalist á íslandi, og er athyglisvert hve vel hann hefir kynnt sér göngurnar og allt, sem þeim fylgir og þá fremur öðru viðhorf unglinganna, sem fara í göngur í fyrsta sinn. Þetta er myndasaga, og eru myndirnar ánægjulegar nema mér líka ekki kindurnar. Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.