Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 32
Bók sem vekur fróðleiksþrá Ron Taylor og Mark Lambert: MAÐURINN OG TÆKNIN. Rvík 1980. örn og örlygur. Þetta er ekki eiginleg barnabók, mætti fremur kallast unglingabók, en raunar er hún jafnt fyrir unga og gamla, alla sem vilja vita nokkur deili á tækni nútímans, og þá ekki aðeins þeim furðutækjum, sem vér sjáum eða heyrum um daglega að heita má, heldur einnig sögu þeirra og þróun frá fyrstu tíð. Bókin er í tveimur þáttum: Maðurinn og tæknin og Sam- göngur á ýmsum tímum. Þar er sagan rakin frá hjólinu og eintrjáningsbátnum til járnbrauta og stórskipa nútímans, og frá fyrstu draumum manna um að svífa í lofti til hinna fullkomnustu flugvéla, svo að eitthvað sé nefnt. Textinn virðist vera skýr og glöggur, og myndirnar frábærar til skýringar. í rauninni er þetta alfræðibók, sem bæði er fræðandi og skemmtandi. Má segja að hver grein og hver opna veki löngun eftir meiru, og þegar þessi bók er lesin til enda er fróðleiksþráin vakin og um leið sókn unglingsins eftir stærri bók- um og meiri fróðleik. Slíkar bækur eru menntandi og góðar. Þetta er fyrsta bókin í fyrirhuguðum bókaflokki sem heitir: Heimurþekkingar og er ný bók væntanleg að ári. Þýðandi er Bogi Arnar Finnboga- son. St. Sid. Enn ein stríðsbók Innrásin á Ítalíu Robert Wallace: HEIMSSTYRJÖLDIN 1939-1945. ÍTALÍUSTRÍÐIÐ. Rvik 1980. Bókaklúbbur AB. Þetta er 8. bókin í flokknum um heims- styrjöldina síðari, og segir þar frá innrás- inni á Ítalíu og stríðinu þar, og falli Mussolinis. Þar fræðist lesandinn um mikla sigra, ægilegt blóðbað og frámuna- leg mistök bandamanna, sem mann hlýtur að undra að skyldu eiga sér stað. En þau eru skýrt dæmi um, hversu örlagarík tog- streita og metnaður forystumanna, sem þó stefna að sama marki, geta orðið. Það er staðreynd, er segir um bókina í tilkynn- ingu: „Stríðið er orðið vitfirringsleg örvæntingarbarátta á báða bóga — her- irnir eru sendir fram fyrir byssukjaftana einn eftir annan til þess eins að falla í strá að því er virðist". Eins og í fyrri bindunum er sagan sögð öðrum þræði í myndum, enda slíkt orðin tíska. Þýðandinn er Björn Jónsson. Lesendur leiddir í heim vísindanna Tony Wolf: Litla og skemmtilega upp- finningabókin: Andrés Indriðason þýddi. Rvík 1979. örn og örlygur. Þessi bók er ætluð börnum. Hér eru lesendurnir leiddir inn í heim raunvísind- anna, og þeim sýnt í máli og myndum hversu helstu uppfinningar mannkyns- sögunnar hafa orðið til, allt frá því mönn- um lærðist að nota eldinn, finna járnið og smíða hjólið, til eldflauga, þotna og kjamorku. Frá þessu er skýrt í stuttu, skýru máli og með skemmtilegum mynd- um, er hvort tveggja vel til þess fallið að örva áhuga lesendanna og hvetja þá til að spyrja og afla sér vitneskju um meira af því tagi. Lesefnið er í senn skemmtilegt og vekjandi. Minjar - myndir Framhald af bls. 186. sveifla orfi og handleika hrífu og reipi, leggja á reiðing, eða sjómennina klæðast innlendum skinnklæðum, leggjast á árar og draga fisk úr sjó með frumstæðum tækjum. Og þeir eiga einnig að sýna oss fólkið við tóm- stundaiðju, jafnvel listiðnað, eða veisluklætt við svignandi matborð, eða að dansi og leik. Og þannig mætti lengi telja. Þorsteinn Erlingsson kvað endur fyrir löngu í afmæliskveðju til þjóð- minjasafnsins um minjavörðinn, að hann sæi „pils og hökla hendast þar með hjör og skaut um salinn. Þar hrynur ryð, þar hvítnar stál í höndum röskra sveina.“ Slík sýn á að opna skólafólkinu, þegar það fær að sjá og skoða minjar safnanna. Þeir eiga að gera líf og sögu þjóðarinnar lifandi fyrir hugskotssjónum þess. Ef slíkt tekst, þarf enginn að óttast áhuga- leysi, né skort á athygli. En til þess að svo megi verða þurfa minjasöfnin að taka upp nýja starfs- hætti, og skólamir að búa sig í stakk til að taka upp samstarf á þessu sviði. Svo þarf að búa að söfnunum að þau hafi öll í þjónustu sinni menn, sem séu þess umkomnir að gæða hlutina lífi með því að skýra þá og notkun þeirra. Þá þarf og að gagn- skoða geymslurúmin, velja þaðan þá muni, sem mest má læra af og dreifa þeim um skólana, þar sem fæstir þeirra geta veitt nemendum sínum nema litla tilsögn með heimsókn i þau söfn, sem fyrir eru. Þannig yrðu til í hverjum skóla hóflega stór minjasöfn, sem gegndu svipuðu hlutverki og bókasöfnin. Og vitanlega þurfa kenn- ararnir að afla sér þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er til að söfnin megi verða að fullum notum. Skólasöfnin yrðu í umsjá héraðssafnanna, og þau gættu þess í samvinnu við skólana að söfnunum yrði haldið við og fyllt í eyður eftir því sem þörfin krefði eða getan leyfði. Ef þessi skipan kæmist á, er engin hætta á að geymslurými safnanna of- fyllist. Þá væri og enn meiri hvöt til almennings að halda sem flestu til haga,' því að not yrðu þá fyrir margt, sem manni dettur ekki í hug í fljótu bragði. Minjasöfnin væru þá ekki lengur kaldir sýningarsalir eða yfir- fylltar geymslur, heldur lífrænn þátt- ur í menntakerfi þjóðarinnar, Og það sem mest er um vert skólaæskan kæmist í nána snertingu við liðinn tíma, kjör þjóðarinnar og sögu, og mætti það verða til að verðveita sam- hengi sögunnar og auka ást á liðnum kynslóðum og virðingu fyrir baráttu þeirra. St. Std. 216 tteimu er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.