Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 4
Fuglar hafa alltaf verið Steingrimur, fálkinn og rjúpan. Ljósm.: ÓHT Þorsteinn Jónsson, 1881-1967. Steingrímur Þorsteinsson, vegamótum, Daivík — Ég er fæddur hér á Dalvík 22. október 1913 og hef alist hér upp alla tíð að heita má. Ég varð fyrir því óláni að missa móður mína mjög ungur eða 7 ára gamall og tel alltaf að það hafi breytt nokkuð miklu í lífi mínu. Við erum 3 bræðurnir, Jón Trausti, ég og Marinó. Þegar móðir okkar dó vorum við teknir í fóstur: Jón til ömmu okkar, Rósu Þorsteinsdóttur og manns hennar Jóns Stefánssonar, Marinó til Ingibjargar Baldvinsdóttur og Þorsteins Jónssonar, móðurbróður okkar, en ég til móður- systur minnar, Petrínu Jónsdóttur og manns hennar Sig- urðar Þorgilssonar. Hjá þeim var ég til fermingaraldurs. Þau voru að mestu við sveitastörf, bjuggu bæði á Karlsá og Sökku hér í grenndinni, en einnig stundaði Sigurður sjó. Ég fylgdi honum þar vitaskuld líka. En það var nú samt svolítið einkennileg tilviljun, að þegar ég var 3 ára, þá byggðu foreldrar mínir lítinn bæ eins og þá var títt, hér á Vegamótum, og fluttu í hann. Það varð heldur skammvinnt að vísu, en hér voru þau með eina kú, eins og altítt var, að fólk sem lifði að öðru leyti af sjó tryggði afkomu sína með lítils háttar skepnuhaldi, sem ekki er þó hægt að telja búskap. En það sem er skemmtilegt við þetta er það, að þegar ég hafði verið hjá frænku minni og manni hennar í nokkur ár, þá brugðu þau búi á Sökku og fluttu hingað til Dalvíkur og þá einmitt í þennan gamla bæ á Vegamótum, svo þangað var ég kominn aftur. Seinna fluttu þau svo að Karlsá og þar annaðist fóstri minn bú fyrir Þorstein Jónsson, kaupmann hér á Dalvík. Fósturforeldrar mínir áttu þá 4 börn en eignuðust fleiri. Ég sótti svo barnaskóla hingað til Dalvíkur frá Karlsá, sem var um hálftíma gangur. Um fermingu flutti ég frá þeim og var með föður mínum hér í bæ að nokkru leyti, en fékk heimili hjá Sveinbirni Jóhannssyni og Ingibjörgu Antonsdóttur konu hans. Þar kynntist ég Steinunni dóttur þeirra og það vel að við höfum nú lítið skilið síðan. Ég ólst þar síðan upp með þeim syst- kinum, henni og Vilhelm. Ég hafði ekki áhuga á langskólanámi, en það varð úr, að Jón bróðir minn og ég fórum til Akureyrar og vorum þar í einkatímum einn vetur hjá mönnum sem flestir kenndu við Menntaskólann. Vernharður heitinn Þorsteinsson var einn okkar aðalkennari. Ekki gat svona einkakennsla talist al- geng á þeim tímum, og ég held að skyldmenni okkar hafi nú að nokkru ráðið þessu. Jón, sem er 2 árum eldri en ég, fór svo í Laugaskóla ári á undan mér, var þar 2 ár en ég aðeins eitt. Jón vildi þá fara til íþróttanáms erlendis, helst til Ollerup, sem var vinsæll og víðkunnur íþróttaskóli í Danmörku um þessar mundir. Ég slóst í förina með honum utan og hugðist fyrst og fremst læra teiknun, sem ég hafði mikið yndi af. Sömuleiðis vildi 148 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.