Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 23
Ljósm.: H.Hg.
Halland.
Það er vissulega ekki einleikið, hve margar dularsýnir eru tengdar
svœðinu Halland / Eyrarland, þar sem skyggnir menn þykjast sjá huldufólkskaupstaðinn.
Veigastaðaklif og Gljúfrið. í suðri StaðarbyggðarfjaU. Ljósm.: H.Hg.
Sjálf bæjarnöfnin á
þessu svæði eru býsna ein-
kennileg, og gætu hugsan-
lega sagt merkilega sögu, ef
við kynnum að útskýra til-
urð þeirra.
Halland má skýra á
tvennan hátt, þ.e. sem hið
hallandi land (enda mun
algengt að sagt sé Hallandi
í nefnifalli t.d. „Guð-
mundur á Hallanda“) eða
hall(a)-land, þ.e. steina-
eða klappalandið, og er
hvorttveggja réttnefni.
í Hallandi fæddist Bólu-
Hjálmar árið 1796, en fáir
íslendingar hafa á seinni
öldum verið sérkenni-
legri eða gæddir jafn
furðulegum náttúrugáfum
sem hann. Sameinaði hann
í ríkum mæli þá hæfileika
sem jafnan eru taldir
huldufólki til gildis, þ.e.
ríka skáldgáfu og listrænan
hagleik. Þess má einnig
geta, að til eru sagnir um
viðskipti Bólu-Hjálmars
við huldufólk í Eyjafirði.
Skýring á nafninu
Veigastaðir er ekki eins
ljós, en það er til í ýmsum
útgáfum í rituðum heim-
ildum, svo sem Vígastaðir,
Veiðistaðir og Vegastaðir.
Eðlilegast virðist að tengja
það við bæjarnafnið Varð-
gjá, sem kemur fyrir í
Landnámu í sama formi og
nú er ritað, og bendir
hvorttveggja til hernaðar.
Svo vill til að milli bæj-
anna, neðan núverandi
vegar, er gildrag milli
klettabelta, sem líkist gjá
en mun vera kallað
„Gljúfrið“ því um það
fellur Gljúfralækur ofan í
Veigastaðabás. Sunnan og
ofan við þetta gil, er
Veigastaðaklifið, með
veggbröttum klettum að
framan (vestan), og gæti
þarna verið hið ákjósan-
legasta vígi, ef rétt væri á
haldið, og jafnframt tilval-
inn staður til að halda vörð
á, því þaðan sést vel til allra
ferðaleiða fyrir botni Eyja-
fjarðar hvort sem er á sjó
eða landi. Um þetta bil,
eða litlu sunnar, eru merki
Veigastaða og Varðgjár,
sem um leið eru hreppa- og
sýslumörk, og hafa verið
frá fornu fari, þótt sumum
þyki það einkennilegt, þar
sem engin sérstök skil eru í
landslaginu þarna.
Niðri í Veigastaðabás er
mikið af hvítum kristöllum
í holum í berginu, af þeirri
gerð sem kallast geisla-
steinar (nánar tiltekið stil-
bít eða desmín), en slíkir
steinar voru fyrr á tímum
oft tengdir dularverum og
á þeim var sérstök trú (t.d.
voru bergkristallar íNoregi
kallaðir dvergsteinar).
Þess má geta að orðið
veig getur merkt gull, og er
sú merking vel kunn úr
skáldskap, (einkum í sam-
setningum: veigalín, veiga-
skorð = kona) og auk þess
þýðir það styrkur eða
kraftur (sbr. veigamikill).
Kannske er það heldur
ekki tilviljun, að í Veiga-
staðaklifi vex burknateg-
undin sæturót (Polypodi-
um vulgare), sem ekki er
vitað um annars staðar í
Eyjafirði, en burkni þessi
var talinn hafa ýmsar
merkilegar náttúrur eins og
nöfnin engilsæta, köldu-
gras o.fl. benda til, en hún
var m.a. notuð sem meðal
við tæringu. Huldufólk var
vel að sér i grasalækning-
um, og eru til af því ýmsar
sögur.
Margir lækir falla niður
hlíðina milli Hallands og
Eyrarlands (sbr. kortið),
og mynda víða smáfossa er
þeir falla fram af kletta-
hjöllunum, en við fossana
eru víða fagrir og skjólsælir
hvammar, með miklu fjöl-
gresi, og blómskrúði.
Slíkt land er uppáhald
blómálfanna sem skyggnir
menn sjá stundum og segja
vera mjög litlar verur i
mannsmynd, og virðast
þeir tengdir gróðrinum á
einhvern sérstakan hátt.
Margrét frá Öxnafelli seg-
ist hafa séð slíkar verur í
lækjarhvammi milli Leifs-
staða og Fífilgerðis. „Þeir
voru alls sex, og voru þeir í
hvamminum meðfram
læknum (Kúalæk). Blá-
klæddir voru þeir, með
topphúfu, og á að gizka 30
sm á hæð. Þeir voru fjör-
ugir og dreifðu sér. Andlit-
in voru stórgerð og ellileg.
En þeir voru hýrir á svip.
Þeir virtust vera að skoða
sig um þarna í kjarrinu.“
(Þessi lýsing minnir á jarð-
dverga þá sem í Bretlandi
kallast goblins).
