Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 18
Aftökustaður Kálfagerðisbræðra eftir Steindór Steindórsson I Lýsingu Eyjafjarðar (1949) er sagt, að Klofasteinar, aftökustaður Kálfa- gerðisbræðra sé í Neðra Möðrufells- hrauni án frekari skýringa, og er þar birt mynd af steinum, er svo heita og liggja rétt ofan við þjóðveginn í hraunjaðrinum neðst. Þegar ég tók saman héraðslýsinguna var mér skýrt svo frá af kunnugum mönnum, að þetta væri aftökustaðurinn, og sá ég enga ástæðu til að rengja frásögnina og gerði því engan reka að því að fá nánari upplýsingar, las ekki einu sinni Myndin að ofan: KÍofasteinar efri séðir frá suðri. Ef myndin prentast vel má sjá Grundniður á sléttunni. sögu síra Jónasar á Hrafnagili af Kálfagerðisbræðrum, þóttist kunna það, sem máli skipti og datt ekki í hug, að þar væri aftökustaðnum lýst að öðru en nafninu. Þetta getur verið áminning til þeirra, sem eitthvað rita, að treysta ekki minninu um of. Liðin eru full 30 ár síðan Lýsing Eyjafjarðar kom út, og má ætla að einhverjir hafi lesið hana og skoðað myndirnar, og um leið talið víst, að hér væri umræddur aftökustaður, fyrst þetta stóð á prenti. Enginn gerði athugasemd um þetta í mín eyru. Þá var það fyrir um ári síðan, að Sigtryggur Símonarson bílstjóri hringir í mig og segir mér, að hér sé ranghermt, aftökustaðurinn sé við aðra Klofasteina ofar í hrauninu. Þótti mér þetta merkileg tíðindi, þar sem ég vissi að Sigtryggur var alinn upp á þessum slóðum og hafði búið þar árum saman. Bar hann fyrir sig sögn Símonar föður síns, sem lengi bjó í Ölversgerði og Hallgríms bónda í Samkomugerði, sem báðir voru fæddir fyrir síðustu aldamót og höfðu dvalist á þessum slóðum alla æfi og fengið vitneskjuna frá gömlum mönnum í bernsku sinni. Bauð Sigtryggur mér að fara með mig á staðinn, þegar vel hentaði, og tók ég því boði með þökkum. Fyrst varð mér samt að lesa sögu síra Jónasar af Kálfagerðisbræðrum, en þar segir svo: „Aftökustaðurinn 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.