Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 24
eiginhagsmunaskyni, það var lagt svona út. í Reykjavík á Hverfisgötu 50, er kaupmaður að nafni Guðjón Jónsson, og er Árnesingur. Hjá Guðjóni hafa flestir áætlunarbílar austanfjalls að- stöðu og endastöð. Einn af þeim bíl- um er bíll Guðmundar á Læk. í gegnum þetta fær Guðjón kaupmað- ur geysi. mikla verslun vítt um Árnes- sýslu og einnig austan Þjórsár. Guðjón kemur austur til að hyggja að sínum hagsmunum. Það verða átök við hinn nýja kaupfélagsstjóra og þeir berjast eins og ljón. Gísli á Stóru- Reykjum var einnig mikill vinur Guðjóns kaupmanns, eins og Guð- mundur á Læk, en Gísli var sam- vinnumaður og gekk í lið með Agli, og varð traustur kaupfélagsmaður. Auð- vitað hefði Egill getað selt þeim verslun sína og farið i burtu með stóra fjármuni og sett sig niður á öðrum stað með eigin atvinnurekstur. Heppni var að svo varð ekki, hver eða hverjir sem það voru, sem áttu þar hlut að. Én það er enginn efi á því, að þegar Egill selur Kaupfélaginu versl- un sína, sér hann tækifæri til að gera stóra hluti. Með þessu „fær hann mennina með sér“, og þá er það þetta stóra sem hann hefur gengið með í höfðinu, í sjónmáli. Og sem hann framkvæmir svo, en hefði ekki gefist tækifæri til sem einstaklingi. Þetta sá Egill strax, á því er enginn vafi, og það ræður úrslitum um, að hann tekur starfið að sér. Eða sem, ef til vill, réði úrslitum um að hann gaf kost á að selja sitt fyrirtæki. Hefðu það nú ekki verið nema hans eigin flokksmenn, sem urðu honum andsnúnir, og kölluðu hann svikara, hefði það nú verið fyrir sig, en því var nú ekki aldeilis að heilsa. Pólitískir andstæðingar hans og samvinnumenn létu þar ekki sitt eftir liggja. Sögðu kaupmanninn á Selfossi vera að bjarga eigin skinni, með því að selja verslun sína, því maðurinn hefði verið að fara á hau^inn, með allt draslið. Hreppstjóri í næstu sveit átti að vera farinn i rúmið af sálarveiki, vegna ótta um að hann yrði öreigi af ábyrgðum sem á hann myndu falla, þegar kaupmaður færi á hausinn. Og að síðustu, sú svívirða sem samvinnu- Gísli Jónsson, Stóru-Reykjum. félagsskapnum var gerð með að ráða íhaldskaupmann fyrir kaupfélags- stjóra. Öll þessi ósannindi bárust Agli til eyrna. Þrjú síðustu árin, sem Egill rak verslun í Sigtúnum á Selfossi, var mér vel kunnugt um, að hann bætti mjög sína fjárhagsstöðu. Á þessum þrem árum, gat hann borgað 50 þús. krónur af skuldum ár hvert og langt frá að hann væri í neinum fjárhagsvanda, heldur þvert á móti. Þó að satt væri að fyrrnefndur hreppstjóri ætti við van- heilsu að stríða, var það ekki af ótta við yfirvofandi áfallandi skuldir. Hitt var sönnu nær að hann hefi ekki getað átt samleið með Agli yfir í samvinnu- félagið, ekki strax, en síðar. Síðasta atriðinu svaraði Egill með sínu lifs- starfi. Aðal atriði mitt er að koma hérna að þessum miklu viðburðum, þegar hugmyndin að stofnun Kaupfélagsins á sér stað. Og það kom fram hvers- konar mannpersóna Egill í Sigtúnum var. Framhjá því verður ekki gengið, að Egill átti þátt að stofnun Mjólkur- bús Flóamanna. Stofnun þessara tveggja félaga eru merkilegustu við- burðirnir og þátttaka Egils er þar höfuð burðarásinn í hvað við erum komnir langt á þessu sviði félagsmála, Kynni okkar Egils verða óhjákvæmi- lega mjög náin og héldust alla tíð. Ég er ekki sá heimspekingur að koma réttum orðum að því, hvað það er sem veldur því að Egill verður slík- ur foringi. Einskonar allsherjargoði Oddaverja og Haukdæla. Maðurinn bjó yfir óskaplegu viljaþreki, þó svo að hann væri fárveikur. Að hugsa sér það, að þessi maður gengur með dauðann í brjóstinu öll sín mann- dómsár. Hann gengur með berkla, sem hann sýkist af á unglingsárum. En viljaþrekið er svo mikið, að hann lætur aldrei hugfallast. Þó að samskipti okkar Egils minnkuðu síðustu árin, vakti það sér- staka eftirtekt hjá mér, að þá var það oft eitthvað sem hann hugsaði sér að gera og segir við mig: „Ætli þú skreppir ekki fyrir mig og sjáir um að þetta sé gert, Vigfús minn“. Og þá er hann aftur og aftur á spítala og við erum aftur og aftur að búast við að fylgja honum til grafar. Svo eru allir steinhissa þegar það fréttist að hann sé farinn yfir landamærin, menn voru svo vanir því að hann kæmi aftur. Það var bara viljaþrekið sem var svona mikið, að honum auðnaðist mest af sinni æfi að berjast á tvennum vígstöðvum. Annarsvegar fyrir heils- unni, lífi sínu, en hinsvegar fyrir sín- um hugðarefnum. Og sigur hans efast enginn um. Egill var hvergi hálfur, hann tók ekki á neinu með vettlingatökum, það var teflt til vinnings. Veturinn sem kaupfélagið tekur til starfa, er ég með hestagengi vestur á Hellisheiði, sem fyrr er getið. Þá er Egill að fara í siglingu, fara í stórvið- skipti fyrir hið nýstofnaða Kaupfélag. Við hittumst í Öldunum, sem kallað er, í Svínahrauni. Þá er það ákveðið að ég verði fyrsti bílstjóri Kaupfélags Árnesinga. Þá segir hann við mig: „Ég ætla að biðja þig um að skiljast ekki við þessa flutninga fyrr en allt er orðið í Iagi, nú verður þetta að ganga. Nú er þetta orðið eins og við vorum að tala um í vetur, svo þetta verður að ganga“. Svo þrífur hann í öxlina á mér og segir: „Þetta skal verða milljóna- fyrirtæki.“ Það var mikið sagt þá, árið 1931, þegar við kveðjumst í Öldunum suður í Svínahrauni. Framhald í næsta blaði. 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.