Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 2

Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 2
Minjar - Á síðustu áratugum hefir risið mikil áhugaalda um varðveislu gamalla minja, bæði mannvirkja og muna. Hús og jafnvel heilar húsaþyrpingar hafa verið friðaðar, þótt orka kunni tvímælis um margar slíkar atgerðir, og minjasöfn hafa risið upp víðsvegar um landið, næstum því í hverri sýslu. Sumum mætti þykja þetta dálítið einkennilegt fyrirbæri samtímis því sem hverskonar upplausn vex i þjóð- félaginu, og um leið sem hér væri um beina mótsögn að ræða. Ef til vill er þetta dálítið mótsagnarkennt, en þó hygg ég sönnu nær, að hér sé um við- námsaðgerðir að ræða gagnvart eyð- ingar- og niðurrifsöflum þjóðfélags- ins, og ef til vill er það vitnisburður um iðrun og afturhvarf frá því að hafa átt þátt í að eyða eða fleygja gömlu dóti, sem kynni að hafa haft menningarverðmæti að geyma. Upp úr heimsstyrjaldarárunum síðari, og raunar jafnvel fyrr, þegar þjóðin loks fann, að hún var svo efnum búin, að hún gat leyft sér að búa í góðum húsakynnum og búa þau á nýtískan hátt fannst mörgum jafnvel flestum, sem gömlu munirnir hæfðu ekki nýju híbýlunum. Það sem mátti kallast gott eða a.m.k. sæmilegt í gömlu torf- bæjunum, sem bæði skorti upphitun og lýsingu, átti ekki heima í raflýstum, miðstöðvarkynntum nýtísku stein- húsum. Sömu sögu var að segja um gömlu vinnutækin, jafnt til sveita og sjávar. Tækni og vélvæðing nútímans hafði hvorki rúm né not fyrir þau, og því var þeim hent. Margt fór þá forgörðum, sem betur hefði verið geymt en var fleygt á öskuhauginn eða brennt. En svo kom afturkastið. Áhuga- menn um fornar hefðir og geymd tóku að rumskast og hófu að safna þessum úreltu minjum saman, öðrum þótti sem gömul áhöld gætu verið stofustáss, ef til vill var ofurlítil fordild þar með í spilinu, en miklu oftar mun söknuður þess, sem týnt var, hafa ráðið mestu. En hér verður ekki söfn- un einstaklinga gerð að umtalsefni, heldur rætt um það verk að stofna til minjasafna, sem raunar er eitt af ein- kennum síðustu áratuga, og verður ef til vill eitt af því eftirminnilegasta, sem samtíð vor lætur eftir sig. Það eru ekki margir áratugir síðan Þjóðminjasafnið í Reykjavík var eina minjasafnið í landinu, mun það hafa verið svo allt frá stofnun þess 1863 og fram undir miðja þessa öld, eða ef til vill lengur. Eðli sínu samkvæmt ber það höfuð og herðar yfir öll önnur minjasöfn, og ætti í raun réttri að vera gagnvart þeim eins og ungamóðir, er breiðir vængi sína yfir smáfólkið. Ekki er því þó að neita, að mörg hér- aðs- eða byggðasöfnin, sem vaxið hafa upp síðustu áratugina, eru hin myndarlegustu og geyma jafnvel eins merka muni og minjar hversdagslífs- ins og Þjóðminjasafnið sjálft. Það hefir orðið hlutskipti byggða- safnanna að tína saman og hafa til sýnis sem flest, er sýnir á einhvern hátt þjóðmenningu liðins tíma og raunar hafa mörg minni söfnin tekið sig til og safnað til geymslu ýmsum munum, sem eru að úreldast og hverfa úr notkun á líðandi stund, en heyra sög- unni til fyrr en varir. Er það ekki lítil- vægasta verkefni þeirra. Húsnæðisleysi er fylginautur allra safna og safnara, stórra og smárra jafnt opinberra stofnana og einstakl- inga. Það liggur í hlutarins eðli að sýningarsalir, enda þótt gerðir séu við vöxt, rúma ekki nema lítinn hluta þess, sem safnast og safna þarf, jafn- skjótt og safnið hefir starfað nokkur ár. Munina þarf því að geyma, fá til þess húsnæði nær hvar, sem það er að fá, þar hlaðast þeir upp fáum að gagni og ekki á vitorði annarra en safn- varðanna. En þó að svo sé má það engan veg- inn tálma því, að söfnin leiti eftir munum, og því síður að fæla ein- staklinga, sem eitthvað slíkt hafa undir höndum að afhenda það safn- inu til geymslu, þótt hluturinn verði lagður til hliðar í bili, og það er hlut- verk safnvarðanna að velja hverju sinni til sýningar þá hlutina, sem merkastir eru eða bestir sýnisgripir. Vér megum því ekki líta það smáum augum, þótt margt sé geymt, og vel má vera að í geymslurúmunum sé sitt hvað að finna, sem síðar mun reynast jafnmerkt hinu, sem hlotið hefir náð- arsæti í sýningarsölunum. En söfnin hafa stærra hlutverk en það eitt að geyma og sýna gamla hluti forvitnum gestum á sunnudögum eða þegar leið þeirra liggur fram hjá dyr- um safnsins. Þau eiga að vera lífrænn þáttur í menntakerfi landsins við hlið skólanna, eða e.t.v. réttara sagt hluti af skólamenntinni. Á síðari árum hefir kennsla í al- mennri þjóðmenningar- og atvinnu- sögu smám saman orðið fyrirferðar- meiri þáttur í sögukennslunni, en áð- ur var. Ég býst við að flestir, sem þá kennslu annast, hafi oft fundið hve erfitt er að vekja skilning og áhuga nemendanna á þessum fræðum, þar sem ekkert var við að styðjast nema bókina eina, og ef til vill eitthvað af myndum. Þarna eiga söfnin að koma til hjálpar. Þau eiga að verða hjálpar- tæki skólanna til að gera kennsluna lifandi og um leið breyta rykföllnu skrani úr geymslunum í lifandi muni, þar sem með sæmilegu ímyndunarafli má sjá fólk liðins tíma í dagsins önn Framhald á bls. 216. 186 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.