Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 27
4. HLUTI MINNINGAÞÆTTIR SÍRA JÓNMUNDAR J. HALLDÓRSSONAR ASTAÐIGRUNNAVIK H ;i FRA ÆSKUARUM KRISTMUNDUR BJARNASON BJÓ TIL PRENTUNAR Það var stafalogn, sjórinn eins og spegill, morandi ar upsa og þyrsklingi við klappirnar, æðarkollum og ungum á sjónum, en fjaran full af skeljum, hörpudiskum og péturs- skipum. „Hvers vegna ertu farin að kalla klappirnar klampir?“ spurði ég. „Við eigum að segja klappir. “ „Ég skal segja þér nokkuð,“ svaraði leiksystir mín. „Gamli maðurinn að vestan, sem hjá okkur er, kallar klappirnar ailtaf klampir eða klöppina klömp. Hann segir, að svo sé talað í sinni sveit. Fólkinu finnst þetta mýkra og notalegra, segir hann, en þar eru heilar flatneskjur af klöppum, holóttar klappir, dældóttar og sléttar klappir, sem hafa brotnað og sprungið og orðið að leggjabrjótum og berhöggi, segir hann. Þar eru flughálar klappir, sem sjórinn beljar um nætur og daga, og það er bæði háskalegt og afar þreytandi að ganga á þeim klöppum. Þess vegna tók fólkið upp á því að kalla þær klampir, segir gamli maðurinn. Þær verða þá ekki eins harðar og kaldar, geta jafnvel orðið eins mjúkar undir fótinn og hampur, og hampur er gras.“ „En sjáðu nú til,“ sagði ég og var nú kominn í nokkurn vígahug. „Líttu á lappirnar á mér: Heldurðu kannski, að lappirnar á mér yrðu mjúkar, þó að ég færi að segja lömp og lampir. Og hvað ynnirðu við, þó að fæturnir á þér yrðu mjúkir eins og brauðfætur? Við krakkarnir mundum sennilega leggja okkur þá til munns í öllum þessum korn- matar- og brauðskorti, sem fólkið er alltaf að tala um.“ „En því má ekki fólkið seeja klömp og klampir, ef því líður þá betur?“ „Kynnirðu við að kalla hann pabba þinn pampa og mömmu þína mömpu?“ spurði ég hróðugur. „Nú ert þú að stríða mér,“ sagði leiksystir mín og hló. „Það stendur alveg sérstaklega á með klömpina. Gamli maðurinn sagði mér það. Þessar klampir eða klappir voru einu sinni mjúkar.“ „Því má þá ekki segja klemtur í staðinn fyrir klettur?" sagði ég þrákelknislega. „Vertu nú rólegur: Gamli maðurinn var að tala um klamma, storku, sem er þó ekki sterkari en það, að hún lætur oft undan, þegar stigið er á hann og myndast þá far, spor, og það eru einmitt svona spor eða för, sem valda því, að klappirnar eru kallaðar klampir þarna vestra. Og nú skal ég segja þér, hvað hann sagði mér: Fyrst er nú það, að fjöllin þar eru morandi af skálum. Þetta eru skessuskálar og tröllkarlaskálar, en þarna var mikið af tröllum. Þegar þau voru á ferðinni, settust þau á fjallabrúnirnar til að hvíla sig, en það er svo langt síðan, að fjallaklamminn var þá ekki orðinn fullstorkinn. Fjallsbrúnin lét því undan bossanum á tröllkarlinum eða skessunni og myndaðist skál í fjallið — eins og rassfar. Sérstaklega er þetta athyglisvert og augljóst á einum stað, sagði hann.“ Mér fannst svo mikið til um það, sem leiksystir mín sagði, að ég lofaði henni að halda áfram. „Þarna enda mörg bæjarnöfn á vík. Fyrir framan og neðan bakkann á einum slíkum víkurbæ eru ákaflega stórar og fallegar klampir, og þar er svo aðdjúpt við þær, að ekki þarf að róa til fiskjar. Flyðran, þorskurinn, steinbítur- Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.