Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 21
„Ofanvert við Geldingsártún, rennur Geldingsáin
suður í Meyjarhólsland, og stefnir eftir það nokkuð beint
til sjávar. Eru þar nokkrir fríðir fossar. 1 einum þeirra
fossa fyrirfór konubjálfi fimm vikna gömlu barni sínu
veturinn 1615. Hún hét Ragnhildur Magnúsdóttir. Vorið
eftir var hún dæmd á Helgastaðaþingi og henni drekkt.
Svo var ranglæti þeirra tíma fullnægt. Talið var að foss sá,
er barninu var fargað í, sé þriðji fossinn frá veginum. Þar
uxu víðihríslur, vökvaðar af úða fossins og skýlt af
klöppum fyrir biti sauðfjár. Sagnir gerðu reyni úr víðin-
um.“
Sagnirnar um reyniviðinn á Geldingsá draga líklega dám
af reyninum fræga í Möðrufelli í Eyjafirði, sem nefndur var
Möðrufellshríslan, og átti að hafa vaxið af moldum tveggja
systkina er sek urðu óleyfilegan samgang. Fara miklar
sögur af honum, enda mun hann vera enn við lýði (Sjá
„Systkinin í Möðrufelli“ e. Árna Bjarnarson og „Reynirinn
í Möðrufellshrauni“ e. Steindór Steindórsson í sagnasafn-
inu Ömmu (ný útg.) bls. 430-435. Rvík. 1961).
í rauninni er hér um að ræða leifar af eldfornri trjáatrú
eða dýrkun trjáa, sem þekkst hefur um öll lönd, og mun
einnig hafa átt sín ítök hérlendis. Reynirinn var hið heilaga
tré okkar íslendinga, þessvegna spratt hann (eða var álitinn
spretta) af moldum sakleysingja.
Er skemmtilegt að minnast þess, að nú hafa vaxið upp
tveir undur fallegir skógarreitir niður með Geldingsánni,
þar sem m.a. má finna reynihríslur. Hafa þeir bræður Jón
og Kristján Tryggvasynir frá Meyjarhóli, stofnað reitina og
plantað í þá ýmsum trjám. Þarmeð hefur þjóðsagan eða
þjóðaróskin um reyniviðinn á Geldingsá líka rætst, og
minningin um ógæfusama móður og barn hennar hlotið
verðugan varða.
Höfnin
svæðis
^**»*7j
|^^Ín5sbj0
Huldukaupstaðurinn í Hallandsbjörgum. Hugmynd um dreifingu byggðar.
Hér hafa nú verið raktar þær frásagnir semfinna má í prentuðum heimildum
um huldufólksbyggðirnar austan við Pollinn. Líklegt er að til séu fleiri
slíkar sögur þótt ég hafi ekki uppgötvað þær, og víst er að margir Ak-
ureyringar hafa frá ýmsu að segja í þessu sambandi. Mér er kunnugt
um ýmsa sem séð hafa einkennileg Ijós þarna í heiðinni, og það löngu
fyrir daga vélsleðanna, sem nú þeysa um allar brekkur á vetrum, og
gera allar slíkar sýnir marklitlar.
Þannig segist Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði eitt sinn, er hann var
lögreglumaður, hafa verið á gangi um Hamarsstíg á Akureyri með öðrum
manni (Sigurði Eiríkssyni) og sáu þeir báðir allstórt Ijós er virtist færast
hægt og á jafnri ferð út og niður Vaðlaheiðina og hvarf svo fyrir hús,
er það bar skammt fyrir utan Halland. Var þetta að haustlagi um 1950,
og minnti Jón að verið hefði auð jörð.
Jón er maður athugull og ekki oftrúaður á dulræn fyrirbæri, en segist
þó ekki geta skýrt þetta á venjulegan hátt.
Svipuð reynsla mun ekki vera óalgeng á þessum slóffum, og vil ég hérmeff koma þeirri
beiffni á framfæri viff alla sem reynt hafa eitthvaff slíkt, aff skrifa niffur lýsingar á því,
sem nákvæmlegast staffsettar í tíma og rúmi, og koma þeim í hendur þess er hér ritar.
Heimaerbezt 165