Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 12
Frumkvöðull vörðuleitanna, sem síðar verður frá sagt, Jón Sigurgeirsson frá
Helluvaði.
þegar hann ríður til þings til að sækja
vígsmálin á hendur Hrafnkeli Freys-
goða. Frásögn sú er þannig: „Hann
ferr norðr til brúar, ok svá yfir brú, ok
þaðan yfir Möðrudalsheiði, ok váru í
Möðrudal um nátt; þaðan ríða þeir til
Herðubreiðstungu, ok svá fyrir ofan
Bláfjöll, ok þaðan í Króksdal ok svá
suðr á Sand, ok komu ofan í Sauða-
fell, ok þaðan á Þingvöll.“ Frásögnin
er ekki orðmörg, en þó svo skýr að
greinilega er hægt að sjá hvaða leið
Sámur og menn hans fóru. Þeir hafa
farið yfir Jökulsá vestur af Möðrudal,
trúlega hjá Ferjufjalli. Tungan milli
Lindaár og Grafarlandaár hefur verið
nefnd Herðibreiðstunga, og hélst það
heiti lengi fram eftir öldum. Þaðan
munu þeir svo hafa farið norðan við
Herðubreiðarfjöll, en sunnan við
Bláfjall, um Suðurárbotna og vestur
til Krókdals.
í Ljósvetningasögu segir svo: „Um
sumarit, búask þeir heiman með sex
tigu manna hvárir ok ríða til Jökulsár.
En þá váru góð vöð víða. Þá mælti
Þorkell: „Nú munum vér skipta liði
váru. Skal Þorsteinn ok vér fimm
saman fara almannaveg vestr til
þings, en flokkurinn allr annarr skal
ríða fyrir ofan Mývatn til Krókdals ok
Bleiksmýrardals ok svá fyrir neðan
heiði“. Ekki er vitað með vissu hvar
þeir Þorkell hafi farið yfir Jökulsá en
talið er að það hafi verið einhvers-
staðar uppi á fjöllum, og þá frekast
sunnan Ferjufjalls. Talið er að annar
hópurinn hafi riðið yfir hraunið líka
leið og Sámur á Leikskálum, en hinn
farið „almannaveg“ til Mývatnssveit-
ar.
Hafa nú verið taldar allar ferðir um
Ódáðahraun sem kunnugt er um fram
á 16. öld og verður varla sagt að þær
séu margar eða veiti mikla fráeðslu um
öræfin.
Af gögnum frá 16. öld má sjá, að þá
hafi legið vegur eða leið yfir Ódáða-
hraun sunnan Mývatns til Möðrudals
á Fjöllum. Árið 1544 sendir Gissur
Einarsson biskup í Skálholti vísitasíu-
bréf til Austfjarðaklerka og tilkynnir
að hann muni heiman ríða eftir Þor-
láksmessu (2. júlí) þá um sumarið, til
Skriðufells og svo austur Sprengisand
til Möðrudals. Þó að ekki sé sagt í
heimildum þessum að biskup og hans
fylgdarlið hafi farið yfir Ódáðahraun
þá má sjá það af flestu í frásögn af
ferðinni. Leiðin yfir hraunið er talin
hafa verið þekkt þegar Gissur fór í
þessa vísitasíuferð sína.
Oddur Einarsson biskup í Skálholti
(1589-1630) fór nokkrum sinnum
leiðina yfir Ódáðahraun í vísitasíu-
ferðum sínum til Austurlands. Er svo
sagt að biskup hafi alltaf fengið leið-
sögumann yfir hraunið að austan, og
átti hann að mæta biskupi á tilteknum
degi við Kiðagil. Til þess var venju-
lega fenginn gamall fátækur bóndi, er
kallaður var Barna-Þórður. Það var
eitt sinn á seinni árum biskups, er
hann fór þessa leið, að hann kom ekki
á tilteknum degi að Kiðagili. Þórður
kom eins og talað hafði verið um en
gat ekki beðið lengur en þann dag
vegna matarleysis. Áður en hann hélt
heimleiðis ritaði hann í moldarflag
vísu þessa er nú er alkunn:
Biskups hef ég beðið með raun
og bitið lítinn kost.
Áður ég lagði á Ódáðahraun
át ég þurran ost.
Stuttu eftir að Þórður var farinn
komu biskup og hans menn og lásu
vísuna. Var þá ákveðið að leggja á
hraunið með leiðsögn biskups. Er þeir
voru komnir áleiðis hrepptu þeir þoku
196 Heinw er bezt