Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 22
kaupfélagi uppi í Grímsnesi sem væri
að fara á hausinn. Um leið og nafn
Egils var nefnt breyttist í þeim hljóðið,
og þá var óhætt að láta mig fá vöruna.
Þá er eftir að koma vörunni austur,
bíllinn okkar sem Egill keypti 1929,
var austur á Selfossi og Hellisheiði
ófær. Mjólkin flutt á snjóbílum og
Sigurður á Kolviðarhóli með alla sína
hesta í flutningum. Allt að gefast upp,
Sigurður þurfti að sinna svo mörgu,
gat ekki eingöngu bundið sig við
mjólkurflutninga. Enda snjóbílunum
ætlað það verk. Sigurður var eins-
konar rútumaður á þessum árum, sá
um póst og því um líkt. Ég ákvað að fá
bíl og gera tilraun að koma vörunum
upp að Kolviðarhóli. Þaðan hugsaði
ég mér að koma þeim austur á
Kambabrún með snjóbíl eða biðja
Sigurð að flytja vöruna á hestasleð-
um. Bíl fékk ég, þó menn væru tregir
til að fara, því veðrið var ekki sem
best. Við komumst með bílinn við ill-
an leik upp í neðri kantinn á Svína-
hrauni, að 25 km. steini. Þá treystir
bílstjórinn sér ekki að fara lengra.
Mér þótti þetta nú slæmt, en hinsveg-
ar óráðlegt að pína bílstjórann lengra,
ef að veðrið versnaði, gat orsakað að
hann kæmist ekki suður aftur. Svo
það verður úr að við tökum af bílnum.
Þetta var allskonar vara en samt allt
matvara. Bílstjórinn var með afskap-
lega góð segl og lánaði mér þau bæði,
annað breiddum við undir en hitt of-
aná vöruna. Svo snýr hann við og
leggur af stað til Reykjavíkur, en ég
stóð i sömu sporum og horfði á eftir
bílnum, með skófluna hans í hendi
minni. Sá hann líkt og einhversstaðar
segir, þar fann ég svartan, snéri mér
við og labbaði í átt til Kolviðarhóls.
Það var það mikið harðviðri að ég sá
ekki til að fylgja vörðunum öðruvísi
en að skýla mér með skóflunni. Ekki
hafði ég lengi gengið, þegar ég mæti
báðum snjóbílunum, sem vildu endi-
lega taka mig upp og ég færi bara með
þeim. Þennan dag urðu þeir að fara
alla leið suður að Lögbergi. Ég var
ekkert að snúa við með snjóbílunum
en drattaði mér upp að Kolviðarhóli.
Þetta hefði nú allt gengið hjá mér, ef
vegamálaskrifstofan hefði staðið við
að halda opinni leið upp á Hól, sem
hún var raunar búin að lofa, en réði
ekki við. Það var útilokað að bjarga
vörunum uppeftir þennan dag, og ég
var um nóttina á Kolviðarhóli. Það
var vont veður næsta dag, svo ég er
um kyrrt á Hólnum. Hugsaði mér að
fara ekki heim fyrri en vörurnar væru
á Kambabrún.
Nálægt miðnætti er ég vakinn upp á
Hólnum, og beðinn blessaður, hvort
ég vilji nú ekki fara á snjóbílnum á
móti bílunum sem komi að sækja
mjólkina að sunnan. Bilstjórarnir
væru þá orðnir svo úttaugaðir, að þeir
voru orðnir verri en togarasjómenn í
gamla daga, áður en vökulögin komu.
Það átti ekki að gefa sig fyrr en í fulla
hnefana. Ég segi við manninn og man
alltaf eftir því: „Þú verður þá að koma
út með mér Sveinn minn.“ Það var
Sveinn Jónsson sem var með grafvél-
ina hjá Flóaáveitunni fyrrum, sem
bað mig um að fara fyrir sig. Sveinn
var yfirmaður á snjóbílunum fyrir
ríkið. Ég segist ekki kunna á þessa
andskotans bíla með tvo eða þrjá gír-
kassa, og þekki ekkert á þetta. „Ó,
góði, góði“, sagði Sveinn „þú hlýtur
að finna það út“, henti sér upp í rúmið
og var steinsofnaður. Svona var
gengið nærri mönnum.
Nú hleypur hann í frost, helvítis-
garð og læti. Þá vill svo til að vinnu-
maður Sigurðar á Kolviðarhóli veik-
ist, fær lungnabólgu. Þá fer ég að rifja
upp mína gömlu atvinnu og gerist
ökumaður hjá Sigurði, var hjá honum
í viku. Og endaði með því að við
náðum vörunum neðan úr Svína-
hrauni og upp á Hól með því að tví-
skipta þeim. Og af Hólnum komum
við þeim á sama hátt austur á
Kambabrún og þegar Kalli komst á
fætur skildi ég við Kolviðarhól.
Þetta er fyrsta, aðdráttarferðin tíl
Reykjavíkur, sem farin er fyrir Kaup-
félag Árnesinga. Hún tók ellefu daga,
eða jafnlangan tíma og að fara
skreiðarferð, ofan úr Biskupstungum
með klyfjahesta, og suður til Grinda-
víkur.
Skömmu eftir að innkaupaferðmni
lauk, er ég beðinn um að manna
hestagengi til sleðaflutninga á Heliis-
heiði. Með þeirri tækni var mjólk og
öðrum vörum komið yfir Fjallið, í
langan tíma, þann vetur. Þeir flutn-
ingar voru á vegum Mjólkurbús
Flóamanna. Búið greiddi mér íaun
fyrir þá vinnu. Kaupfélagið tók ckki
við flutningum fyrir mjólkurbúið fyrr
en um vorið.
7
Um veturinn 11. febrúar 1931 var
Egill kosinn í stjórn Mjólkiurbús
Flóamanna, sem formaður. Og þarna
nást samræmdar aðgerðir. Kaupfélag
Sigtún. / þessu húsi hóf Kaupfélag Árnesinga starfsemi sína áriö 1931.
206 Heima er bezl