Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.05.1983, Blaðsíða 34
Ágæt sýnishom, - fróðlegur formáli Ingi Sigurðsson bjó til pr.: UPPLYSING OG SAGA Rvík 1982. Menningarsjóður. Bók þessi fjallar um og er sýnisbók sagnaritunar íslendinga á Upplýsingar- öld, en svo kallast síðari hluti 18. aldar og fyrsti þriðjungur hinnar 19. Eru þar birt sýnishorn af ritum 15 helstu íslenskra sagnaritara á þessu tímabili. Elstur þeirra er Finnur biskup Jónsson en yngstur síra Tómas Sæmundsson, en miklu fyrir- ferðarmestur er Jón Espólín, taka sýnis- horn úr ritum hans meira en þriðjung alls rúms sýnishornanna í bókinni. Er hann og sá höfundur þessa tímabils, er mestu hefir afkastað í sagnaritun, því að auk hinna miklu Arbóka Islands ritaði hann margt um erlenda sögu. Ingi Sig- urðsson skrifar alllangan og greinargóðan inngang, þar sem hann gerir grein fyrir sagnaritun Islendinga almennt á Upplýs- ingaröldinni, og ræðir einnig um hvern einstakan hinna merkustu höfunda. Er inngangur þessi í senn fróðlegur og hinn skemmtilegasti aflestrar a.m.k. öllum þeim, sem hug hafa á íslenskri sögu. Grunar mig að þeir verði margir, sem eitthvað finni þar nýstárlegt, því að lítið hefir verið skrifað um þetta efni í heild. Sýnishornin virðast valin af kunnáttu og vandvirkni til að kynna höfundana. Rit þetta er hið 6. í ritröðinni „íslensk rit,“ sem gefin er út af Rannsóknastofnun í bókmenntafræði við Háskóla íslands. Hafa flest hin fyrri verið ljóðaúrval með ágætum formálum um skáldin, er þetta rit því skemmtileg tilbreyting. Öll er ritröðin hin snyrtilegasta að ytri búnaði. Umdeilanlegt en skemmtilegt Hermann Pálsson: SAGNAGERÐ Rvík 1982. Almenna bókafélagið. Höfundur gerir hér grein fyrir ýmsum þáttum í gerð fornsagna vorra. Víða er komið við og skýrt og skilmerkilega sagt frá. Eins og svo margir hinna yngri fræði- manna gerir Hermann lítið úr sögulegum kjarna fornsagnanna og hinm sögulegu geymd, en því meira úr skáldskap og list sagnaritaranna. Ræðir hann markmið höfundanna og meðferð efnis og mynstur sagnanna. En þó að enginn vilji gera lítið úr list sagnaritaranna, má ekki gleyma því, að aldagömul munnleg hefð hefir lengstum lagt þeim til frábæran efnivið, rétt eins og vér þekkjum enn, hversu vel mörgum tekst að segja frá atburðum, sem verða sviplausir með öllu í munni ann- arra. En í fornöld var sagnahefð, frásögn- in, þjálfuð listgrein löngu áður en tekið var að skrifa nokkurn staf. Og hvað sem hinir lærðu bókmenntafræðingar segja er það sannleikskjarni sagnanna, sem er aðal þeirra og eftirlæti þjóðarinnar, hann er uppistaðan í vefnum enda þótt sagnarit- arinn skreyti hann með ívafi og listilegum handbrögðum. Höfundur gerir mikið úr erlendum áhrifum á sögurnar, jafnvel þær séu allt að því stælingar erlendra rita. Víst bendir hann á margan skyldleika, en honum fer sem fleirum, að það er líkast því, að íslenskum höfundum hafi aldrei dottið neitt frumlegt eða spaklegt í hug, og þurft að sækja allt slíkt til erlendra fyrir- mynda. Gaman hafði ég af samanburðin- um á sögnunum um dauða Baldurs í Gylfa- ginningu og vígi Höskuldar Hvítanes- goða í Njálu. Ekki mundi Helga á Hrafn- kelsstöðum, hafa komið á óvart, þótt þar væru tengsl á milli, þar sem hann taldi sama vera höfundinn að báðum ritunum og færði mörg rök að. En kverið er skemmtilegt og fróðlegt, þótt deila megi um skoðanir höfundar, og er það raunar kostur. Hið þarfasta verk Finnbogi Guðmundsson: STEPAN G. STEPHANSSON IN RETROSPECT Rvík 1982. Menningarsjóður. Dr. Finnbogi Guðmundsson hefir tekið hér saman sjö ritgerðir um Stephan G. og ljóð hans. Eru ritgerðirnar samdar á ýms- um tímum og við ýmis tækifæri. Ritið er ætlað enskulesandi mönnum og þá auð- vitað umfram allt Ameríkumönnum. Er það hið þarfasta verk, að kynna hinum enskumælanda heimi, hvílíkt stórskáld hefir lifað og starfað þar, langa æfi. En ritgerðirnar eru engu að síður hinar þörf- ustu íslenskum lesendum, og ættu menn ekki að setja sig úr færi og kynna sér þær, svo margt er þar fróðlegt og til skilnings- auka á skáldinu. o, — Stefnt að meðalmennsku Framhald af bls. 146 Thomsens verði að einkunn kynslóð- arinnar: að gildari virðist unglingar til ofanveltu ykkar kraftur entil þess að byggja upp aftur. Vitanlega er það hlutverk og skylda skólanna að veita nemendum sínum tiltekinn skammt af þekkingu, helst sem mestan, en ekki er það síður skylda þeirra að þroska skaphöfn þeirra og gera þá dugmeiri til átaka andlegra og líkamlegra, Á ég þar ekki einungis við, að þeir fái leyst af hendi örðug verkefni, heldur sé einnig sið- ferðisþróttur þeirra efldur ,uqi leið, en leitast sé við að þroska hugkvæmni þeirra og frumleika í hugsun. En raunar fylgist allt þetta að, ef rétt er á haldið með vinnu og vinnuaðferðir. En ef svo er fram haldið hverfa lík- urnar á, að stefnt sé í meðalmennsk- una, heldur að hærra marki. Við nýafstaðnar kosningar til Al- þingis gafst alþjóð færi á með hjálp fjölmiðlanna að kynnast miklum hópi frambjóðenda. Ekki get ég að því gert, að mér þótti þar sem meðalmennska sæti í öndvegi, og mun fleirum hafa farið á sama hátt. Sárasjaldan kom nokkuð fram sem vakti athygli, hvorki í flutningi né að efni. Ef þessar umræður skyldu vera spegilmynd af þjóðinni, þá er vissu- lega tími til kominn að kanna, hvort hér sé ekki að gerast hið sama og ameríska nefndin hélt fram þar í landi, að mennta- og stjórnkerfið sé að leiða oss út á braut meðalmennsk- unnar, og þá er leiðin stutt niður í lágkúruna. St. Std. 178 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.