166 Heimaerbezt
Veigastaðir.
SKÓGRÆKT í VARÐGJÁRBÖKKUM
Skömmu eftir að Skógræktarfélag Eyjafjarðar var stofnað
1930, gengust nokkrir áhugamenn fyrir því að tryggja
töluverða landræmu meðfram ströndinni í löndum Hal-
lands, Veigastaða og Varðgjár, til skóggræðslu. Það var
máske engin tilviljun heldur, að landspilda þessi, sem afgirt
var og kölluð Vaðlareitur, nær að heita má um endilangt
svæðið, sem fróðir menn telja að huldufólkskaupstaðurinn
sé byggður á. Og þó er það e.t.v. merkilegast, að sá sem átti
hugmyndina að félagsstofnuninni (en þetta var fyrsta
skógræktarfélag landsins) og myndun Vaðlareitsins, hug-
sjónamaðurinn og eldhuginn Jón Rögnvaldsson garð-
yrkjumaður, var alinn upp og búsettur þá í Fífilgerði, sem
er á mörkum huldufólksbyggðarinnar að sunnanverðu.
eins og þegar var getið.
Eins og öllum Eyfirðingum mun kunnugt hafa nú vaxið
upp myndarlegustu skógarteigar í þessum reit, einkum af
birki, lerki og stafafuru, sem hafa þrifist þarna ágæta vel,
svo og ýmsar grenitegundir. Eru stórir hlutar þessa ný-
skógar iðjagrænir sumar sem vetur, og því mikið augnayndi
þeim sem búa hinum megin við Pollinn.
Stafafurureiturinn í Hallandsbökkum (yzt í reitnum) er
sérstaklega vöxtulegur, og mun vera einhver sá efnilegasti í
landinu. Furan var þarna gróðursett í snarbrattar brekkur,
fyrir neðan neðsta klettahjallann (Búðarneskletta?). í
hjallanum hefur einnig sprottið upp eins konar huldu-
hrisla, blæösp, sem enginn veit hvernig þangað er komin, og
hugsanlega hafa þar leynzt angar af henni frá því að skógar
þöktu landið á þessum slóðum. Öspin hefur jafnan vakið
athygli hérlendis, vegna þess hve sjaldgæf hún er, og lík-
lega verið átrúnaður á henni, eins og á reyniviðnum, sbr.
bæjarnafnið Espihóll í Eyjafirði.
Friðunin á bökkunum hefur haft þau áhrif að gróðurfar
hefur víða tekið stakkaskiptum. Er þar nú mun meiri
blómgróður en utan reitsins, og má nefna t.d. geithvönn,
mjaðjurt, blágresi og hrútaberjaklungur, sem varla munu
hafa sést þarna áður, en eru nú algengar. Þá hefur ýmiss
konar lyng aukist til muna, m.a. eru þarna nú breiður af
sortulyngi, sem ekki var kunnugt um áður, og bláberjalyng
nokkuð, að ógleymdri Alaskalúpínunni, sem blálitar mel-
ana utantil í reitnum á sumrin.
Ekki er að efa að fólkið í huldukaupstaðnum kann að
meta þá umhyggju sem menn hafa sýnt gróðrinum á þessu
svæði, enda eru til margar sögur um varnir þess við skerð-
ingu á skógargróðri, blómahvömmum eða grasbrekkum,
sem oft er túlkað sem álög á slíkum stöðum, er mönnum
hefnist fyrir að brjóta. Kæmi víst ekki á óvart þótt það hefði
e.t.v. haft einhverja hönd í bagga með tilurð Vaðlaskógar-
reitsins og þrifum trjáa og blóma í honum.
.. .OG VEGAGERÐ?
í þessu sambandi fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli til
vegarframkvæmda þeirra sem nú eru áætlaðar í gegnum
Vaðlareitinn, en þeim hlýtur óhjákvæmilega að fylgja all-
verulegt jarðrask, og sprengingar á klettahjöllum, sem
lenda í vegstæðinu. M.a. mun þurfa að sprengja niður
hjallann, sem er fyrir ofan stafafurureitinn áðurnefnda, inn
og niður af Hallandi. Slíkt umrót hefur jafnan verið litið
heldur illu auga af hulduverum þeim er í klettum búa.
Nærtækt dæmi um það eru atburðir þeir er gerðust þegar
hefja átti grjótnám í Stofuklöpp við Krossanes á Akureyri,
árið 1962, en þar var þá óhöppum afstýrt með skynsamlegri
varúð er verkstjórinn og yfirmaður verksmiðjunnar sýndu.
Svipað átti sérstað fyrirfáum árum (um 1975) við vegagerð
um Hegranes í Skagafirði, þar sem hætt var við að sprengja
skarð í gegnum klettahjalla fyrir tilmæli frá hulduverum.
Vonandi hafa forsvarsmenn „Leiruvegarins“ svonefnda,
þá skynsamlegu forsjálni og víðsýni til að bera, að rasa ekki
um ráð fram í þessu efni.
Furulundurinn i Hallandsbökkum, yst í Vaðlareit. Ljósm.: H.Hg.
Heima er bezt 167